Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 11

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 11
gæti stutt mig. Einhver sem gæti gefið bæði mér og þér stað til að standa á í lifinu. En hvað maður getur verið vitlaus! Ég vissi það ekki þá, að ró og öryggi verðum við að finna í sjálfum okkur - og læra að virða þá manneskju sem við höfum að geyma! Það var erf- itt uppgjör við sjálfa mig. Ég hafði lengi gert mér ljóst að ég væri hrifnari af konum en mönnum. En gat ég lifað sam- kvæmt þvi? Allt frá unglingsár- unum hafði ég hugsað sem svo: «Kersti, þú verður hrifin af konum kanske þú sért ein af þessum hérna - héma lesbium?» Nei, það mátti ekki gerast - það var ómögu- legt. Það var rangt - það stríddi gegn öllum náttúrulögmálum. Eg myndi valda öllum þeim vonbrigð- um sem þekktu mig. Hvilikt áfall fyrir mömmu og pabba sem von- uðust til að eignast vænan tengda son. Nei ég varð að kæfa slikar hugsanir og tilfinningar um leið og þær létu í sér kræla, ekki bara sjálfrar mín vegna heldur líka vegna hinna. Svo komst þú í heiminn, litli anginn minn. Og ég fann að ég hafði sannað fyrir sjálfri mér og umheiminum að ég væri fullgild kona! Þú varst sönnun þess að ég væri eðlileg. Þarna lást þú htla stelpan min, borin í heim úlfúðar og haturs, heim sem rúmar þó lika óendanlega ást. Og þú varst sjálf- stæður einstaklingur með rétt til að lifa þínu eigin lifi. Ég mátti ekki gera þig sönnun eins eða neins í mínu lífi. En svo ég víki aftur að þeim ár- um þegar ég var að reyna að út- vega þér föður. Ég vildi að þú gætir alist upp í «eðlilegri» fjölsk- yldu. Það mistókst allt. Ég fann nóg af mönnum sem voru fúsir til að deila ábyrgðinni með mér, en hugsanir minar snerust stöðugt um það sama: Átti ég að fórna lifi mínu til þess að þú gætir lifað «eðlilegu» fjölskyldulífi? Það var ekki karlmaður sem ég þráði. Erfiðleikamir vom að vaxa mér yfir höfuð. Ég fór að taka róandi töflur og fá mér i staupinu eftir vinnuna á kvöldin. Áfengisþörfin jókst og bitnaði á þér. Að mestu leyti tókst mér að leyna þig þessu en það var ótrúlegt hve mikið þú skildir og hversu fljót þú varst að setja þig i varnarstöðu. Enn þann dag i dag seturðu upp gamla skelf- ingarsvipinn ef þú finnur að ég læt eitthvað fara i taugarnar á mér í örvæntingu minni stofnaði ég stöðugt til nýrra sambanda. Og með hveiju þeirra magnaðist þung lyndið. Dag nokkurn settist ég niður og skrifaði hjá mér allt það versta sem mér datt i hug að gæti gerst ef ég kæmi úr felum sem lesbía. Þér yrði strítt á leikvell- inum, þú yrðir ofsótt í skólanum. Enginn faðir væri í lífi þínu sem þú gætir lært af. í staðinn eign- aðist þú tvær mæður. - Ætlir þú munir skilja það í framtíðinni hvers vegna ég varð að velja á þennan hátt. Ég varð að fá að lifa lífi minu eins og aðrir. En skyld- um við, ég og vinkona mín, fá að ala þig upp og hjálpa þér til að verða heilsteypt manneskja án þess að samfélagið hafi þar fingur með i spilinu? Nú búum við þrjár saman og andrúmsloftið í fjölskyldunni er orðiðnotalegtoggott. Ennþá ertu svo ung að þú tekur það sem gerst hefur gott og gilt án þess að velta því fyrir þér hvort það sé rétt eða rangt. Það breytist kannski þegar þú stækkar og kynnist viðbrögð- um umhverfisins. Það var dýrlegt að sjá hvernig þú breyttist þegar ég kom úr fel- um sem lesbía og Vibeke flutti til okkar. Oft áður hafði andlit þitt verið svo óttablandið en nú geisl- aðir þú af gleði.Þú sást að mömmu þinni leið vel, hún var ánægð og það hafði sín áhrif á þig. Þetta hefur verið stórkostlegur tími, ró- semin og öryggið kemur innan frá úr því að við þurfum ekki að bæla neinar tilfinningar. Þörfin til að fá fá sér neðan í þvi hefur smám saman horfið en hún á það til að láta á sér kræla þegar mér finnst erfiðleikarnir ætla að vaxa mér yfir höfuð. En þá veit ég að ég hef valið. Ég hef valið það að lifa lif- inu með annarri konu og þá verð ég að horfast í augu við erfiðleik- ana af fullu raunsæi. - Og þú mátt ekki hafna mér þegar þú stækkar - þú mátt ekki fordæma mig. Hefði verið betra að búa með óham- ingjusamri móður? Ekki held ég það. Við eigum aðeins eitt lif, þess vegna er það hörmulegt ef við látum hjá liða að grípa tæki- færið og lifa þvi lífi sem okkur hef- ur hlotnast. -þýtt £jét Ég bið bak við lokaða glugga og læstar dyr enginn veit hvað biðin er löng, ég einskis spyr. Þín tillitssemi í trausti þess besta mitt hjarta batt, vitundin um að þú værir mér nærri og það væri satt. Þá veitti mér þrek til að vona og biða min villta þrá, i vonanna musteri virtist mér finna þitt hjarta slá. Helkalt húmið um mig vafðist og óttann skóp, enginn heyrði í kveljandi kyrrð mitt kæfða óp. -x

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.