Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 26

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 26
24 H V ö T Stúlkan og ljóðið Hún var lýrisk eins og ljóðið ljóðið sem dó. Kvæðið mitt var kvöldbæn kveðið í ró. Um lýrisku stúlkuna litlu og ljóðið sem dó. Mig hrifu hennar ljósu lokkar, er léku ótt. Nú eru draumarnir dánir, þeir dóu í nótt. Mín bernskuvon er brostin, hún brast svo skjótt. Um lýrisku stúlkuna litlu og ljóðið sem dó í nótt. Hjörtur Guðmundsson. Hverjir voru fluttir? Einu sinni sátu nokkrir ungir menn á járnbrautarbiðstofu í Englandi, og voru að tala um bindindi og bindindis- félög. í sama bili kemur lögregluþjónn inn með fanga, sem handjárn höfðu verið sett á. I herbergi þessu sat einnig prestur, sem hlustað hafði á samræð- ur ungu mannanna. Nú gekk hann til lögregluþjónsins og sagði: Hvert er álit yðar á bindindi, herra minn?“ Lög- regluþjónninn svaraði: „Hið eina svar, sem ég get gefið yður, er þetta: Ég hef aldrei flutt einn einasta bindindismann til fangahússins York Castle og heldur ekki til betrunarhússins í Whatefield. Þýtt. Um ástina Vegna hreinnar ástar til saklausrar, ynd- islegrar stúlku er dásamlegt að geta öllu fórnað. Virðing, fé og frægð. Hvers virði er slíkt án ástar. — Pope. Ég skil ekki. — Ég elska. — Tennyson. Stjörnurnar eru dýrð himinsins, vegna þess að þær hafa elskað. Margurite de Novarre. Hvílík guðsgjöf hefur fallið þeim manni í skaut, sem elskar konu, sem er bæði góð- lynd og fögur. — Octave Uzanne. Ekkert er fegurra en draumur hinna ungu um ástina. — Moore. Fögur kona getur alltaf leyft sér að vera eins og hún á að sér. Henni verður fyrir- gefin sérhver heimska. — Balzac. Við þiggjum dýrmætustu gjafirnar af þeim, er hafa ekkert annað að gefa en sjálfa sig. Neil Munroe. Þýzki heimspekingurinn, Oswald Spengler, framdi sjálfsmorð 1936, þá 58 ára gamall, í mótmælaskyni við naz- isma. Kenning hans var: menningin rís og hnignar. Sameiginlegt með mönnum og fisk- um er, að fiskarnir synda hugsunar- laust um sjóinn og mennirnir ráfa hugs- unarlaust um í tilverunni. Dásamlegast af öllu er að vera sak- laus stjarna á himni. Hvar sem maðurinn er, og hvert sem hann fer, er hann alltaf einn.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.