Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 19
þeim, eitt hómófóbiustig fæst
fyrir svarið sem er tilgreint i
sviga, lægsta einkunn er 0,
hæsta einkunn 9:
1) Homma á að loka inni svo
að þjóðfélagið njóti verndar
(já).
2) Mér yrði brugðið ef ég
kæmist að raun um að ég væri
staddur einn ásamt homma ein-
hversstaðar (já).
3) Hommar ættu að fá að
gegna opinberum stöðum eins
og aðrir (nei).
4) Ég myndi ekki vilja eiga
aðild að félagi þar sem hommi
væri félagsmaður (já).
5) Tilhugsunin um kynlif
homma vekur með mér viðbjóð
(já).
6) Ef lög sem beinast gegn
samkynhneigð yrðu felld Ur
gildi, myndi hlutfall homma i
landinu haldast óbreytt (nei).
7) Hommi gæti orðið góður
forseti Bandarikjanna (nei).
8) Ég myndi óttast um barn
mitt ef kennari þess væri
hommi (já).
9) Ef hommisettist við hliðina
á mér i strætisvagni yrði mér
órótt (já).
Yfirleitt gefst ekki tækifæri til
þess að leggja svona próf fyrir,
þegar máður þarf áð átta sig á
þvi, hvort einhver aðili er hald-
inn hómófóbiu. En einkennin
koma oftast i ljós og eru
greinanleg i fari manna, þegar
glögglega er athugað.
Fyrst má telja óvilja til þess
að ræða á nokkurn hátt um það
sem snýr að einhverj,u leyti að
samkynhneigð og vandræðaleg
þögn þegar aðrir nefna slikt.
Þetta fólk kýs að vikja sér und-
an tilhugsuninni um það sem
hefur i reynd mikið neikvætt
gildi í undirmeðvitund þess.
Stigsmunur er á þessum við-
brögðum og þvi aö svara og
gera grein fyrir þvi að þetta
skuli ekki nefna vegna almenns
smekks eðii velsæmis. eða af
oðrum viðlika ástæðum. Oft er
þessileið reyndar neyðarurræði
þtnrra sem kysu heldur að
þurfa ekki að rjufa þögnina.
Virkari homofobía kemur
fram i þörf a að koma a fram-
fæn neikvæðum viðhorfum sin-
um til allssem snyrað samkyn-
hneigð jafnvel að fyrra bragði.
Þá er gjarna lögð áhersla á tru.
velsæmi, tilgang lifsins þörfina
fyrirfjölgun mannkvns og fleira
þess háttar. til þess að leiða i
ljós, að samkynhneigt fólk
bregðist skyldum sinum, en að
viðkomandi ræki þær sjálfur
eftir þvi sem aðstæður levfa
honum.
Ageng hómófóbia lýsir sér
með brýnni þörf til þess að
draga markalinu, gera skörp
skil, mílli sjálfs sin og samkyn-
hneigðs fólks eða einstaklmgs
úr þeim hópi. Lögð er áhersla á
að hommar og lesbiur séu gædd
neikvæðum eiginleikum sem
eru reyndar andstaða þess sem
viðkomandi telur bestu eigin-
leika i fari sinu, eiginleika sem
allir þurfa að gera sér grein
fyriraðhann býr yfir. Hann hef-
ur knýjandi þörf fyrir að lýsa
þvi yfir á þennan óbeina hátt, að
hann sé ekki hommi/lesbia
Hástig hómófóbiu nefnist
„homósexúal panik” á útlendu
máli. „Hómósexúal panik skýr-
ir sum ofbeldisverk sem verða
með þeim hætti, að ungur
maður sem lætur eftir sér að
fylgja nokkuð eldri manni heim
eftir skyndiviðkynningu á opin-
berum stað, lætur leiða sig til
kynmaka en snýst svo ofboðs-
lega öndverður við og verður
manninum að bana. óhemju-
skapur við verknaðinn,
ávinningsleysið af honum og al-
ger bíndni fyrir afleiðingum
hans eru vottur um jafnvægis-
leysi mannsins sem er ekki hægt
að skýra á fullnægjandi hátt
meðandstyggð hans á samkyn-
hneigð heldur verður að skilja
þetta í ljósi þess, að það er hon-
um geysilegt áfall þegar hann
gerir sér ljóst að maðurinn
hefur svipt hann þeirri sjálfs-
imynd sinni að hann væri gagn-
kynhneigður”. (D.J. West:
Homœexuality re-examined,
bls. 203. London, 1977).
Hverjum er hættast við
að fá hómófóbiu?
Hómófóbi'a leggst á fleiri
karla en konur, en bæði gagn-
kynhneigt fólkog samkynhneigt
á hana á hættu. Það, að maður
sýnir einkenni hómófóbiu er þvi
alls ekki visbending um að hann
sé ekki samkynhneigður. Les-
biur og hommar, sem hafa
hómófóbiu liða mjög fyrir hana,
hvort heldur þau viðurkenna
kynhneigð sina fyrir sér eða
ekki og einkenni verða sterk.
George Weinberg lýsir fimm
meginástæðum til þessað menn
fá hómófóbiu:
1) Áhrif gyðingdóms, kristni
og islams. Stofnanir þessara
trúarbragða hafa löngum túlkað
ýmsar kenningar þeirra sem
bann eða allt að þvi bann við þvi
að lifa i samræmi við samkyn-
hneigð sina. Viðhorf trúar-
bragðanna eru m jög stór þáttur
i vestrænni menningu og eru
alls ekki bundin við þá eina sem
lita á kenningarnar sem sin
trúarbrögð. Hér á landi fer sem
betur fer litið fyrir opinskáum
áróðri gegn hommum og lesbi-
um innan lúthersku og kaþólsku
trúfélaganna. 1 enskumælandi
löndum er sérstakt trúfélag
samkynhneigðs fólks Metro-
politan Community Church og
einkunnarorð þeirra sem i þvi
eru, eru: Drottinn er minn
hirðir og hann veit að ég er
hommi/lesbia.
2) Leyndur ótti við að vera
sjálf(ur) hommi/lesbia. Þar
sem hómófóbia verður til á
barnsaldri áður en fólk gerir sér
grein fyrir kynhneigð sinni,
getur hún orðið tii þess að það
viðurkennir aldrei fyrir sjálfu
sér hvernig kynhneigðinni er
varið. Til þess að komasthjá þvi
að viðurkenna fyrir sjálfum sér,
að maður er hommi/lesbia, þarf
ákaflega sterkar og virkar
varnir. Til dæmis hafa flestir,
sem harðast hafa barist gegn
samkynhneigð, hommum og
lesbi'um, verið samkynhneigðir
sjálfir. Útlend dæmi eru Banda-
rik ja me nn irn ir Joseph
McCarthy öldungadeildarþing-
maður og J. Edgar Hoover for-
stjóri alrikislögreglunnar og
Stokkhólmspresturinn Karl-
Erik Kejne.
3) Bæld öfund. Viðkomandi
telur sér trúum að velgengni sin
i samfélaginu sé bundin þvi að
aðrir telja hann hafa eiginleika,
gagnkynhneigð, sem hann veit
sjálfur aðhann hefur ekki. Hann
gætir þess því vel að tjá aldrei
þær tilf inningar, sem eru
bundnar kynhneigð hans. Sá,
sem leynir þvi ekki að hann er
hommi, ógnar öryggi við-
komandi með þvi að virðast
segja með þvi: „Arangur þinn
með hinu kyninu er ekki nærri
þvi eins mikilvægur og þú i-
myndar þér. Og sjáðu hve miklu
& hefur f^nað fyrir hann!”
Þetta fyrirbæri er reyndar m jög
algengt meðal allra sem að-
hyllast meinlæti, þeim Wöskrar
að aðrir skuli geta verið eins
h a m i n g j u s a m i r, oftar
hamingjusamari, en þeir, og
það án þess að hafa fórnað
nokkru, að þvi er virðist.
1 4) Gildi ógnað. Viðkomandi