Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 15

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 15
I Sakadómur Grazborgar í Austur- ríki kvað á árinu 1941 upp dóm yfir Alfred D. vegna brots á 175. grein þýskra hegningarlaga. Hann hlaut tveggja ára fangelsisvist að refsingu. Tima þann, sem Austur- ríki taldist hluti Þýskalands, og hét Austurmörk, giltu ákvæði þýskra hegningarlaga þar, og 175. grein lagði refsingu við mökum tveggja aðila af sama kyni, þó að fullveðja væru. Alfred var ekki látinn laus 1943. Hann var þá fluttur i grjótnám- búðir í Bæjaralandi. Það var sam- kvæmt 1. og 2. mgr.l.gr. reglu- gerðar 11. júni 1940 um lok fang- elsisvistar vegna afbrota sem framin væru á striðstímum. Eftir þessum ákvæðum taldist ekki til fullnustutima sá tími er maður sat í fangelsi meðan stríðið varði. Fangar urðu að bíða stríðsloka til þess að geta hafið eiginlegan af- plánunartíma. Alfred lifði af fangabúðarvistina og eftir að Austurriki varð frjálst (að vísu hernumið.þýð.) var hann látinn laus. Það var i maí 1945. Hann hafði þá verið i fangavist í 51 mánuð, 27 mánuðum lengur en dómurinn kvað á. Eftir þvi sem við vitum best hef- ur enginn hommi, sem sat í fanga- búðum nasista fyrir þá sök að vera hommi, sótt um striðsskaðabætur hvað þá fengið þær. Andrúms- loftið eftir stríð rak ekki beinlínis á eftir því. Eftir 1945 urðu mök tveggja einstaklinga af sama kyni lagabrot áfram, þá eftir 129. gr. gömlu hegningarlaganna austur- rísku. Ofsóknir gegn lesbíum og hommum náðu nýju hámarki. I Vestur-Þýskalandi var hommum meinað um stríðsskaðabætur vegna þess að þeir hefðu verið glæpamenn en ekki fangelsaðir á pólitískum forsendum. Alfred hefur heldur ekki fengið neinar bætur. Og það sem verra er: Tryggingastofnun ríkisins dregur þessa 27 aukamánuði, sem hann sat inni, frá heildartíma þeim er hann hefur unnið sér inn lífeyrisréttindi. Timi þessi telst þar ekki löglegur frátafartími, en eftir tryggingarlögum í Austurriki ber manni lífeyrir í hlutfalli við greidd lífeyrisiðgjöld, þó þannig að hafi maður af óviðráðanlegum ástæðum ekki getað greitt iðgjöld- in, t.d. vegna sjúkrahúsvistar, skerðast lifeyrisgreiðslur ekki þess vegna. Alfred leitaði til HOSI (Baráttu- samtaka homma og lesbía) i Wien, sem krafði félagsmálaráð- herrannum skýringu. Ráðherrann tilkynnti Alfred D. í júlí sl. að ákvörðun Tryggingarmálastofn- FYRIR HOMMUM ER ÞRIÐJA RÍKINU ENN EKKI LOKID unarinnar væri rétt. Þar sem Alfred D. hefði á þessum tíma set- ið í fangelsi fyrir sakir sem þá voru lagabrot skv. lögum er þá giltu í Austurriki, kæmi þessi tími ekki til álita sem tími, er bættist við ið- gjaldagreiðslutíma vegna löglegra forfalla. Til útskýringar á þessum 27 aukamánuðum sem Alfred D. sat í fangabúðum, var félagsmála- ráðherrann nógu ósvífinn til þess að segja: Ekki ber að lita á alla fangelsisvist Alfreds D. sem refsi- vist, heldur verður að lita á hluta hennar sem frelsisskerðingu vegna afbrots, sem hefði einnig verið afbrot samkvæmt austur- rískum lögum á þeim tima. Skýrum stöfum stendur: Aust- riskum embættismönnum ber enn að fara eftir lögum og reglugerð- um þriðja ríkis- ins, i félagsmálaráðuneytinu eru ákvæði nasistanna enn höfð við hönd! Við munum beita öllum ráðum til þess að þessu hneyksli verði hnekkt. Hundruð þúsunda fórnar- lamba i hommaofsóknum nasista eiga það inni hjá okkur að við ráð- um niðurlögum þessa fasisma- draugs i stjórn lýðræðislandsins Austurrikis (?) Við getum ekki liðið það einu sinni enn að homm- ar verði «lagðir að velli» «and- lega» og «siðferðilega.» Þetta er ekki spurning um skildinga. Hér er um að ræða að binda enda á nasistatímann MG þýddi úr Lamda Nachrichten, blaði HOSI Wien. 15

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.