Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 8
f
ftl Hommar og lcsbíur efndu lil mólmælaslöðu við Alþingishúsið á fullveldisdaginn. Þau voru að minna á samþykkl þingmannafundar F.vrópuráðsins um af-
nám misréttis í sinn garð, og andmæla auglýsingahanni sem samtök þeirra hér á landi hafa verið sell í úlvarpi. Tímamvnd: Róberl
LESBIUR
HOMMAR
MÓTMÆLI
1. DESEMBER
1982
Stokkhólmur:
Hommar og
lesbíur með
fund við ísl.
sendiráðið
Stokkhólmi, 1. desvmber. Frá frétta-
ritara Mbl. (audfmnu Kagnarsdótlur.
HOMMAR og lesbíur mótmæltu í
dag vid sendiráð íslands i Stokk-
hólmi meðferð íslenzkra stjórnvalda
og íslenzks útvarps á íslenzkum
hommum og lesbíum. Það voru sam-
tök þeirra, sem berjast fyrir kynferð-
islegu jafnrétti, sem stóðu fyrir mót-
mælunum.
Lítill hópur þeirra safnaðist
saman við íslenzka sendiráðið með
kröfuspjöld sem á stóð meðai ann-
ars: „Stoppið niðurlægjandi með-
ferð íslenzka útvarpsins á hornm-
um og lesbium" og „Sömu aldurs-
takmörk við kynmök lesbía og
homma og gagnstæðra kynja“.
Mótmælendahópurinn kallaði
fram mótmæli sín í kór og dreifði
kröfublöðum til vegfarenda. Síðan
var sendiherra íslands, Benedikt
Gröndal, afhent mótmælaskjal til
íslenzku ríkisstjórnarinnar.
Þar er þess krafizt að íslenzka
ríkisstjórnin aflétti banni íslenzka
útvarpsins á að nefna lesbíur og
homma í fundarauglýsingum og
tilkynningum sem beinast til þess-
ara hópa.
„Aðgerðir ríkisútvarpsins
skerða tjáningarfrelsi minni-
hlutahóps og möguleika hans á að
taka á móti upplýsingum. Þetta er
skýlaust brot á tjáningarfrelsinu
og brot á Mannréttindaskrá Sam-
einuðu þjóðanna,“ segir í mót-
mælaskjali samtakanna. Samtök-
in benda einnig á, að Evrópuráðið
hafi í október 1981 mælzt til þess,
að aðildarlöndin kæmu á sömu
aldurstakmörkunum við kynmök
fyrir alla hópa, en á Islandi er ald-
urstakmarkið átján ára fyrir
homma og lesbíur en sextán ára
fyrir aðra.
iHróóleikur og
JL skemmtun
fyrirháa sem lága!
8.