Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 17
Þ JÓÐHÁTlÐ ARBLAÐIÐ 1936
StMcLkejppnL
í VjestmoMœjeifjwn.
Þegar sundlagin hér var
íullger síðastliðið ár, sá 1
R. V. að nauðsynlegt var
að gera eitthvað til efling-
ar sundíþróttinni og vekja
áhuga á margþættri sund-
kunnáttu. Beitti ráðið sér
því fyrir, að gefnir voru
þrir verðlaunagripir, til þess
að keppa um þá í sundi,
og var um þá keppt síðastliðið haust.
1. farandgripur, stytta, skorin út í birki af
Bjama Guðjónssyni. Gefendur eru Iþróttastarf-
semin í Vestmannaeyjum og nokkrir íþrótta-
vinir. Keppa skal um grip þenna árlega og
hlýtur sá, er hann vinnur, sæmdarheitið: Sund-
kappi Vestmannaeyja. Til þess að vinna grip
þenna þarf sá að synda samanlagðan stystan
tíma — þó innan 12 mínútna — á 100 metra
bringusundi, 100 metra baksundi og 300 metra
ARNI TH. JÓHANNESSON,
1. Sundkappi Vestmannaeyja.
SUNDLAUGIN 1 VESTMANNAEYJUM
sundi með frjálsri aðferð. Auk þessa verður
sá að sýna, að hann kunni björgunarsund og
geti bjargað manni á minnst 25 metmm.
Sundafrek þetta vann Árni Th. Jóhannesson,
Sundkappi Vestmannaeyja.
2. Saumakassi, skorinn út í birki af Bjarna
Guðjónssyni, gefinn af Kvenfélaginu „Líkn“,
til verðlauna fyrir 50 metra sund fyrir konur,
með frjálsri aðferð. Sú, er vinnur gripinn, hlýt-
ur sæmdarheitið: Sunddrottning Vestmanna-
eyja. Sú, sem vinnur grip þenna
þrisvar í röð eða fimm sinnum úr
röð, hlýtur hann til eignar.
Sund þetta vann Svafa Markús-
dóttir, 1. Sunddrottning Vest-
mannaeyjum.
3. er farandgripur, Skjöldur, út-
skorinn í eik af Ríkarði Jónssyni;
gefinn af Slysavarnadeildinm Ey-
kyndill, til keppni í 50 m. stakka-
sundi fyrir sjómenn. Auk þess
verður sá að sýna björgunarsund
á minnst 25 metrum og hlýtur
sæmdarheitið: Stakkasundskappi
Vestmannaeyja.
Sund þetta vann Óskar Þor-
steinsson, 1. Stakkasundskappi
Vestmannaeyja.
SVAFA MARKÚSDÓTTIR,
1. Sunddrottning Vestmannaeyja.
17