Þjóðhátíðarblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 5

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 5
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: íÞRÓTTARÁÐ VESTMANNAEYJA Vestmannaeyjum 9. ágúst 1936. íQ? Fylgt úr hlaði. I tilefni af 45 ára afmæli íþróttastarfsemi í Vestmannaeyjum, hefir Iþróttaráð Vestmanna- eyja ákveðið að gefa út blað það, sem hér kem- ur fyrir almenningssjónir. Það er engin tilvilj- un, að þjóðhátíð Vestmannaeyja er valin til út- gáfu blaðsins og það látið draga nafn af henni, því að eins og öllum er kunnugt er hún fyrst og fremst hátíð íþróttamanna hér í bæ. íþrótta- félögin gangast árlega fyrir þessari hátíð og í sambandi við hana fara ávalt fram allskonar íþróttasýningar og keppni í svo að segja öllum greinum íþrótta. Til blaðsins hefir verið vandað svo sem unnt er, lagt í mikinn kostnað, einkum vegna mynda, sem eru mjög dýrar. Þá hafa fróðir menn verið fengnir til þess að skrifa í blaðið og einkum ver- ið lögð áherzla á að fá sem mest, er snertir sögu íþróttanna hér og íþróttastarfsemi fyrr meir. Þess er því fastlega vænst, að almenningur létti undir útgáfu blaðsins eftir getu, með því að kaupa það og lesa. Með ósk um gleðilega hátið. I. R. V. Vœntanlegir þátttakendur í bœjakeppninni. Efri röð: Jón Jónsson, Hafsteinn Snorras., Bjarni Magnússon, Júlíus Snorra- son, Daníel Loftss., Aðal- steinn Gunnlaugss., Björn Sigurðsson, Karl Guð- mundsson, Vigfús Ólafs- son, Karl Jónsson. Neðri röð: Sigurður Guð- laugsson, Sveinn Ársæls- son, Ásmundur Steinsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Erlendsson. 5

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.