Hvöt - 01.03.1953, Síða 16

Hvöt - 01.03.1953, Síða 16
14 H V Ö T Þórunn Örnólfsdóttir: KVIKMYNDAÞÁTTU R Nú á tímum eru kvikmyndirnar orðnar einn stærsti þáttur í skemmt- analífi manna. Skemmtanalífið er ekki heldur svo fjölbreytt, að menn hafi úr mörgu að velja. Það eru því helzt kvikmyndahúsin og dansleikir, sem fólk sækir. Skólafólk fer á dans- æfingar, sem það heldur sjálft í skól- um sínum, og eru þær nokkuð oft. En þær fullnægja þó ekki skemmt- anafýsn unglinganna, sem sjaldan geta setið heima á kvöldin. Það er einnig dýrara að fara á ball en á bíó, þó að hvorugt sé ódýrt, og sælgæti, sem ætíð er nóg til af, lækki oft í léttri pyngju. Margt fullorðið fólk, sem lítið fer út að skemmta sér, verður að gera sér eitthvað til gamans í hinum öm- urlega hversdagsleik eldamennsku og strits. Segja má því, að kvikmyndir séu til ýmiss gagns, bæði til skemmtunar og fróðleiks. En það er misjafnt, hve mikið gildi þær hafa, og oft sem menn hafa frek- ar leiðindi af en hitt. Flestar kvikmyndir, sem kvik- myndahúsin hafa upp á að bjóða, eru amerískar glæpa- og ástadellumyndir. Að vísu kemur það fyrir, að góðar söng- og dansmyndir og jafnvel mynd- ir, sem eitthvert vit er í, slæðast með, en þær eru því miður sjaldséðir hvítir hrafnar. Nokkuð margar sænskar myndir hafa verið sýndar hér, og eru þær yfirleitt góðar, og flestar prýðisgóðar. Svíar eru að vísu nokkuð bersöglir og djarfir í ástalýsingum sínum, en þó er ekki hægt að hneykslast á þeim, því að þær sýna manneðlið eins og það er, hefur verið og mun verða. Þær ensku myndir, sem kvikmynda- húsin hafa sýnt, eru oft sannsöguleg- ar og oft ágætar. Það eru svo margar þjóðir, sem framleiða kvikmyndir, að of langt mál yrði að telja þær allar upp. En einni þjóðinni má þó ekki ganga fram hjá. Beztu myndir, sem menn fá hér að sjá, eru að mínum dómi franskar myndir. I þeim er alltaf eitthvert efni og vit. Þær sýna oft verri hliðar mannkynsins, en mennirnir hafa gott af að sjá stundum lífið eins og það getur verið og í rauninni er. Hér á landi líður flestum vel. Þeir hafa nóg fyrir sig og sína, þótt auðn- um sé misskipt milli guðs jarðnesku barna. En lífið er ekki eintóm gleði og glaumur. Þetta vita Frakkarnir, og þeir vilja, að við fáum líka vitneskju um það. Þess vegna eru franskar myndir oft Þórunn Örnólfsdóttir er fædd 21. okt. 1937. Lögheimili í Reykja- vík. Stundar í vetur nám í 3. bekk Kvenna- skólans í Reykjavík.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.