Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Síða 29

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Síða 29
- NRH ■ NORÐURLANDARAÐ LESBÍA OG HOMMA Norðurlandaráð lesbía og homma kom saman í Oslo dagana 29. - 31. október. Þetta var þriðji fundur ráðsins en það var stofnað í Hels- inki 1981. Norðurlandaráðinu er ætlað að vera samstarfsvettvang- ur hagsmuna- og baráttusamtaka hómósexúalfólks á Norðurlöndum. Annar fundur ráðsins var svo haldinn í Kaupmannahöfn i lok síðasta árs. Þess má geta að næst kemur það saman til fundar hér í Reykjavik dagana 17. -19. júní 19- 83. Á fundinum i Oslo voru mættir um 35 fulltrúar, 3 frá Islandi, 1 frá Finnlandi, 6 frá Sviþjóð, 4 frá Danmörku en hinir voru Norð- menn. - Ýmis mál vor á dagskrá fundarins að þessu sinni en segja má að aðalmálið hafi verið: «Mis- rétti í garð homma og lesbía». Finnski fulltrúinn lagði fram í því sambandi heilmikið plagg þar sem hann skýrði frá þv i misrétti sem hommar og lesbíur eru beitt á Norðurlöndum. Var fallað um þessi mál í hópum og samin áskorun til hins eiginlega Norðurlandaráðs (NR) um að taka málin fyrir á fundum sinum og vinna að eftirfarandi atriðum: - Gera könnun á stöðu homma og lesbía á Norðurlöndum. - Fara í gegnum lög og fella úr gildi þau lagaákvæði sem við- halda misrétti í garð homma og lesbía. - Vinna að gerð laga sem vernda hómósexúal fólk gegn misrétti og semja einnig lög sem tryggja hómósexúal fólki í sambúð jafnan rétt á við heterósexúal fólk. - Stuðla að upplýsingamiðlun og fræðslu til að draga úr þvi misrétti sem hómósexúal fólk er beitt. - Gera könnun á stöðu hómósex- úal flóttamanna. - Vekja máls á mannréttindum hómósexúal fólks á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og hjá öðrum al- þjóðlegum stofnunum. Þessi áskorun var siðan afhent fulltrúum i Norðurlandaráði á undirbúningsfundi ráðsins sem haldinn var á Álandseyjum í nó- vember sl. og fékk hún allgóðar viðtökur fulltrúanna þannig að segja má að málið sé komið á rek- spöl. Önnur mál, sem til umræðu voru á fundinum, voru þessi: .1. NRH án lesbía er ekki NRH. Hvað er hér til úrbóta? - A fundin- um í Oslo voru aðeins mættar 8 lesbiur en 27 hommar. Hvað veld- ur þessu? - Það er ljóst að ekki eru nógu mörg mál á dagskrá sem sér- staklega snerta málefni lesbía og dregur það úr áhuga þeirra á störfum ráðsins. Þær hafa einnig oft áhuga á öðrum málum en karl- arnir. - Þá ber að hafa í huga að þær eru oft i láglaunastörfum og hafa því ekki fjárhagsleg tök á að sækja fundi til jafns við karlana. Spyrja má hvað hægt sé að gera til að bæta úr þessu. - Hér gætu hin ýmsu samtök tekið inn í reglur sinar ákvæði sem taka sérstaklega tillit til lesbía.Taka mætti upp sér- stakan kynjakvóta við kosningu i stjórnir baráttu- og hagsmuna- samtaka innan NRH og sjá til þess að samtök innan NRH veiti ráðinu upplýsingar um stöðu lesbia. Þessi ályktun var send til samtak- anna sem þátt taka i störfum NRH sem nokkurs konar ráðgjafarpési. 2. Efla þarf samvinnu á menn- ingarsviðinu, bæði hvað varðar bókmenntir, kvikmyndir, ýmiss konar rannsóknir og sameiginlega blaðaútgáfu fyrir löndin öll. I því sambandi var vakin upp gömul hugmynd um að blöð hverra sam- taka fyrir sig gæfu út eitt sam- norrænt tölublað. Þá kom fram sú tillaga að norska blaðið «Love- !tann» gæfi út eitt tölublað á norsku og sænsku með greinum frá öllum löndunum fimm sem sitja nú i ráðinu. 3. Kynna þarf samnorrænar sumarbúðir lesbia og homma bet- ur og skipuleggja þær með það fyrir augum að fá fleiri þátttak- endur frá öllum löndunum. Danir hafa staðið fyrir slíkum búðum á eyjunum sínum hvert sumar í nokkur ár og eru þær góður vett- vangur til betri og meiri kynna fólks. 4. Nokkuð var rætt um stöðu lesbía og homma innan verkalýðs- hreyfingarinnar, en margt hómó- sexual fólk á þar í vök að veijast. - Einnig voru fleiri mál á dagskrá sem of langt mál yrði upp að telja. En fleira var gert en að sitja á fundum. Menn sóttu matarboð, veisluhöld og brugðu sér á ball. -1 heild má segja að þessir dagar hafi verið mjög lærdómsríkir og skemmtilegir og maður kynntist þar mörgu fólki. Brátt munu svo Samtökin ' 78 hefjast handa um að skipuleggja fundinn sem haldinn verður í Reykjavík n.k. sumar. Baráttukveðjur - ÓG. 29

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.