Morgunstjarna - 01.02.1933, Blaðsíða 9

Morgunstjarna - 01.02.1933, Blaðsíða 9
5- FYRSTA DVÖL MÍNÍSVEIT. Arið 1927 fór ég í sveit í fyrsta sinn og var Þá 7 ára. Ég lagði af stað á uppstigningardag með Suðurlandinu upp í Borgarnes, Það var enginn á skipinu", sém ég Þekkti, en pabbi bað einlivern fyrir mig og vísaði hann mér til Vigfúsar gestgjafa í Borgarnesi. Vigfús tók vel á móti mér og útvegaöi mér far með bíl upp að Hvíta, Þá var brúin ekki komin og fórum við á ferju yfir ána. Ferjan :enti móts viö Hvítárvelli og gengum viö Þangað, Þar hitti ég bóndann, sem ég átti að fara til. Svo fórum við á hestum Það sem eftir var ferðarinnar, og hossaðist ég^mikið, Því Þetta var í fyrsta sinn, sem ég fór á hestbak. Bærinn, sem ég fór að heitir Ausa og er næsti bær:. viö Hvanneyrí í Borgai’firði. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég fór í sveit og var ég Því mjög hrifinn af að sjá kýmar, kindurnar, hestana og fuglana og heyra kvakið í Þeim, Því ég hafði aldrei heyrt eins mikinn óm fyr. Eg var Þarna hjá frænku minni, sem bauð mér að vera Þar um' sumarið. Eg hafði hlakkað mikiö til ferðarinnar og varö ekki fyrir neinum vonbrigðum, Því ég var mjög hrifinn af sveitinni og sveita- lífinu. Eg starfaði lítið Það sumar, sótti kýrnar og færði kaffiö út á engjar Þegar farið var að slá. Einar G. Guðgeirsson. FERÐASAGA. Einn sunnudag í fyrravetur fórum viö nokkrir drengir og telpur gang- andi suður á Álftanes með unglingafélaginu Þröstur. Þeir Sigurður Thorlac skólastjóri og Aðalsteinn Sigmundsson kennari voru með í förinni, og stýrf henni. Við lögðum af stað klukkan 8-|-, og gekk ferðin vel, Þó að smjór væri, Því við vorum komin^klukkan rumlega ellefu. Við komum að bæ, sem bróðir skólastjórans býr á. Þar fengum við að Þurka fötin okkar, og borða nestið, og svo var okkur gefið kaffi á eftir. Síðan gengum við heim að Bessastöðum og skoðuðum kirkjuna að innan. Við vorum nú nokkra stund á Bessastöðum. Síöan var símað til Reykjavíkur, og pantaöir tveir bílar, og á meðan vorum við að gera hitt og Þetta, Þangað til bílamir komu, Þá fór-

x

Morgunstjarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunstjarna
https://timarit.is/publication/1485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.