Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 6
Með tryggan elskhuga sér við hlið I reynist mörgum auðveldara að
koma úr felum
örvæntingu. Gagnstætt öðrum
minnihlutahópum ölumst við upp
án nokkurra tengsla eða vitundar
um félagsskap og menningu ann-
arra homma og án minnstu þekk-
ingar á sögu okkar sem hlýtur að
vera forsendan fyrir skilningi á
gildi baráttunnar fyrir betra lífi.
Flestir kynnumst við öðrum
homum eftir að við erum orðnir
fullorðnir og erum því lengst af
ómeðvitaðir um siði og gildismat
okkar líka. «Eg er örugglega eini
homminn hérna í skólanum,» hef-
ur margur strákurinn hugsað i ör-
væntingu sinni. Fyrst eftir tíu ár
hittir hann kannski sessunaut sinn
úr grunnskólanum, stóra bróður
eða gamla skólastjórann sinn á
hommabar í útlandinu. Við þetta
bætist að fjölskyldan og skólinn
hjúpa líf og tilveru homma algerri
þögn. Ef ungur strákur leitar í
bókaskápinn i von um að fræðast
um tilfinningalíf sitt þá verða fyrir
honum «kynfræðslurit» og
«læknabækur» sem ræða mál
hans með nokkrum velvöldum orð-
um um sjúklegar hneigðir aftast í
þessum ritum. Ef hann er sá kjáni
að leita til foreldra sinna á hann
það á hættu að verða visað til sál-
fræðings eða læknis, því mannorð
fjölskyldunnar er nefnilega í veði.
Og þá eru ekki allir strákar jafn
heppnir og 15 ára kunningi minn
sem sendur var til sálfræðings
vegna «afbrigðilegra hneigða.»
Sálfræðingurinn sendi piltinn
heim aftur en krafðist þess að fá
foreldrana til viðtals við sig.
Annað skrefið er að reyna að
lifa í samræmi við þá sjálfsvitund
sem við höfum öðlast, við reynum
að ná sambandi við aðra homma,
umgangast þá og elska. Og fyrsta
tilraunin til að rjúfa einangrun
okkar á sér oftast stað á skemmti-
stöðum. En þessi leið er ekki auð-
veld fyrir ungan íslending þvi hér
eru enn engir opnir skemmtistaðir
þar sem hommar geta hist og
skemmt sér á eigin forsendum.
Þú verður nauðugur viljugur að
taka þátt í laumuspili sem oft er
ótrúlega auðmýkjandi enda ræður
þú minnstu sjálfur um framvindu
mála.
Þú stillir þér upp á einhverjum
skemmtistaðnum og reynir að ná
augnaráði annarra karlmanna.
Allt í einu er kominn maður upp
að þér án þess að þú hafir orðið
hans var. Þegar þröngin er mest i
kringum ykkur nuddar hann sér
upp við þig á þann hátt sem ekki
verður misskilinn. Ef þú ert ekki
þegar flúinn af hólmi þá fitjar
hann upp á minni háttar samtali
og spyr svo óðara hvort þú viljir
ekki koma með honum heim. Á
leiðinni út hugsar þú með örvænt-
ingu til allra þeirra blíðu og fall-
egu karlmanna sem þig hefur
dreymt um árum saman. Hvar
eru þeir i kvöld? Seinna finnst þér
best að muna sem minnst af þess-
ari nótt og kippi gestgjafa þínum í
kynið kveður hann þig gjarnan
með orðunum: «Svo manstu að við
þekkjumst ekki ef við hittumst ein-
hvers staðar á götu eða innan um
fleira fólk.» - Hann kann líka að
vera einn af þeim sem stingur upp
á þvi að þið hittist oftar og ef þú
spyrð í einfeldni þinni hvort hann
þekki aðra homma sem þú gætir
kynnst þá hummar hann svarið
fram af sér. Það er nefnilega hag-
ur hans að halda við einangrun
þinni og sjá til þess að þú leitir
ekki til annarra en hans.
Það er því engin furða þótt
margir islenskir hommar upphfi
það sem hálfgerða opinberun að
ferðast í fyrsta skipti erlendis og
hitta þar aðra homma á kaffihús-
um börum eða skemmtistöðum
þeirra. Þar hefur margur íslend-
ingurinn fundið fyrsta vísinn að
félagsskap og vináttu meðal
homma.
Þeir skipta tugum þúsunda,
hommarnir sem lifa á þann hátt á
íslandi sem lýst hefur verið hérna.
En langflestir þeirra eru nánast
ósýnilegir. Fáeinir þeirra hafa þó
að einhverju leyti komið úr felum
gagnvart nánustu vinum og
vandamönnum en um þau mál er
sjaldnast rætt. Ættingjarnir um-
bera ástir þeirra svo lengi sem
þeir þurfa ekki að sjá og heyra
neitt til elskhuga þeirra. Og flest-
ir hommanna beygja sig undir það
«umburðarlyndi» sem nánustu
«ástvinir» skammta þeim úr hnefa
oftast i blindri hræðslu við al-
menningsálitið. Það er erfitt að
ímynda sér hvernig hægt er að
rækta heitar tilfinningar við þær
aðstæður. - Margir bæla niður þá
vitund og reynslu sem þeir hafa
öðlast, þeir gifta sig og stofna fjöl-
skyldu, oft fyrir þrýsting frá nán-
asta umhverfi eða flýja land. - Var
6