Austri - 18.12.1986, Blaðsíða 46
46
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
RÖGNVALDUR ERLINGSSON:
Besta
Jólagjöfín
Hann stuggar við fénu, sem á
leið hans verður upp með ánni.
Þetta er þverá, sem kemur ofan af
heiðinni og fellur í djúpu gljúfri
með fossasöng og flúðahvissi og
það eru þröngir strengir og djúpir
hyljir milli fossanna í ánni.
Hundurinn, sem með honum er,
hleypur í féð og geltir svo það
hrekkur við og tekur á sprett niður
hjallana. Það hefur gránað til fjalla
um nóttina svo féð er flest neðan
við brúnir. Það er stillt veður en lít-
ilsháttar kul, þykkskýjað loft, sjá-
anlega úrfelli og vaxandi veður í
nánd.
Hann geispar, hefur sofið illa um
nóttina, kvíðir fyrir deginum. Ef
hann kæmi nú bara að bænum
hlýjum, hugsar hann, þegar hann
kæmi heim í kvöld. Hann veit þó,
að bærinn verður kaldur, því heima
er enginn til að hlýja hann upp.
Auðvitað átti hann að vera hættur
þessu helvítis einyrkjahokri fyrir
löngu. Það var svo ömurlegt að
koma alltaf að bænum köldum.
Hann hafði líka verið vanur fjöl-
menni, alinn upp á mannmörgu
heimili. Nei, þessi 5 síðustu ár
höfðu verið svo hræðileg. Það var
víst örugglega best fyrir hann að
hætta þessu helvítis hokri. En þetta
hafði hann sagt á hverju hausti, já
sagt það við sjálfan sig, á hverju
hausti þegar kólna fór í tíð og vet-
urinn að nálgast. Samt var hann hér
enn, líklega yrði hann hér þar til
hann geispaði golunni. Það yrði
víst erfiðara og erfiðara að rífa sig
frá þessu hokri eftir því sem hann
greri hér fastar niður.
Hann nemur staðar til að hvíla
sig, það hefur reynt mikið á þol
hans og krafta að ganga upp fj allið.
Þessi síðustu 5 ár hafa líka rúið
hann öllum þrótti. Kannski fór
líkamleg og andleg heilsa saman,
það var margt sem benti til þess.
Hann sest niður í skjóli við klett.
Það setur fljótt að honum. Hann
hefur svitnað svo á göngunni upp á
heiðina og verður því strax að rísa
á fætur og fara að berja sér. Hund-
urinn stendur líka á fætur, horfir á
manninn, en sest strax aftur. Fyrir
honum er það orðið svo hversdags-
legt að horfa á húsbónda sinn láta
svona.
Veðrið færist í aukana með birtu
dagsins. Þó aðeins hafi hlýnað í
veðri, þá hefur bæði vindur og úr-
felli aukist og úrfellið er krapi en
hvorki hrein rigning eða snjór.
Þetta er versta veður sem hægt er
að fá til smalamennsku.
Allt í einu kemur hreindýrskýr
fram undan barði rétt hjá, með síð-
borinn kálf á eftir sér. Kálfurinn er
í sumarhárum og nærri kollóttur.
Maðurinn þrífur riffilinn, tekur ör-
yggið af honum. Honum finnst að
hann verði að farga kálfinum. Vet-
urinn yrði honum örugglega svo
erfiður, já dræpi hann úr sulti. Að
vísu vissi hann að beljan myndi
taka sér kálfsmissirinn nærri, en
þannig var lífið, miskunnarlaust á
stundum. Allt í einu lítur kýrin á
manninn, sér að riffillinn hreyfist í
höndum hans. Hundurinn hefur
lagst niður, lætur lítið á sér bera,
bíður með eftirvæntingu, vanur
veiðum. En kýrin stendur kyrr, þó
hún sjái manninn hreyfast. Nokkra
stund horfast þau í augu, maðurinn
og móðirin. Hann er hættur að
sigta á kálfinn, en kálfurinn tekur
eftir manninum og verður hræddur
Samvinnufélag
útgerðarmanna
og
Olíusamlag
útvegsmanna
Neskaupstað
ósha viðsKiptavinum sínum
og Austfirðingum öllum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs,
með þöKK fyrir viðsKiptin
á árinu sem er að líða.
og hleypur upp að hlið móður
sinnar.
„Hvers vegna hika ég?“ hugsar
hann. Hann sér að kálfurinn felur
sig bak við móður sína. „Er ég að
verða algerður aumingi?" Móðirin
myndi berja af börðunum fyrir
kálfinn um veturinn. En hann vant-
aði kjöt til að gera sér dagamun.
Að vísu veit hann að hann er
hættur að gera sér dagamun. Kálf-
urinn er smár, myndi ekki þurfa
mikið til að lifa af veturinn. En
hann þurfti nú ekki mikið kjöt
heldur, einn í heimili.
Aftur grípur hann riffilinn og fer
að sigta á kálfinn en um leið
hverfur kýrin niður fyrir ölduna, án
þess að hann nái að taka í gikkinn.
Einhver ólýsanleg tilfinning grípur
hann. Það er eins og af honum létti
fargi. Það var gott að kýrin náði að
forða kálfinum. Vonandi boðaði
það blessun. Hann er að hugsa um
að setjast niður aftur, en hættir við
það og gengur af stað.
Þegar fram á daginn kemur
versnar veðrið enn. Úrfellið eykst.
Hann verður strax gegnblautur.
Hann reynir því að hlaupa við fót
til að halda á sér hita, en þá kemur
strax þreytan yfir hann. Já, þreyt-
an, magnleysið og vonleysið. Það
er varla eðlilegt að hann, tæplega
fertugur maðurinn, sé svona út-
haldslaus til gangs. En hann þekkir
ástæðuna, eða það heldur hann.
Og hann þrammar áfram í
þungum þönkum. Vatnið er farið
að spýtast upp úr skónum hans og
hann er orðinn það dofinn í fót-
unum að hann finnur varla til
þeirra. Og allt í einu er hann
staddur við Kristínarkílinn í heið-
inni. Hér hafði, endur fyrir löngu,
grasakona sem Kristín hét,
drukknað. Já, það gat verið erfitt
að komast yfir Kristínarkílinn. Það
þekkti hann vel. Já, það þekkti
hann alltof vel. Hér höfðu örlög
grasakonunnar verið ráðin og hér
hafði einnig sá örlagaríki atburður
gerst, fyrir 5 árum, sem breytt hafði
lífi hans sjálfs og hann myndi seint
gleyma. Hann fór aldrei hér
framhjá, jafnvel ekki þótt kíllinn
væri hulinn svo fönn, að hvergi sæ-
ist móta fyrir honum, að sá at-
burður kæmi ekki fram í hugann.
Nei, því miður. Þarna var steinninn
þar sem hesturinn hafði hrasað, svo
hann hafði dottið fram af honum og
brákað fótinn. Hann þekkti enn
steininn. En sem betur fór hafði
honum tekist með því að beita sig
hörðu, fóturinn hafði dofnað, að
draga sig upp á hestinn aftur og
komast heim. Nú myndi hann ekki
treysta sér til slíkra átaka, nei. Nú
var líka kíllinn sakleysislegur að
sjá, hálf þurr. — Og þetta hafði
gerst á svo miklum annatíma að
konan hafði ekki treyst sér til að
vera ein og þar sem allir, er hann
þekkti, voru tepptir í vinnu þá
hafði hann ekki haft um neitt að
velja. Nei, bara neyðst til að taka
þennan orðlagða grip, manninn að
sunnan, í tvær vikur. Það hafði
heldur aldrei hvarflað að honum
neinn efi um tilfinningar konunnar
til sín. Þau höfðu þekkst allt frá
barnæsku. En kvöldinu er hann
kom heim af sjúkrahúsinu myndi
hann aldrei gleyma. Nei, en hann
var svo oft búinn að rifja þetta upp
í huganum að sem betur fer komu,
nú orðið, aðeins erfiðustu augna-
blikin fram í hugann. Já, aðeins
það sem hann myndi aldrei gleyma.
Shell-
á Austurlandi
senda 3tarfefólKi sínu og
viðsKiptavinum
bestu ósKir um gleðilegjól
og farsæld á Komandi ári.
þöKKum samstarfið
og viðsKiptin
á árinu sem er að líða.
En það var Lilla. Hún Lilla dóttir
þeirra hjónanna sem erfiðast hafði
verið að skilja við og hann hafði
saknað mest. Og það hafði verið
barnið, Lilla, barnið sem sagt hafði
honum frá því að þær færu báðar
með manninum til þorpsins, sjálf
hafði konan ekki haft kjark til að
gera það. Hann stappar niður fót-
unum, vill hætta að hugsa um
þetta. Þetta kvöld er byrjað að fjar-
lægjast úr huga hans. Já, mesti
sársaukinn farinn að mildast með
árunum.
Hann er þó ennþá ákveðinn í að
segja ef konan kemur aftur og
biður hann fyrirgefningar. „Nú get-
urðu séð um þig sjálf, ég þarf enga
hjálp.“ Hann veit þó að það er lygi.
Það er hatrið sem leggur honum
þessi orð á tungu. Já, hið tilgangs-
lausa hatur sem er búið að gera
hann að þeim ræfli sem hann nú er
orðinn. Því vegna hatursins og
vonar um að konan komi aftur, svo
hann geti sagt þessi orð við hana,
hefur hann hangið við þennan ein-
yrkjabúskap fram á þennan dag.
En haustið eftir hafði hann, eins
og oft áður, farið með lömbin til
þorpsins og þá hafði Lilla heimsótt
hann í sláturhúsréttina. Hann hafði
ekki séð hana frá því þær höfðu
horfið til þorpsins um haustið. En
hann hafði frétt á skotspónum að
þær byggju einar í litla gamla hús-
inu í þorpinu, sem varla var hægt
að telja mannabústað, hélt vart
vatni og alls ekki vindi. Maðurinn
að sunnan, hann, já, hann hafði
aðeins verið stundargestur. Staðið
stutt við. Gleymst fljótt öllum
nema honum og svo kannski kon-
unni. Hann þekkti það ekki.
En allt frá þessu hausti hafði
hann gefið Lillu slátur og greitt vel
í reikning hennar hjá kaupfélaginu
fyrir jólin. Konuna hafði hann
aldrei séð, en þó frétt að hún væri
orðin föl á vangann. En það var nú
svo mörgu logið í þessu þorpi. Það
gat þó verið satt, þótt hún hefði
alltaf verið feitlagin.
Til eins dags á ári hlakkaði
hann meira en til jólanna. En hann
var nú líka hættur, að mestu, að
gera sér dagamun eða hlakka til
jóla. En þessi dagur, það var dag-
urinn er Lilla heimsótti hann í
sláturréttina á haustin.
í dag var víst aðfangadagskvöld
samkvæmt dagatali. Það breytti
þó engu fyrir honum, hann hafði
ekkert tilhald í kvöld. Nei, til þess
yrði hann allt of þreyttur, jafnvel
þó hann hefði verið því vanur, sem
ekki var. Á heiðinni er ekkert að
sjá nema hvíta fannbreiðu hvert
sem litið er. Alls staðar snjór, já,
ekkert nema snjór að sjá. Engin
skepna er á flóanum austan við
Gilsárvötn. Það er víst best að snúa
hér við, reyna að ná fénu sem í
fjallinu var í hús. Það gat verið taf-
samt fyrir einn eins og veðurútlit
var að verða. Veðurspáin hafði líka
verið ljót og raunar sá það hver
maður að illviðri myndi vera í að-
sigi. Já, dimmir og þögulir dagar
framundan.
Allt í einu tekur hann eftir hvar
margir hrafnar fljúga í ótal hringi í
loftinu framar á heiðinni. Þarna
hlýtur einhver skepna að vera lífs
eða liðin, hugsar hann, og hraðar
för sinni fram ölduna. Hrafnarnir
eru farnir að gerast aðgangsharðir,
stinga sér oft niður. Kannski er
þetta leikur hjá þeim en þó líklega
ljótur leikur. Og fremst á öldunni,
undir stórum steini, stendur ær
með lamb. Lambið er svo brynjað
af klaka að það getur ekki hreyft
sig, er hálf skorðað milli steina,
ósjálfbjarga. Móðirin er með
þynnri ull og því óbrynjuð og ekk-
ert teppt og getur farið hvert sem er,
.en hún hreyfir sig hvergi, stendur
bara þarna og ver lambið fyrir
hröfnunum.
Hann brýtur brynjuna af lamb-
inu. Það er sem betur fer ómeitt en
dasað og það yrði örugglega taf-
samt að koma því heim. Það