Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 26

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 26
Þvílíkheimkoma! Strætisvagninn stansar við umferðaljósin og ég horfi út um gluggann á Glasgow, gráa og sóðalega. Regnið hellist niður og mér verður á að brosa, þegai ég sé gamla húsmóður berj- ast hetjulega við regnhlíf, sem neitar að láta að stjórn. Og hinum megin við götuna er auðvitað fylli- bytta með derhúfu og í plastkápu. Hann muldrar eitthvað við sjálfan sig og slagar ískyggilega nálægt rennusteininum. Þvilik borg. Ég bretti upp ermarnar á skyrtunni minni og lít aftur á sólbrennda húðina, eins og ég gæti þannig galdrað mig aftur til Marokkó. Ég er fallega brúnn, þó ég segi sjálfur frá Marokkó.Ég fór þangaðí tveggja vikna kynnisferð og ég upp- götvaði sjálfan mig. Eg fór þangað feiminn og uppburðarlítill og hresstist allur við. Getur verið að ég sé enn sami maðurinn? Ég er öruggur núna. Ég er hamingju- samur. Ég er hommi og mér finnst gott að vera hommi. Ég tek ný- framkallaðar myndirnar minar upp úr töskunni og skoða þær einu sinni enn. Þær eru þegar orðnar kámugar. Fallegu dökk- leitu strákarnir brosa lokkandi til mín, svo að skín í skjannahvítar tennumar. Marokkó. Ég loka aug- unum og gef mig á vald imyndun- araflinu. Þarna sé ég Abdul stinn- an, vöðvastæltan smávaxinn strák Við Mustapha syndum í sjónum, glimum, skvettum hvor á annan og tökumst á eins og óðir höfrung- ar. Ég geng um heitar, rykugar götumar og horfi i þessi ungu norður-afríkönsku augu sem brosa til mín. Þau endurspegla sólina, sjóinn og hitann... Marokkó. Ég opna augun. Tveir myndarlegir strákar sitja á bekk.

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.