Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 27

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 27
Hvorn kysi ég heldur? Mér lýst betur á þann sem situr hægra megin og sendi honum koss. Um leið uppgötva ég mistökin. Ég er ekki í Marokkó. Ég er i Glasgow. Báðir þjóta á fætur, eins og þeir hafi orðið fyrir raflosti og stara á mig gegnum bílrúðuna. Ég horfi skelfdur á þá og síg niður í sætið. Þó ég horfi ekki beint á þá, sé ég að þeir eru langt frá því að vera ánægðir á svipinn. Andskotinn. Hvers vegna kviknar ekki græna ljósið? Báðir strákarnir hlaupa í áttina að framdyrunum á vagnin- um. Ef þeir komast inn, þá drepa þeir mig. Þeir eru liklega með hnífa. Þeir reka mig i gegn. Til allrar hamingju kviknar græna ljósið í tæka tíð og vagninn fer af stað, en sú huggun dugir skammt. Strákarnir byija að hlaupa á eftir vagninum á ógn- vekjandi hraða og senda mér klúr- ar bendingar. Vagninn fjarlægist þá hægt og ég anda léttar, en allt í einu bremsar hann snögglega. Köttur. Köttur álpast út á miðja götuna. Skiptu þér ekki af honum. Keyrðu yfir hann ... Ég naga neglurnar skelfingu lostinn á meðan strákarnir nálgast Vagnstjórinn setur í gír. Guði sé lof. En einhvern veginn klúðrar hann því og á meðan hann er að baksa við gírinn, hlaupa báðir strákarnir að framdyrunum og banka. Og þó þetta sé ekki stoppi stöð, þá hleypir vagnstjórinn þeim inn af góðmennsku sinni Þeir borga fargjaldið og ganga rólega aftur eftir vagninum i átt- inatilmín. Eg sit aftast í vagnin- um, rétt við neyðarútganginn svo ég gríp eina möguleikann sem ég hef. Eg tek í handfangið og ýti, en handfangið er ryðgað og hurðin opnast ekki. Það var svo sem við þessu að búast. Helvítis strætis- vagnarnir. Þeir setjast i næstu sæti, sitt hvoru megin við mig. Þeir segja ekkert, stara bara á mig. Tilfinningar mínar eru blendn- ar. Annars vegar er ég dauð- hræddur. Hins vegar æsa þessir grimmu strákar mig kynferðis- lega. Annar þeirra er dökkhærður og með fallegan munn. Hinn er ljóshærður með ísblá augu. Það var hann sem ég sendi þennan móðgandi koss. Þeir halda áfram að stara á mig og smá von vaknar í brjósti minu. Getur það verið að þeir séu hommar? Er það mögu- legt? «Ertu kynvilltur?» spyr sá ljós- hærði. «Ég? Nei.» «Hvers vegna sendirðu mér þá koss?» Ég hlæ vandræðalega. «Ég er bara með slæman kæk.» Sá ljóshærði kýhr mig í mag- ann. Ég sit samanhnipraður um stund og nudda á mér magann og reyni mitt besta til að fá súrefni í lungun. Það gengur illa. «Þú ert helvitis kynvillingur,» segir sá dökkhærði. Þú ert helvít- is kynvillingur, helvitið þitt.» Auk vina minna tveggja er ég eini farþeginn i vagninum. Útlitið ersvart. Ég reyni að vekja athygli vagnstjórans með því að kalla og biðja um hjálp, en hljóðin sem koma úr barkanum eru likust hneggi. Sá dökkhærði hlær að þessari tilraun minni og slær mig utanundir. Mér heyrist eitthvað bresta en er ekki viss. Þá spyr hann um seðlaveskið mitt og ég rétti honum það og strýk um kjálk- ann með hinni hendinni. «Þú mátt taka peningana mína ef þú lætur mig í friði,» heyri ég sjálfan mig segja. (Ég hef alltaf verið hræddur við líkamlegan sárs» auka). «Heyrðirðu þetta, Jim,» segir sá ljóshærði. «Já .» Sá ljóshærði tekur mig hálstaki. «Við ætlum að taka alla pening- ana þina hvort sem er, vinur.» Sá dökkhærði gefur sér góðan tíma til að rannsaka veskið og á meðan heldur sá ljóshærði háls- takinu og starir í augun á mér. Hann hefur falleg augu en þau eru algerlega laus við alla hlýju. Ekkert haf. Ekkert sólskin. Ekkert í þessum hörðu augum nema kald- ir múrveggir og regn. Vagninn nemur staðar á stoppistöð. «Finnst þér ég sætur, kynvill- ingur ?» spyr hann. «Nei.» «Hann lýgur, helvítis kynvilhng- urinn,» segir sá dökkhærði. Ég er viðbúinn næsta höggi en á því augnabliki birtist bjargvættur í gervi lögregluþjóns. «Forðum okkur, Kenny. Lögg- an.» «Ég er ekki búinn að afgreiða hann.» «Flýtum okkur...» Þeir lita báðir með fyrirhtningu á mig og sá dökkhærði hendir veskinu í mig. «Við eigum einhvem tíma eftir að ná þér,» segir Kenny. «Þú skalt ekki sleppa, helvitis kynvillingurinn þinn,» segir Jim. Og þeir fara út úr vagninum. Það sem eftir er leiðarinnar sit ég og stari út um gluggann. Ég er með kökk í hálsinum og stingandi verk i augunum. Kaldlyndu, harðbrjósta skepnur. Kjálkinn á mér virðist brotinn. Þegar ég opna munninn fer sársauka- straumur um andhtið. Og hvað hef ég gert til að verðskulda slíka meðferð ? Fyrir tíu mínútum virt- ust öll vandamál min úr sögunni. Og nú hafa fordómamir og sárs- aukinn, sem ég þekkti áður en ég fór til Marokkó, komið aftur í ljós. Ég verð að kingja oft til að forðast grátinn. Ég fer úr vagninum á endastöð- inni og burðast með þunga tösku og handfarangur. Tveir menn ganga fram hjá mér og hlæja grófum hlátri. Fjandinn hirði þessa ömurlegu borg. Fjand- inn hirði Glasgowbúa. Á sama augnabliki uppgötva ég að dökk- hærði strákurinn hefur liklega tekið aha peningana mina og lik- legakemstégekkiheim. Ég opna veskið mitt. Ekkert. Af fimmtán pundum hefur hann ekkert skilið eftir. Tárin spretta fram og nú kæri ég mig kohóttan. Ég sit á töskunni og lít sorgmæddur á veskið mitt á meðan tárin og regn- ið streyma í smálækjum niður kinnarnar. Ég er kominn heim til Glaseow. En biðum við. Neðst i veskið hefur verið troðið krumpuðum pundseðli. Hann hefur skihð eitt pund eftir handa mér. Hvers vegna? Og þegar ég hugsa um það, hvers vegna lét hann mig eig- inlega fá veskið aftur ? Ég slétti úr seðlinum. Það er eitthvað skrif- að á hann, auðsjáanlega hripað niður i miklum flýti. «Jim MacLennan. 37 Southlea Drive, Easterhouse. (Bý einn). Sími 602 5476. Mér þykir þetta leitt vinur.» Ketill Guðmundsson þýddi. 27

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.