Þjóðhátíðarblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 6

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 6
Þ JÓÐHÁTÍ Ð ARBL AÐIÐ 1936 Íþróttalíf og íþróttafélög í Vestmannaeyjum eftir Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarstjóra. Vestmannaeyingar hafa allt af verið meðal fremstu íþróttamanna hér á landi. Sérstaklega hafa þeir á öilum öldum skarað fram úr öðr- um landsmönnum í einhverri vandasömustu og hættulegustu íþrótt, sem menn hafa brugðið fyrir sig. Á ég þar við bjargsig með ýmsum hætti (lærvaður, hnoðaburður. o. fl.), og að fara laus í hamra. Munu fáir leika eftir hin- um beztu fjallamönnum þær fjallaferðir. Það er ekki á færi annarra en hinna kjörkuðustu og þrekmestu manna sum þau sig, sem hér voru og eru farin. Það má minna á það, að tveir af þeim þremur mönnum, sem fyrstir fóru upp i Eld- ey við Reykjanes og lögðu veginn upp á eyna, voru Vestmannaeyingarnir Ágúst og Stefán Gíslasynir frá Hlíðarhúsi. Meðan fiskveiðar voru stundaðar á opnum skipum stóðu Vestmannaeyingum engir á sporði við siglingar og skipstjórn í stórsævi. Fór svö mjög orð af þ»eim, að ’þeir voru ráðnir í til annarra héraða, til þess að kenna monn- í um þar þessar íþróttir sínar. I öðrum íþróttum munu þeir ekki heldur 1 hafa staðið öðrum landsmönnum að baki. Það er kunnugt, að á 19. öldinni voru hér góðir sundmenn, eins og t. d. Jónas Bjarnason í Miðhúsum og Olafur D. Benediktsson í Hjalli. Glíma var einnig iðkuð hér all-mikið og hafa eflaust verið hér góðir glímumenn, fyrrum, þó litlar sögur fari nú af því. I landíegum á vetr- arVertíðum voru jafnan háðar miklar bænda- glímur á Stakkagerðistúni og á Skansinum. ; ■ Aðrar íþróttir voru einnig iðkaðar hér. T. d. svo nefnt bringustökk, sem ekki þekkist annars staðar. Var það eins konar stangar- ■ stökk. Það var iðkað með þeim hætti, að sá, sem stökk, fór upp á hæð eða vegg og setti all-langa. stöng fyrir bringu sér. Fleygði hann sér síðan á stönginni eins langt og hann orkaði. Þótti þetta góð íþrótt og skemmtileg og var mikið tíðkuð í landlegum, einkum ofan við Skipasand. Voru þar miklir öskuhaugar, og því mjúkt að koma niður. All-mikið var hér gengið á öndrum. Jón Jónsson í Gvendarhúsi var mjög leikinn í því. Gekk hann iðulega á yngri ár- um á háum öndrum heiman frá Gvendarhúsi niður í Sand. Svo var honum þessi íþrótt í merg runnin, að um áttrætt lék hann hana enn með ágætum. Sá ég hann einu sinni skömmu áður en hann dó leika þetta. Um miðja síðustu öld voru hergöngur og skotfimi iðkuð mikið, meðan við naut Kohl sýslumanns, sem stofnaði hér herflokk árið 1854. Fóru heræfingar fram daglega, þangað til hann dó árið 1860. Eftir lát Kohl dofnaði yfir æfingum þessum og voru þær algjörlega lagstar niður árið 1872. Um íþróttaiðkanir bundust menn hér fyrst félagsskap, þegar stofnað var Glímu- og sund- félag Vestmannaeyja 7. jan. 1894. Voru stofn- endur félagsins 16 menn, sem lært höfðu sund hjá Friðrik Gíslasyni í Hlíðarhúsi, á hverju sumri frá því árið 1891, að hann hóf hér sundkennsíu fyrir tilstilli bjargráðanefndar. Hvatamaður að stofnun félagsins var Sigurð- ur Sigurfinnsson, hreppstjóri, og formaður þess meðán það starfaði. Æfði félag þetta glímur og sund um nokkur ár, en starfsemi þess féll niður árið 1897, eftir að það hafði starfað um f jögra ára skeið. Sérstaklega hafði félagið lagt stund á glímu, sem Friðrik Gíslason kenndi einnig, en tvö fyrri starfsár félagsins var sundið einnig æft af kappi. Sumarið 1903 kenndi Björgúlfur Ólafsson læknir hér sund. Kenndi hahn unglingum og fullorðnum mönnum jafnframt knattspyrnu og er þá fyrst að sú íþrótt er iðkuð hérna. Að hans tilhlutan var þá stofnað Fótboltafélag Vestmannaeyja. Sýndi félagið knattspyrnu á Þjóðhátíðinni þá um sumarið. Þetta félag er ennþá starfandi., en var síðar skýrt upp og 6

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.