Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 28
á (JCUtcUlHK
Kæra Blíða!
Eftir að hafa gengið í gegnum
hjónaband og alið börn hef ég nú
fyrst um þrítugt horfst í augu við
að ég er lesbia. Já, ég hef meira
að segja orðið innilega ástfangin
að konu og fengið tilfinningar
minar endurgoldnar þótt ekki yrði
hún nú eilif, ástin sú. - Þegar ég
var skilin við manninn minn og
farin að geta glaðst yfir þeim til-
finningum sem ég hafði áður
skammast mín svo fyrir, þá fannst
mér um tíma ég hafa himin hönd-
um tekið en nú verð ég að játa að
það renna oft á mig tvær grímur.
Ekki svo að skilja að ég hitti ekki
oft sætar og skynsamar konur sem
ég gæti hugsað mér að kynnast
nánar. En vandinn er sá að ég fæ
varla frið til að nálgast þær tyrir
karlmönnum. Einkum eru það karl
menn, sem ég þekki frá fyrri tíð,
karlmenn sem ég hef kannski sofið
hjá einhvern tíma í fyrndinni og
setjast nú éð mér eins og mý á
mykjuskán þégar þeir hitta mig á
skemmtistöðum eða i partíum og
vita að ég er fráskilin. Nú er ég
orðin nógu hugrökk til að segja
þeim eins og er, að ég hafi kosið
að lifa lífinu sem lesbía en á því
taka fæstir þeirra minnsta mark.
Þeir líta á þetta sem einhvetjar
kenjar í mér og að hlutverk þeirra
sé að koma fyrir mig Vitinu með
því að sýna mér hvað ærlegur
karlmaður geti í rúminu. Þegar ég
sé hvernig margir indæhr kunn-
ingjar mínir frá fyrri tí '' breytast i
tilfinningasljóa rudda þá liggur
mér beinlínis við að ö ænta um
framtiðina. Oft imynd; ég mér að
allt væri miklu auðvel iara ef við
lesbíur gætum komið saman og
rætt um reynslu okkar, mér finnst
ég oft svo hræðilega ein á báti.
Sú fráskilda.
Kæra «fráskilda»!
Nei, þú ert svo sannarlega ekki ein
á báti. Flestar ef ekki allar lesbíur
hafa kynnst þessum viðhorfum
karlmanna á einn eða annan hátt.
Því miður virðist lítið við þessu að
gera, við verðum bara að horfa
bjartsýnar fram á við og vona að
viðhorfin breytist smám saman.
Mikilvægast er það þó að lesbíur
skuli í æ ríkara mæli viðurkenna
eðli sitt, bæði fyrir sjálfum sér og
öðrum. Eftir þvi sem það verður
algengara, hljóta aðrir að fara að
gera sér grein fyrir að lesbíur eru
ekki konur sem hafa verið svo
ógæfusamar að hafa aldrei hitt
«góðan» karlmann, heldur konur
sem er það eðlilegt að elska aðrar
konur. Ég óska þér til hamingju
með hugrekki þitt, það þarf tölu-
vert til að horfast í augu við þá
staðreynd að blekkingin i hjóna-
bandinu getur ekki gengið til leng-
dar. f þvi efni mættu margar lesb-
íur taka þig til fyrirmyndar.
Við lesbíur getum svo sannar-
lega hist og rætt reynslu okkar og
ég held að það sé hverri okkar
nauðsynlegt að við höldum hópinn
að einhverju leyti. í Samtökunum
' 78 eru þó nokkrar lesbiur og ég
trúi ekki öðru en að einhveijar
þeirra vilji ræða við þig og aðrar
sem eiga í svipuðum vanda. En
við byggjum ekki upp sjálfsörygg-
ið á einum degi. Því finnst mér við
ættum að taka aðferðir kvenna-
hreyfingarinnar til fyrirmyndar og
stofna grunnhóp (basisgrúppu)
þar sem við hittumst reglulega og
ræðum líf okkar og reynslu, og
gera það vel að merkja án þess að
drekka fyrst í okkur kjark. Mundu
að styrkur okkar er að miklu leyti
fólginn í fjölda okkar.Ég hvet þig
til að bætast í hópinn.
Blíða
Vandamál? Spurningar? Geðillskukast?
Bliða leggur sig fram við að svara öllum
af einlægni. Utanáskriftin er: Bliða,
Pósthólf 4166, 124 Reykjavík. - Ekki er
verra að eiga Sval að, hann er stoð og
stytta karlmannanna. Svalur hefur
sama pósthólf og Bliða.
28