Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 25
BREF TIL BLAÐSINS
„ÞETTA ER SKO EITTHVAD AF VITl"
Kæru Samtök, kæru vinir!
Ég vil byija á því að óska ykkur til
hamingju með þennan merka
áfanga i starfsemi ykkar sem haf-
inn er með þessari blaðaútgáfu.
Mjög mörgum til ánægju og öðr-
um til fróðleiks! Sennilega er
þetta líka eina blaðið á landinu
sem ekki er að miklu leyti borgað
með auglýsingum.
Um leið og ég sá að þið höfðuð
gefið út blað, hugsaði ég með mér
Þetta er sko eitthvað af viti. Allt
sem viðvíkur hómósexúal fólki
hefur vakið mikinn áhuga minn frá
þvi ég á unga aldri sá viðtal við
homma i sjónvarpinu og skildist
þá að á íslandi, hér á þessu góða
skeri, ætti fólk líka við vandamál
að stríða. Það vandamál að vera
útskúfað, jafnt af öðru fólki sem
sjálfu sér, innilokað í skel. Mér
finnst þvi málstað ykkar sannar-
lega vel borgið með þessu blaði.
í fyrsta tölublaði ykkar svarar
«Svalur» homma sem er í vand-
ræðum og gefur honum góð ráð.
Mig undraði að þið skylduð ekki i
þessu blaði auglýsa næstu fundi
ykkar. Og jafnframt að «Svalur»
skyldi ekki benda þessum homma
á að mæta á fundi hjá ykkur þar
sem hann gæti hitt aðra homma
og komist að hvar og hvernig hann
á að komast i kynni við aðra. öll
ráð verða nefnilega ekki gefin í
einni blaðagrein eða gegnum
sima! Og þar sem aðgangur ykkar
að auglýsingadálkum er enn mjög
takmarkaður er blaðið góður stað-
ur til þess að auglýsa fundi. Eins
ætti «venjulegu» fólki eins og við
köllum það, að vera boðið og jafn-
vel hvatt til að koma og tjá sig i
igarð hómósexúal fólks og kynnast
þvi almennt. Fólk myndar sér
nefnilega mjög oft skoðanir af þvi
sem sést á yfirborði manna.
Hómósexúal fólk er dæmt eftir því
hvemig sumt af þvi kemur fýrir
sjónir á skemmtistöðum. Við
könnumst öll við þetta, sjálf dæm-
um við mjög drukkinn og illa
klæddan mann á dansstað til að
vera sjómann. En þessi túlkun á
félagshópum er röng. Þvi ætti
fólk að gera sér far um að kynnast
hómósexúal fólki i vinnu og sér-
staklega utan skemmtanalifsins.
Þar eru fundirnir mjög góð leið.
Þegar að er gáð er sjómaður ekki
»illaklæddur, fullur nóungi.» Og
með því að kynnast hómósexúal
fólki hljóta menn að komast að
raun um að það á ekki að koma
fram við það eins og einhver fyrir-
brigði. Hommar og lesbíur eru
það heldur ekki.
Því hómósexúal fólki, sem kem-
ur fram á hreinan og beinan hátt,
fer nú stöðugt fjölgandi. Fyrir það
má þakka Samtökunum mikið og
líka þeirri kynningu sem verið hef-
ur i fjölmiðlum þótt hún sé raunar
mjög litil. Hér áður fyrr leituðu
hommar út fyrir landsteinana til
að geta frekar lifað óheftir og op-
inskátt. Nú virðist hómósexúal
fólk lifa æ meira í sátt og samlyndi
við tilveruna og með áberandi her-
ferð hlýtur þetta allt að takast að
lokum. Nú eruð þið farin að takast
á við lífið hér á landi og þá er bara
að taka næsta skref. Beijist því
fyrir rétti ykkar og verið ekki lág-
vær ef ykkur er misboðið. - Að síð-
ustu væri ekki úr vegi að «Úr fel-
um» gæfi hómósexúal fólki upp-
lýsingar um diskótek og skemmti-
staði og annað slíkt úti i löndum,
sérstaklega ætlað fyrir ferðalanga
Með kærri þökk fyrir birtinguna,
Guðbjörg Ösk Friðriksdóttir.
Svar: Við þökkum góð orð i okkar
garð og komum uppástungUm þin-
um hér með á framfæri. Ástæðan
fyrir þvi að við auglýstum ekki
fundi i fyrsta blaðinu var m.a. sú
að þá skorti okkur alveg húsnæði
fyrir starfsemi okkar og gátum lit-
ið skipulagt regluleg fundarhöld
fram i timann. En nú hefur ögn
ræst úr húsnæðismálunum eins
og lesa má annars staðar i blað-
inu. Það er rétt að vandi manna
verður aldrei leystur i gegnum
sima, en fyrir mörg okkar hefur
það verið fyrsta skrefið i átt til
frjálsara lifs að taka upp tólið og
tala við okkar lika áður en við hert-
um upp hugann og héldum á fund.
Hingað til höfum við talið það
nauðsynlegt að bjóða einungis
lesbiur og homma velkomin á
fundi okkar. Flestir þeirra sem á
fundinn koma eru nefnilega enn i
felum og myndu varla treysta sér
til að koma ef þeir vissu að líka
væri von á heterósexual fólki. Það
er nefnilega i innbyrðis samstöðu
lesbía og homma að við öðlumst
það sjálfsöryggi sem þarf til að
koma smám saman úr felum.
Hitt er svo annað mál að þau
okkar sem telja sig ekki þurfa að
felast eru alltaf tilbúin tU að mæta
á kynningar- og fræðslufundi og
spjalla þar vitt og breitt um lif sitt
og reynslu, hvort sem um er að
ræða fundi i skólum, á vinnustöð-
um eða með félagasamtökum.
Kær kveðja
Blaðhópurinn
25