Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 3

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 3
I GÖÐURBYR Við í blaðhópnum sjáum ástæðu til þess að deila með ykkur lesend- um ánægju okkar með það hversu vel okkur tókst með útgáfu fyrsta tölublaðs. Framkvæmdin tókst vel að því leyti að margir lögðu hönd á plóginn, útkoma blaðsins vakti nokkra fjölmiðlaat- hygli, salan gekk vel og blaðið hlaut yfirleitt frekar góða dóma lesenda. Sem betur fer höfum við fengið nokkra gagnrýni á blaðið, og sjálf- sagt þó vægilegri en við í blað- hópnum höfum beitt okkur sjálf. Stærð og brot fyrsta blaðsins setti mjög þröngar skorður um lengd greina og uppsetningu. Nú og framvegis á að verða meira rúm fyrir langt lesmál og fleiri ljós- myndir. Enn fremur höfum við í hyggju að reyna að auka það efni blaðsins, sem höfðar beint til per- sónulegrar reynslu okkar lesbía og homma, t.d. með viðtölum og slíku. Blaðhópurinn. VÆGÐAR BEÐIST - ENGINN Á NEITT HJÁ OKKUR í>að ber æ oftar við að við lesbiur og hommar erum beðin vægðar. Fólk kveinkar sér undan okkur. Nú má þögnin, sem það notaði gegn okkur, sín einskis á móti orð- um okkar. En úr því að við þurf- um endilega að láta til okkar heyra, gætum við þá ekki sýnt þá tillitssemi að finna upp ný og áður merkingarlaus orð yfir okkur, svo að það geti litið svo á að verið sé að byrja frá grunni? Það þótti einkar skáldlega mælt þegar fundið var upp á því á ensku að tala um «ást þá er ekki dirfðist að segja til nafns,» enda gengust menn undir þetta kynslóð eftir kynslóð, þótt ótrúlegt sé. Um ástæður til þess þarf að skrifa langa grein í Ur felum. En þessu mátti alltaf treysta, að við segðum ekki til nafns. Því að hvers má sá sín, er ekki dirfist að segja til nafns? Einskis. - En lesbiur og hommar erum við, lesbíur og hommar skulum við heita. «Ég hef ekkert á móti ykkur, það eru bara þessi orð sem mér fellur ekki við.» Orðin eru sígilt tuttug- ustu aldar alþýðumál íslenskt, en svona reyna margir að komast fram hjá þvi að horfast í augu við eigin fordóma, hvaða orð sem um okkur væru höfð. Það sem átt er við er þetta: «Þið eruð ágæt og þið eigið ykkar rétt, og þið eruð ekki það sem mér kemur i hug þegar lesbíur og hommar eru nefnd og leyfið mér að hafa mínar hugmyndir um lesbíur og homma í friði.» - Þeim sem er fordómafull- ur er ekkert eins ögrandi, ógnandi og yfirþyrmandi og að neyðast til þess að horfast í augu við eigin fordóma. Þeir, sem kveinka sér mest undan því hve við tölum tæpitungulaust eru einmitt ný- frjálslyndir, laumuhommar og laumulesbíur Það kemur úr hörðustu átt þegar á að fara að biðja okkur um vægð, að sýna tillitssemi og umburðar- lyndi og viðurkenna rétt annarra (til þess að fá að hafa fordómana i friði). Það á enginn neitt inni hjá okkur. Við gerðum engum greiða með því að hlífast við að nefna okkur réttum nöfnum. Hér gagn- ar engin tæpitunga og skrautyrði. Hér þýðir ekkert að breiða yfir. Hér verður hver að moka út hjá sér. Guðni Baldursson. KOSNINGAR FRAMUNDAN Ur landsmálunum fréttum við að líklega verði kosið tvisvar til al- þingis í ár, og þá þurfum við lesbí- ur og hommar að gaumgæfa hvernig atkvæðum okkar verður best varið. Á þingum margra landa sitja lesbiur og hommar, sem komið hafa úr felum, og jafn- vel komist á þing vegna þess. Hér er þessu ekki til að dreifa. Það liggur í augum uppi, að við lesbíur og hommar aðhyllumst mismunandi stefnur og skoðanir, eins og aðrir. Hins vegar hljótum við að spyrja okkur, hvort ekki sé ástæða til þess að einbeita okkur að því að fá framgengt vissum lág- markskröfum okkar með sameig- inlegu átaki, áður en við dreifum kröftunum með tilliti til annarra mála. Gætum við sameinast um eftir- farandi afstöðu? I kosningum i ár styðjum við þá framboðsaðila er styðja opinberlega jafnréttisbar- áttu lesbía og homma. Að loknu því kjörtímabili, er hefst í sumar eða haust, styðjum við þá aðila eina, er hafa lesbíur og homma í framboði í væntanlegum sætum. Guðni Baldursson. 3

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.