Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 4

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 4
Hiuvi íliMcdttin vid — — Hwllwldmvtf ? Hér á dögunum hitti ég gamla vin- konu mína og spurði hún mig spjörunum úr um það hvernig mér gengi að lifa lífinu á íslandi eftir nokkurra ára fjarvistir i útlöndum. M.a. sagði ég henni þá frá því að- kasti sem ég hefði orðið fyrir sem opinn hommi í Reykjavik. «Já», segir hún og i augunum bregður fyrir gamalkunnri hlýju í minn garð, «kannski það sé best að hafa það eins og hann...»Og hún nefnirnafn homma sem við þekkj- um bæði. «Þótt ég viti hvar hann standi þá talar hann aldrei um hvatir sínar frekar en þær væru ekki til. Enda er það eðlilegt, ekki tala ég um mitt kynlíf.» - Ég finn bræðina blossa upp í mér og eitt andartak er mér efst í huga að svara skætingi. Svo svara ég að þótt homminn sitji vissulega i titt- lingnum á mér þá sitji hann ekki síður í hjartanu. Hún sé í rauninni að hvetja til þess sem fæstir het- erósexúalistar láti bjóða sér': Að þegja dýpstu og heitustu tilfinn- ingar sínar í hel. Það er rétt að aldrei tölum við um kynlíf hennar en aldrei dytti henni í hug að fara i felur með samband sitt við mann og börn. Hún talar mikið um til- finningar sínar til karla við mig og lái henni enginn, þær eru óaðskilj- anlegur hluti af sjálfsvitund henn- ar og í ástir sínar hefur hún sótt styrk til að lifa og starfa í samfél- agi við annað fólk. Þetta kann einhverjum að þykja augljóst mál og þvi lítill vísdómur. Engu að síður höfum við, sem elskum okkar eigið kyn, verið rænd réttinum til að gera ástir okkar og girnd að eðlilegum þætti persónuleikans. Við höfum verið rænd réttinum til að sækja þang- að styrkinn til að lifa og starfa með öðrum mönnum. f þessu felst lika kjarninn i allri baráttu lesbía og homma. Að mínu viti er það bar- áttan fyrir því að geta tjáð ástir sínar á opinn og blygðunariausan hátt án þess að þurfa að óttast sví- virðingar og ofsóknir annarra. Það er baráttan fyrir því að koma úr felum. En til að koma úr felum þarf talsvert meira átak en til að lyfta litlafingri. Stundum finnst mér að margir opnir hommar og lesbíur geri fulllítið úr þessu átaki þegar þau líta til baka og hlaupi þá hratt yfir þetta skeið í lífi sínu. Ástæð- urnar eru sjálfsagt margvíslegar. Við upplifum t.d. svo óumræði- legan létti við hvert það skref sem við stígum til opnara lifs að okkur þykir best að bæla niður og gleyma fortið auðmýkingar, felu- leiks og sjálfsfyrirlitningar. En menn verða að þekkja sögu sina, muna fortið sina og hafa vilja til að segja öðrum frá henni - ekki sist þeim sem eiga eftir að ganga sömu leið. Hún er löng, leiðin sem flestir 12 ára strákar og stelpur þurfa að fara áður en þau læra að nefna tilfinningar sínar réttu nafni og eignast félaga meðal sinna lika, - raunar allt of löng. AÐ FYRIRLÍTA SJÁLFAN SIG Ekki ætla ég að ljölyrða um þá kúgun sem umhverfið beitir okkur homma og lesbíur. Á flestum síð- um þessa blaðs má lesa um hana. Hins vegar er vert að minna á þann sannleika allrar kúgunar að hún fær ekki staðist til lengdar nema sá kúgaði geri viðhorf kúg- arans að sínum. Hvort sem um er að ræða gyðinga eða hómósexúal- ista, konur í karlmannasamfélagi eða verkamenn í auðvaldsþjóðfél- agi þá er styrkur kúgunarinnar ekki síst í því fólginn að þeir kúg- uðu geri gildismat og siðaboð kúg- aranna að sínum. Þannig hefur fyrirlitning umhverfisins á okkur hommum og lesbíum orðið að sjálfsfyrirlitningu okkar og uppi í kollinum á okkur hefur samfélagið komið fyrir lítilli lögreglu sem sér til þess að við villumst ekki af básnum sem það hefur ætlað okk- ur. Ef það skyldi hvarfla að ein- hveijum að stíga út úr honum þá lyftir löggan á efstu hæðinni vísi- fingrinum og segir: «Uss, ekki má.» Þannig eru flestar uppreisnir mannanna kæfðar i fæðingunni. Dæmin um slíka sjálfskúgun í lífi homma og lesbía eru nær óendanleg. Nærtækasta dæmið er það viðhorf sem ég lýsti í upp- hafi: Það gildismat, sem segir okkur að við hommar höfum ekki tilfinningar, hafa margir á meðal okkar gert að sinum. Þeir hafa aldrei látið sig dreyma um að rækta tilfinningasambönd við aðra homma hvað þá að leyfa sér að verða ástfangnir. Þeir hafa sett jafnaðarmerki milli lífsskilyrða hommans og lífsskilyrða tittlings- ins.Ég þekki meira að segja einn á meðal okkar sem telur okkur hommunum það til tekna að hafa bjargað mörgu hjónabandinu með því að sinna «sérþörfum» eigin- mannanna. Slík getur lítilþægni okkar verið þegar réttur tilfinning- anna er annars vegar. - f beinu framhaldi af þessu má minna á þá hómósexúalista sem telja sér það til dyggða að láta aldrei tilfinning- ar sínar í ljós við sina lika svo aðrir sjái til og hatast við þá sem gera það. Allt þetta fólk lætur prýðilega að stjórn litlu löggunnar sam samfélagið hefur sett þeim til höfuðs frá blautu barnsbeini. ÞEGAR HOMMAR LYFTA HÖFÐI En stundum gerast þau undur að 4

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.