Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 7

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Qupperneq 7
nokkur að tala um fijálsborna þjóð ? Þótt margir okkar finni til óum- ræðilegs léttis þegar við ijúfum einangrun okkar og kynnumst öðr- um hommum, þá hrekkur hún skammt, samstaðan sem við finn- um i skemmtanalífinu. Flestir gefast upp á því að finna gæfuna á skemmtistöðum þegar til lengdar lætur en leysa kannski mál sin þegar þeir finna «einhvern fastan» I parsamböndunum finna margir okkar þann styrk sem þarf til að standa við tilfinningar sínar. Með tryggan elskhuga sér við hlið reynist mörgum auðveldara að koma úr felum gagnvart gömlum vinum og ættingjum. En í stað þess að nota þennan nýfengna styrk til að miðla öðrum af reynslu sinni og ryðja öðrum hommum brautina þá hverfa allt of margir inn fyrir fjóra veggi einkalífsins án þess að hugleiða ábyrgð sína gagnvart þeim sem örvænta í ein- angrun sinni. Því það er hægt að lifa öðruvísi og ná lengra - lika á íslandi um sér. En stoltið yfir því dýrmætasta, sem við eigum, ber suma okkar lengra. Þeir taka fjórða skrefið og verða opnir hommar hvar sem þeir fara. Þeir eru opnir á vinnustað, meðal fólksins í húsinu þar sem þeir búa og koma jafnvel fram í fjölmiðlum. - Ástæðan er einföld. Við höldum áfram að finna til van- máttar og auðmýkingar svo lengi sem við leynumst. Óttinn við að missa húsnæðið ef ná- grannarnir kæmust að því að hann er elskhugi þinn, strákurinn sem kemur daglega í heimsókn, sá ótti er langtum verri en vissan um að þú þorir að verja þig ef til átaka kæmi við nágranna og húseiganda og þorir að leita réttar þíns. Lögin eru nefnilega líka samin fyrir okk- ur þótt margir hómósexúalistar eigi erfitt með að muna það. UPPGJÖR OG UPPREISN Þriðja skrefið taka þeir sem neita að lokum að kyngja auðmýkingum feluleiksins, þeir gerast virkir í samtökum hómósexúalista eða taka höndum saman á algjörlega óformlegan hátt til að vinna að einstökum baráttumálum. Dæmi þessa þekkjum við úr nágranna- löndunum þar sem sum okkar hafa kynnst baráttustarfi og visir að því hefur líka komið í ljós hér heima á síðustu árum. Sérstaða hreyfinganna felst ekki síst í því að þar geta menn kynnst án þess að vera ofurseldir tilvilj- unum og yfirborðsmennsku skemmtistaðanna. Þar fá margir í rauninni fyrsta tækifærið til að tala við sína lika í einlægni og byija að skilja hversu margt er sameiginlegt með reynslu okkar. Þá opnast augu margra fyrir því hversu litilþægir þeir hafa verið i kröfum sínum til lífsins og löngun- in eykst til að gera upp við felu- leikinn. - Og það sem meira er, það er ekki lengur óyfirstíganlegt. Það hafa margir reynt sem miðlað hafa hver öðrum af lifsreynslu sinni, að eigi maður vini meðal homma þá er óttinn við útilokun foreldra, systkina og gömlu vin- anna ekki lengur sá ókleyfi múr er hannvaráður. Þeir eru reiðubún- ir til að koma úr felum gagnvart nánasta hópi vina og ættingja án þess að biðjast afsökunar á sjálf- Þeir sem gerast opnir hommar á vinnustað finna fljótt hversu létt- ara það er að geta svarað fyrir sig en hlusta þegjandi á aulalega hommabrandara eða hlæja með. Þeir hafa líka skilið að fordómar og fjandskapur meðal heterósexú- al fólks nærist ekki síst á þögn okkar og feluleik. Og með því að taka málin til hressilegrar um- ræðu við vinnufélagana finna margir að ekki er eins margt að óttast og þeir héldu. Ekki svo að skilja að erfiðleikar og aðkast sé úr sögunni. Síðurensvo. En hrein- skilnin borgar sig því með henni höfðum við alltaf til réttlætis- kenndar þroskaðra heterósexúal- ista. Um það geta þeir borið vitni sem komið hafa úr felum meðal vinnufélaga sinna. SAMÁBYRGÐ Þessi tilraun mín til að draga upp landakort af leiðinni úr felum er vitaskuld ónákvæm um margt. Þeir eru margir drullupollamir og illfærugjárnar á leiðinni sem ég hef sleppt að nefna. Einkum er það fámennið á Islandi sem verður okkur að farartálma. Bilið milli þess að vera opinn og opinber hommi eða lesbía er svo stutt hér á landi, gagnstætt því sem er meðal stóru þjóðanna. Hérna kannast menn auðveldlega við andlit manna í strætó eftir að hafa séð þá einu sinni á fréttamynd í blöðunum. Til að standast slikt þurfa menn að hafa byggt upp talsverðan styrk. - Við skulum líka hafa það í huga að hver og einn verður sjálfur að fá að ákveða hversu stór skref hann tekur hverju sinni á þessari leið. Eng- inn má þvinga aðra til að koma fram í dagsljósið ef þeir telja sig ekki rísa undir því að svo stöddu. í þessu er samábyrgð okkar m.a. fólgin þvi öll nauðung getur ein- ungis endað með ósköpum. Enginn má skilja orð mín svo að ég sé að réttlæta sljóleika og að- gerðarleysi þeirra sem í felum eru Allt of oft hitti ég laumuhomma sem firra sig ábyrgð gagnvart bar- áttu þeirra sem komið hafa úr fel- um, ýmist með þvi að saka þá um auglýsingamennsku eða lofa þá upp í hástert og hlaða jafnvel á þá oflofi. Seint og um siðir hefur það runnið upp fyrir mér að með öllu lofinu eru þeir að tryggja sér það að enginn krefji þó um þann stuðning sem þeir geta gefið með því að koma fram úr myrkrinu. Það mæðir nefnilega mikið á opn- um hommum og lesbíum meðan þau eru jafn fá og raun ber vitni. Markmið okkar hlýtur því að vera að læra að standa við tilfinningar okkar og hjálpa hvert öðru til þess. Lífshamingja okkar er í veði og það er aldrei of seint að taka stóru skrefin. Því eins og karhnn sagði þegar hann loksins kom úr felum á gamals aldri: «Þótt kötturinn minn hafi níu líf þá á ég aðeins eitt.» Þorvaldur Kristinsson 7

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.