Hvöt - 01.03.1953, Side 17

Hvöt - 01.03.1953, Side 17
H V Ö T 15 Hjörtur Gu'ðmundsson: EKKJAN sorglegar og enda átakanlega. En þær vekja oft samúðartilfinningu mann- anna, samúð með olnbogabörnum lífs- ins og kalla fram hið góða í sálum þeirra. Endir flestra annarra mynda, nema kannske helzt ítalskra, er oftast með sama sniði. Söguhetjan sigrar alla óvini sína og hjarta stúlkunnar, sem hann elskar, þ. e. a. s., sem hann elskar mest á því augnabliki, og varir þeirra mætast í nokkurra mínútna kossi. Það er ef til vill hægt að læra að kyssa af þeim og hvernig menn geti komið óvinum sínum fyrir kattarnef, en ekki annað. Það, sem einkennir auglýsingar amerísku myndanna eru orðin: æs- andi, hrollvekjandi, afar spennandi, bráðskemmtileg, sprenghlægileg o. s. frv. Líklega er verið að reyna að tæla fólk til að sjá þær myndir, sem vit- að er, að ekki muni mikið sóttar. Bezt er því að fara lítið eftir dag- blöðunum, þegar menn ætla að eyða síðasta skildingnum í bíó á laugar- dagskvöldi, láta sér aðeins nægja að sjá, hvaða mynd er í hverju bíó og hverjir leika. Menn láta oft blekkjast af skrum- inu. Það hefur víst lítið gott verið sagt um kvikmyndirnar í þessum þætti, en í raun og veru er ég fegin því, að þær skuli hafa verið fundnar upp. Þær geta dregið úr tóbaks og áfeng- isnautn unglinganna, og þær veita manni oft skemmtilega kvöldstund á drungalegu vetrarkvöldi. Ég sé þau enn og sá í gær þau silfurskœru tár, er falla niSur hennar hvarm og hylja nakin sár. Mér gleymist ei sú gjörla sjón, er grýtta treö ég braut, áð margur berst við sára sorg, vi8 syndir, böl og þraut. ViS fátœkt mikla upp hún ólst og enga menntun hlaut. Þau merktu hana kjörin kröpp, unz krafta hennar þraut. Hún missti ungan manninn sinn mörgum börnum frá, en enginn rétti hönd né hjálp í hreysiS litla þá. Svo voru börnin burtu flutt í bernsku móSur frá, og hljóS hún kvaddi hópinn sinn í hinzta skipti þá. ÞaS féllu tár um föla kinn, hún fann live smá hún var, en enginn kom og kvaddi liljóSs í kofa ekkjunnar. Ég sé í anda hreysiS hljótt, ég heyri ekkju mál. Hún harmar blessuS börnin sín og bernsku þeirra tál. Ég sé um nætur sýnir oft, ég sé hins veika táir. Ég heyri gráit og harmakvein, er hylja nakin sár.

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.