Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 14

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 14
Þýðing leikritsins lætur oft vel i eyrum og þýðandanum hefur tek- ist vel upp við að þýða slanguryrði sem talsvert er af í textanum. En þýðingin er misjöfn að gæðum og á stöku stað beinlínis röng. Eitt lit- ið dæmi um meinlega villu: «1 went down on him» - «Ég saug hann,» segir Max þegar hann út- skýrir hvernig hann fékk meðöl handa Horst með þvi að láta að vilja eins SS-foringjans. f texta Stú dentaleikhússins er þetta þýtt sem «Ég fór uppá hann.» - Þeir sem bera skynbragð á táknrænt gildi kynmaka vita að menn á borð við SS-foringjann hleypa engum upp á sig. í vitund sliks manns er það alltof nátengt «kvenleikanum» og samrýmist hvorki kvenfyrirlitn- ingu né hommafyrirlitningu fas- ismans. Karlmennskuimynd for- ingjans bíður aftur á móti enga hnekki við að neyða annan mann til að krjúpa niður og sjúga sig. Hér sem annars staðar í leikriti Shermans speglast kúgunin í smá- u sem stóru, kynmökunum hvað þá öðru. - Voru engir hommar i leikhópnum til að sjá i gegnum þetta og leiðrétta ? Margir hafa furðað sig á þvi við okkur hvers vegna titill verksins var ekki þýddur á íslensku. Sumir viðmælenda okkar hafa haldið að þetta væri mannsnafn og lái þeim enginn. «Bent» er þó bara and- stæða orðsins «straight» og væri eðlilegast að þýða á íslensku sem «Hinsegin» eða «Öfugur»,enda kemur sú merking skýrt fram í frumtextanum. Veikasti hlekkurinn i sýningu Stúdentaleikhússins var þó að okkar dómi allt það hik sem ein- kenndi kynningu þess í blöðum og útvarpi fyrir sýninguna. Með einni undantekningu - sjálfum leikstjór- anum - virtist enginn geta komið almennilega orði að þvi hvað væri eiginlega efni leiksins. Allt þetta hik er viðsfjarri því hispursleysi sem einkennir leikrit Shermans og aðstandendum sýningarinnar til lítils sóma. Stafaði hik þeirra af óttanum við að fæla suma áhorf- endur í burtu ? Getur það verið að það hafi verið þess háttar hræðsla sem réði því að titillinn var ekki þýddur? Og hvers vegna var í kynningu leiksins hvergi minnst á þá mikilvægu staðreynd að það er skrifað af gyðingi og homma? Allt þeta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um það gildi sem sérstakir hommaleikhópar gætu haft hér á íslandi (svo ekki sé nú minnst á lesbíuleikhús). I þeim efnum gætum við sitthvað lært af reynslu erlendra leikara sem reynt hafa að starfa á þann hátt. Slíkir leikhópar túlka veruleika okkar homma og eru ætíð reiðubúnir til að leika á okkar forsendum án felu leiks og fælni af nokkru tagi. Rúnar og Þorvaldur 14

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.