Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 19

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 19
Þ JÓÐHÁTlÐ ARBLAÐIÐ 1936 Spjótkast : Aðalsteinn Gunnlaugsson, 48,60 m. (57,63 m., sett 1935). Spjótkast, beggja handa saman lagt: Friðrik Jesson, 84,02 m. (sami, sett 1931). Kringlukast : Júlíus S. Snorras., 38,21 m. (38,58 m., sett 1926) Kúluvarp : Júlíus S. Snorras., 11,16 m. (13,03 m., sett 1936) Sleggjukast: Karl Jónsson, 33,18 m. (sami, sett 1936). Eins og samanburður þessi sýnir, eiga Vest- mannaeyingar nú 6 íslenzk met og má það gott teljast, þar sem aðstaða er jafn örðug til íþróttaiðkana og hér er, en úr þessu á nú að bæta á næstu árum, með því að farið er nú að vinna að hinum nýja íþróttavelli, og hlýt- ur þá aðstaðan að batna til muna. Annað er það, sem einnig háir okkar íþróttamönnum, og það er skortur á kennara, en úr því verður ekki hægt að bæta fyrr en íþróttavöllurinn er fullgerður. Við eigum hér mörg mjög efnileg íþróttamannaefni, sem eflaust mundu komast langt með góðri kennslu og reglulegri æfingu. Þess vegna, ungu menn, verið áhugasamir fyrir því, sem þið takið ykkur fyrir hendur; æfið kappsamlega þá íþrótt, sem þið hafið mest yndi af; komið ætíð drengilega fram, eins og sannir íþróttamenn. Drengjamet eiga Vestmannaeyingar í þrí- stökki, Magnús Guðmundsson, 12,50 m., og stangarstökki, Olafur Erlendsson, 3,10 m. I.R.V. og I.R.R. hafa komið sér sama um, að efna til íþróttakeppni milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, á það að vera bæjakeppni og taka þátt í henni 2 menn frá hvorum bæ, í hverri íþrótt. Keppt verður annað. árið hér í Vestm.eyjum, en hitt árið í Reykjavík, og verð- ur fyrst keppt hér 14. og 15. ágúst, í sambandi við Þjóðhátíðina. Mótið má ekki standa lengur yfir en tvo daga. Keppt verður í þessum íþrótt- um: 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 5000 m. hlaupi, 4 X 100 m. boðhlaupi og 1000 rn. boðhlaupi. Hástökki, stangarstökki, langstökki og þrístökki. Spjótkasti, kringlukasti, kúluvarpi og sleggjukasti. — Ekki má sami maður taka þátt í meir en þremur íþróttagreinum á mót- inu, auk boðhlaupsins. Bezti árangur, sem náðst hefir í Vestmanna- eyjum í sundi, síðan sundlaugin tók til starfa hér og farið var að keppa í henni, er sem hér segir, (íslenzk met í svigum): 5 0 m. sund, frjáls aðferð: Vigfús Jónsson, 32 sek., 1935 (30,4 sek.). 10 0 m. s u n d, frjáls aðferð: Eyjólfur Jónsson, 1,33,2 mín., 1936 (1,8,7 mín.). 100 m. bringusund: Vigfús Jónsson, 1,30,4 mín., 1935 (1,29,7 mín.). * 50 m. baksund: Vigfús Jónsson, 43,5 sek., 1935. 50 m. stakkasund: Óskar Þorsteinsson, 1,07,3 mín., 1936. 4X40 m. boðsund: Knattspymufélagið Týr, 2,05,2 m., 1935. 5 0 m. sund, frjáls aðferð, konur: Erla Isleifsdóttir, 41,4 sek., 1936 (39,2 sek.). Mörg efnileg sundmannaefni eigum við nú hér í Vestmannaeyjum, og má það ótvírætt þakka sundlauginni og þeirri kennslu, sem menn njóta þar, svo og áhuganum, sem hér er fyrir þessari íþrótt. Sundmenn og konur, verið kappsöm að æfa, og þið munuð sjá, að það mun hafa góðan árangur í för með sér. K. J. 19

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.