Austri - 18.12.1986, Blaðsíða 18
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
18
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Sendum bestu óskir um
GLEÐILEG JOL og farsælt komandi ár.
Þökkum samskiptin á liðnu ári.
Lögfræðistofa Arna flalldórssonar
tljarðarhlíð 9, Egilsstöðum
★
FjöltæHni sf.
Eyjargötu 9, © 91-27580, EeyhjawíH
★
5Hipatrygging Austfjarða
flöfn Momafirði
★
öúmmíbátaþjónusta Viggósöígfinnssonar
flesHaupstað
★
MEKA hf. - listsmiðjan
EHemmuwegi 8, Hópawogi S 91-72244
★
lJélaleiga öigurðar Þórarinssonar
Miðási 51, Egilsstöðum
★
Leiguflug 5werris Þöroddssonar
FeyHjawíH
IjjólbarðawerHstæðið Eellabæ
S 97-1179
★
Werslunin 5Hógar
Egilsstöðum & 97-1250
★
Kaupfélag 5töðfirðinga
5töðwarfirði og BreiðdalswiH
★
Olíufélagið hf.
Umboðsmaður:
Óla Björg Magnúsdóttir, Seyðisfirði
★
J. HINRIKSSON HF.
Súðarvogi 4, 104 Reykjavík
Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559
LYKILL
Reyðarfirði - Sími:4199
★★★★★★★★
*************************************************
JÓLAMINNING
Hann sá til þess að
þau pössuðu fyrir mig
Mig langar að segja ykkur rúm-
lega þrjátíu ára jólaminningu.
Sjálfri finnst mér að hún hljóti að
vera stórum eldri, svo mikið hefur
lífið breyst síðan. Það er ef til vill
hollt að hugsa stundum til liðinna
stunda, svo við skiljum betur hve
hröð breyting hefur orðið, þó við
séum oft óþolinmóð með ástand
líðandi tíma.
Forsaga jólaminningarinnar var
sú að við hjónin, sem höfum búið
á Akureyri, fluttumst í fæðingar-
sveit mína, keyptum þar eyðijörð
og reistum nýbýli. Þetta var auð-
vitað alger bylting í lífi okkar.
Þetta var sannarlega eyði-
jörð; það voru engin hús eða girð-
ingar, en tóftir um allt. Það var
sannarlega nóg að gera. í íbúðar-
húsið fluttum við þegar það var að
mestu ber steinninn, en smám
saman var haldið áfram með bygg-
ingu þess. Bústofninn var lítill, svo
ekki var hægt að hafa lifibrauð af
honum. Við bjuggum í nágrenni
þorps og fyrsta haustið okkar í
sveitinni fékk maðurinn minn
vinnu við vélagæslu í frystihúsi í
þorpinu, en þar voru líka rafmagns-
vélar fyrir þorpið. Vinnutíma hans
var þannig háttað að hann vann frá
kl. 4 e.h. til miðnættis. Hann gat
því séð um vinnuna við bústofninn
með vélagæslunni, nema að mjólka
einu kúna okkar á kvöldin, það
gerði ég.
Við áttum þriggja ára son og
vorum við ein öll kvöld. Foreldrar
mínir áttu heima í þorpinu og það
var um talað að við yrðum hjá þeim
á aðfangadagskvöld, því einmana-
legt yrði fýrir okkur tvö í sveitinni.
Nú leið að jólum, tíð var stirð, en
svo rann upp Þorláksdagur með
blindbyl, svo varla sá út úr augum.
Maðurinn minn fór á skíðum í
vinnuna, en þau voru mikið notuð
þennan vetur. Ég baukaði við jóla-
undirbúning og gáði þétt til veðurs,
en hélt þó áfram að segja syninum
frá dýrð jólanna og raula jólavísur
og sálma.
Aðfngadagurinn rann upp og ég
sá að snjór var mjög mikill. Nú
þurfti maðurinn minn að mæta í
vinnuna kl. 2 e.h. þar sem lagfæra
þurfti götuljós fyrir myrkur. Hann
þurfti síðan að vinna til kl. 2 e.m.
til að veita þorpsbúum lengri ljósa-
tíma vegna jólanna. Ég var sannar-
lega ekki í neinu jólaskapi þegar
hann var farinn. Ég dundaði við
tiltekt, en það var svo ótrúlega lítið
að gera. Ekki þurfti að bóna gólfin,
þau voru að mestu ber steinn, og
búslóðin okkar var að hluta til í
geymslu. Rafmagn höfðum við
ekki, vorum reyndar rafmagnslaus
í níu ár. Lamparnir voru þegar ný-
fægðir. Ekkert var að gera svo ég
tók prjónana mína. Sonur minn lék
sér á gólfinu, og spurði „hvenær
koma jólin mamma?“, og ég fór að
skilja að það yrði erfitt að láta hann
finna hátíðleik jólanna. Þriggja ára
barn á engar jólaminningar. Við
áttum ekkert jólatré og ekki
myndu kertaljós vera mjög hátíð-
leg, því að í rafmagnsleysinu var
stundum kveikt á kertum. Ekki
myndi jólamessan í útvarpinu
heldur virka mjög hátíðlega á
þriggja ára barn.
Þetta voru mín fyrstu jól í sveit-
inni og ég sá fram á að þau yrðu
frábrugðin þeim jólum sem ég
hafði áður lifað. Það var kominn
kökkur í hálsinn, en ekki yrði það
til að bæta ástandið að fara að
skæla. En áður en það yrði, voru
útidyrnar opnaðar og yngri bróðir
minn snaraðist inn. Hress í bragði
heilsaði hann, bað um mjólkur-
fötuna og sagði mér að meðan hann
mjólkaði skyldi ég búa okkur til að
koma með sér út í þorp.
Ég kingdi kekkinum, bjó okkur
og hafði til jólafötin okkar. Bróðir
minn bar svo drenginn á háhesti og
ég gekk í sporin hans. Það var ekki
erfitt, hann sá til þess að þau
pössuðu fyrir mig.
Þegar við komum heim til for-
eldra minna rétt um kl. sex mættum
við jólunum í dyrunum — þar var
bjart, þar var hlýtt, jólailmur í lofti
og kveikt á jólatrénu. Nú skildi
sonur minn litli að jólin voru
komin.
Á.J.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★