Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 2

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 2
IJtgeíandi: Samtökin 78. Pósthiílf 416(> 124 Re.vkjavík «l r felum» kemur út fjórum sinn- um á ári. Verð i lausasölu : 40 kr. eintakið. Verð í áskrift: 120 kr. fyrir fjögur tölublöð. Að blaðinu unnu: Guðni, Ketill Magnús, Olafur. Ragnhildur, Rúnar og Þorvaldur. \ i stablað kemur út iapríl 1983. Offsetprent prentaói Eftir nokkurt hlé hafa Samtökin 78 aftur fengið húsnæði undir starfsemi sina. Það er að Skóla- vörðustíg 12, Reykjavik og hýsir flestöll fundarhöld okkar og þar er opið hús einu sinni í viku. Þangað eru menn velkomnir til að koma og spjalla yfir kaffibolla eða kók. Ef ykkur finnst það erfið tilhugsun að banka uppá án þess að þekkja nokkurn þá væri ráð að hringja fyrst í síma Samtakanna og mæla sér mót við þann sem þið talið við í opnu húsi. Opnunartímar eru þessir: Skrifstofa og upplýsingar,fimmtu- dagakl. 17-19. Opið hús, laugardaga kl. 16-18. Þá er i ráði að halda sérstaka kynningarfundi fyrir nýja félags- menn yfir vetrarmánuðina. Á þeim fundum bjóðum við alla þá velkomna sem óska eftir að koma til starfa með okkur. Menn geta þá skipað sér í starfshópa um áhugasvið sín eftir því sem þrek, hugrekki og áhugi leyfa. Hér má nefna starfshópa um blaðaútgáfu, skemmtanahald, fræðslufundi með skolum og félagasamtökum og hvað annað sem menn telja málefnum okkar homma og lesbía til framdráttar.Þá hvetjum við alla nýja félagsmenn til að reyna að koma á fót grunnhóp (basis- grúppu) þar sem menn hittast reglulega til að ræða sín mál og reyna að læra af reynslu hvers annars. Kynningarfundir fyrir konur eru haldnir fyrsta virkan mánudag í hverjum mánuði kl. 20. Kynningarfundir fyrir karla eru haldnir fyrsta virkan þriðjudag í hverjum mánuði kl.20. I nokkur ár hafa Samtökin '78 haft símaþjónustu. Hún er einkum hugsuð sem tengiliður við allt það fólk sem ennþá er í felum eða þá sem ekki hafa gert upp við sig hvar þeir standa i til- finningamálunum. Öllum er nefnilega frjálst að hringja og ræða það sem liggur þeim á hjarta og þeir ráða þvi hvort þeir segja til nafns eða ekki. Mörg okkar sem starfa i Samtökunum höfum stigið fyrsta skrefið með því að hringja og ræða líf okkar og tilfinningar við fólk sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum homma og lesbía. Sum okkar höfum hringt nokkrum sinnum til að spjalla áður en við hertum upp hugann og hitt- um okkar líka augliti til auglitis. Símatíminn er á þriðjudögum milli kl. 18-20 og á laugardögum milli kl. 14-16. Simanúmerið er 91-28539. Eitt lítið simtal og þú hefur stigið fyrsta skrefið Fræðslu og kynningarfundir eru einn þáttur í starfi Samtakanna 78 Þetta starf hefur einkum farið fram í skólum og eru það nemend- ur eða einstakir nemendahópar er hafa beðið okkur um að koma i heimsókn. Á þessum fundum kynnum við starf okkar litillega en leggjum aðaláherslu á opnar um- ræður um hvað það sem menn fýsir að ræða. Einnig viljum við benda á að ef hommar og lesbiur í hópi nemenda eða kennara verða fyrir aðkasti eða ofsóknum i skól- anum fyrir tilfinningar sinar þá er tilvalið að fá nokkra félaga sam- takanna okkar til liðs við sig og halda fund. Við viljum hvetja nemendur og skólastjórnir um allt land til að efna til umræðufunda um lif lesb- ía og homma í skólum sínum. 2

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.