Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Page 14

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Page 14
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐIÐ 193 6 Akureyrarför K. V. 1396 Lagt var af stað héðan aðfaranótt þess 8. júní kl. 1 með v.b. Mugg áleiðis til Stokkseyrar Kvöddu okkur á bryggjunni nokkrir velunnar- ar íþróttanna hér í Vestmannaeyjum. Þar á meðal Georg Gíslason, kaupm., sem undanfarin 24 ár, eða allt síðan 1912, er Vestmannaeying- ar kepptu fyrst í knattspyrnu í Reykjavík, hef- ir undantekningarlítið verið með í öllum ferðum, sem 1. fl. knattspyrnumanna hafa farið héðan. Veður var ágætt til að byrja með. Hæg aust- an eða suðaustan gola. Bjuggust sjáanlega all- ir við góðu leiði og fljótri ferð til Stokkseyrar og voru menn því almennt í góðu skapi. um við leiknum, og ekki aðeins voru þeir, sem lasnir voru fyrir og gátu lítið notið sín í leikn- um, alveg frá eftir leikinn, heldur voru flestir meira og minna beiglaðir og sumir orðið að ganga úr leik á tímabili, meðan á leik stóð. Við áttum að keppa næst við ,,Fram“, en þar sem aðeins sjö menn úr liðinu treystu sér aftur út á völl, hinir meira og minna meiddir, varð að hætta við að keppa frekar. Fórum við svo heim með næsta póstskipi, og sögðum okkar farir ekki sléttar. —--------- Þannig endaði fyrsta för K. V. til Reykja- víkur. Að vísu var það engin sigurför, en ísinn var brotinn. Við höfðum sannfærst um, að með góðri æfingu mundi verða hægt að ná sigri. Það hefir líka sýnt sig síðar, bæði í knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum. Markmið K. V. er og verður: að iðka knatt- spyrnu og frjálsar iþróttir af svo miklum áhuga, að við stöndum á sporði hinum hæfustu íþrótta- mönnum höfuðstaðarins. Með bættri aðstöðu getum við náð því marki. Keppum öll að því. Georg Gíslason. Þegar kom vestur fyrir Eyjar hvessti dálítið svo að báturinn tók nú til að velta. Eftir því sem mér skildist á skipverjum hét þetta ágætis veður, en var samt nóg til þess, að þeir okkar, sem ekki voru slíkir vanir, fóru að verða óeðli- lega fölir. Sjóveikin hafði gagntekið þá, sem henni voru kunnugir. Tóku sumir þann kostinn að fara undir þiljur og láta þar fyrir berast. Aðrir, sem töldu sig hraustari, stóðu á dekkinu og skiluðu því út fyrir borðstokkinn, sem þeir ekki sáu sér fært að halda niðri. Allt undir dynjandi söng þeirra, sem heilbrigðir voru. Til Stokkseyrar komum við um kl. 5. Var þá tekið til óspilltra málanna og lokið við það, sem eftir var af nestinu, sem haft var með að heim- an. Um sex-leytið var lagt af stað með bíl til Reykjavíkur. Þangað komum við þó ekki fyrr en kl. 10 um morguninn, með því að komið var við í Skíðaskálanum og drukkið þar kaffi. Frá Reykjavík var lagt af stað með bíl áleið- tii Akureyrar að morgni þess 9. júní. Var ekið fyrir Hvalfjörð og staðnæmst hjá Ferstiklu. Komum við þangað kl. 1 og var þar borðaður miðdegisverður. Held ég að flestir okkar hafi verið fegnir að fá að stíga þar út úr bílnum, þar sem leiðin fyrir Hvalfjörð reyndist, eftir því sem síðar kom í ljós, lang-erfiðasti hlutinn af veginum norður. Ákveðið hafði verið, áður en lagt var af stað frá Reykjavík, að gista á Blönduósi yfir nótt- ina. Var klukkan orðin um 11 um kvöldið, er við komum þangað, og var þá ekið heim til Kolka læknis og konu hans, sem áður höfðu boðið öllum flokknum til kvöldverðar. Vorum við þarna í bezta yfirlæti til kl. 1 um nóttina. Vil ég hér nota tækifærið og votta þeim hjónum þakklæti okkar allra fyrir þetta rausnarlega boð og þær hlýju viðtökur, sem við mættum á heimili þeirra. Frá Blönduósi var svo lagt af stað kl. 8 morg- uninn eftir (10. júní) og komum við til Akur- eyrar kl. 6 sama dag. Þar tóku á móti okkar formenn íþróttafélaganna og fylgdu þeir okkur 14

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.