Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 12

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 12
Þ JÓÐHÁTÍÐ ARBL AÐIÐ 1936 Fyrsta Reykjavíkurför K. V. Eftir að Björgúlfur Ólafsson læknir, sem þá var hér sundkennari, hafði kennt nokkrum nem- endum sínum o. fl. knattspyrnu, vaknaði mikill áhugi ungra manna hér fyrir þeirri íþrótt og var hún iðkuð af miklum áhuga næstu ár á eftir. Sögðu þeir, sem vit höfðu á og séð höfðu knattspyrnu í Reykjavík, að við hér stæðum og girða gjörðina en það gerði hann með því að taka prikið undir fæturna á sér. Tækist honum nú þetta varð hann að „spenna reiðann“ með því að hafa handaskifti á prikinu fyrir aftan bak, en það reyndist venjulega þyngsta þrautin, sem oftast endaði með því að hryssan henti riddaranum af baki og var þá oft hlegið dátt að óförunum. Þegar leið fram yfir sumarmál skemmtu menn sér í landlegum við glímur, burtreiðar, handahlaup, við að „sækja smjör í strokk" og „ríða til páfans“. o. fl. í bændaglímu voru venju- lega tveir beztu glímumennirnir valdir og nefnd- ir heimabændur. Þeir voru foringjar og völdu sér liðsmenn á víxl, eftir að hafa varpað hlut- kesti um hver mætti velja fyrst. Stundum var líka skift liði á þann hátt, að bændurnir völdu sér sinn vestishnappinn hvor og létu svo liðs- menn kjósa hvorn hnappinn þeir vildu kjósa, en þá vildi stundum verða mikill liðsmunur og misjafnt mannval. Var svo glímt af kappi, því allir vildu sigra, en það var bót í máli fyrir þann sem féll, að hann átti von á að sín yrði hefnt í næstu glímu. Á þessu gekk oftast þar til ekki stóðu uppi nema heimabændumir og var þá oft langur atgangur og harður, því að mikið lá við að halda velli, enda voru góðir glímumenn í hávegum hafðir meðal vermanna. Enda ég svo þessar línur og bið góðfúsan lesara að taka viljann fyrir verkið. S. O. þeim lítt að baki og ættum eins góða einstak- linga eins og þeir. Það vaknaði því áhugi fyrir því, að reyna sig við þá og árið 1912 var ákveð- ið að fara og taka þátt í Knattspyrnumóti Is- lands. Var nú æft af kappi og voru þessir valdir í aðalliðið: Ágúst Eiríksson (f), Árni Gíslason, Árni J. Johnsen, Árni Sigfússon, Ársæll Sveinsson, Eyjólfur Ottesen, Georg Gíslason, Jóhann A. Bjarnasen, Jón Ingileifsson (t), Steingrímur Magnússon og Sæmundur Jónsson. Kvöldið áður en lagt var af stað, var komið saman á vellinum og þótti ekki ráðlegt að æfa af kappi, svo enginn heltist úr lestinni. Var einkum skotið á mark o. þ. u. 1. Þó vildi svo slysalega til, að tveir beztu framherjarnir, Jó- hann og Árni Gíslason meiddust þá báðir. Ann- ar fékk brákuð ristarbein, en hinn svo vont iriar á legg, að skera varð í um kvöldið. Þótti nú illa á horfast og var rætt um, að hætta við förina. Þótti flestum að það mundi verða misjafnlega lagt út, og þar sem við höfð- um nokkra daga hvíld í Reykjavík, áður en kappleikir byrjuðu, var ákveðið að fara í þeirri von að þessir menn gætu keppt með. Jónsmessudagur rann upp með sólskini og austan andvara, og „Perwie“ kom á réttum tíma. Hún átti að koma við á Stokkseyri og var því farið landleiðina þaðan til Reykjavíkur. ,,Perwie“ dvaldi nokkuð hér, eftir að við komum um borð. Við vorum fullir af ferðahug og leiddist biðin. Meðal farangurs voru nokkrir baggar af hertum þorskhausum. Nokkrir okkar, sem höfðu heyrt að harðæti væri gott við sjó- veiki fannst það tilvalin dægradvöl, að rífa sér kjamma. En þó hausarnir væru vel merktir, vissum við ekki hver var eigandinn, en Pétur hét hann. Okkur kom saman um að hægt mundi vera að bæta honum skaðann, og fengum okkur 12

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.