Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 11
Þ JÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐIÐ 1936
aldurs, er hann fór til Reykjavíkur að læra
ljósmyndasmíði og bókband hjá Sigfúsi Ey-
mundssyni.
Að því námi loknu fluttist hann til Eyja og
dvaldi hér nokkur ár, unz hann fluttist aftur
til Reykjavíkur og bjó þar. Stundaði hann þar
ljósmyndasmíði á sumrum, en bókband að
vetrinum til. Hafði hann afráðið að flytja aftur
hingað til Eyja vorið 1906, en í janúar það ár
lagðist hann í lungnabólgu, sem leiddi hann til
bana 15. janúar 1906.
Friðrik var ágætur sundmaður og æfði sig
kappsamlega í þeirri íþrótt, í Reykjavík, í
laugunum þar, sem þá þóttu góðar, en mundu
nú þykja óhæfilegar sökum ills aðbúnaðar. Þær
voru þá líkari forarvilpu en sundlaug, en sjór-
inn var einnig við hendina, hlýrri en hér, og
notaði Friðrik hann, þegar færi gafst, og þeg-
ar hann kom aftur hingað 1891 kenndi hann
hér sund í þrjú ár og er Friðrik því fyrsti
sundkennari, sem sögur fara af hér í Vest-
mannaeyjum.
Það bar snemma á því, að Friðrik skaraði
fram úr að líkamlegu atgerfi. Hann var meðal
sterkustu unglinga hér samfara óvenju liðug-
um líkama, enda varð hann fljótt afbragðs
fjallamaður.
Þá var það venja hér, að unglingar iðkuðu
mjög glímur og bar Friðrik þar af flestum.
Þessa íþrótt stundaði hann kappsamlega eftir
að hann kom til Reykjavíkur. Þar var hann í
glímufélagi, sem þeir þrír stóðu að: Séra Helgi
Hjálmarss., fyrrum prestur að Grenjaðarstað,
Fnðsteinn Jónsson, faðir frú Ágústu, konu Har-
aldar Jónassonar hér í bæ, og svo Friðrik. Var
þar haldin kappglima vetur einn í Goodtempl-
arahúsinu og hlutu þessir þrír þá verðlaun fyrir
fagra og góða glímu.
Með Friðrik Gíslasyni féll í valinn einhver
hinn ágætasti íþróttamaður og brautryðjandi
á því sviði, sem hélt uppi heiðri Eyjanna bæði
í orði og á borði.
Har. Eiríksson.
Íþróttalíf í verbúðum
um síðustu aldamót.
Það var fremur dauft yfir íþróttalífi í ver-
stöðvum hér sunnan lands fyrir 30—40 árum,
en þó voru þá helzt iðkaðar glímur, enda hefir
íslenzka þjóðin lengst af haft þær í hávegum.
En glímur komu varla til greina framan af
vetrarvertíð og var það einkum veðráttan, sem
hamlaði því að útiskemmtanir væru háðar.
Þess í stað voru ýmsar íþróttir og leikir iðk-
aðir inni og voru þessar þær helztu: „Að brynna
álftum“, „Jáma hana Pertu“, „Sækja smjör í
strokk“, „Flá kött“ og fara í krók eða
krumlu.
Nú vil ég reyna að lýsa tveim þeim leikjum,
sem ég taldi upp fyrst, og gæti ég trúað, að
mörgum þætti gaman að sjá unga menn
spreyta sig á þeim.
„Að brynna álftum“ var gert á þann hátt,
að kaðall var bundinn um skammbita í verbúð-
inni, voru lykkjur á báðum endum og löfðu
endarnir niður í hnéhséð frá gólfi. Síðan steig
maður sínum fætinum í hvora lykkju, beygði
sig niður að gólfi og tók í munninn einhvern
hlut, sem látinn var á gólfið, svo var þyngsta
þrautin að rétta sig upp, en þá varð mörgum
á að steypast yfir sjálfan sig.
„Að jáma hana Pertu“ var í því fólgið, að
kaðall var strengdur milli tveggja stólpa með
nálægt 4 álna millibili. Sá, sem ætlaði að „járna“
settist á kaðalinn með útrétta fætur, krosslagða
á kaðlinum, hafði hann prik í hendi og með því
átti hann að slá 16 högg á tærnar á sér og
við hvert högg átti hann að segja: „rek ég
einn“, „rek ég tvo“ o. s. frv., þangað til allir
16 naglarnir voru reknir.
Margir vildu velta af baki áður en þessi
þraut var leyst, en sá, sem gat það varð að
taka skeifnasprettinn á hryssugreyinu á eftir,
en til þess varð hann að leggja á hana reiðtýgi
11