Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 5
Það er vel þekkt staðreynd aö diskótekin urðu fyrst til meðal homma
markvissa og meðvitaða afstöðu til
þeirra ofsókna sem þeir verða fyrir.
En stundum verður aðferð auðmýk-
ingarinnar sýnileg og kunnug
fleirum en hommum og
fordómarnir koma fram í
dagsbirtuna. Um það má taka skýrt
dæmi frá liðnum misserum.
Safari
í fyrrasumar tók nýr eigandi við
skemmtistaðnum Safari sem notið
hafði vinsælda eftir að hann var
opnaður veturinn áður og m.a.
verið vel sóttur af þeim hommum
og lesbíum sem stunda skemmtana-
lífið á annað borð. Nýi eigandinn,
Jóhannes Lárusson, þekkir
mætavel eðli markaðslögmálanna
og þá staðreynd að í reykvísku
skemmtanalífi er framboðið meira
en eftirspurnin með harðnandi ár-
ferði. Samkeppnin um hylli við-
skiptavinanna er hörð og í baráttu
bissnessmannanna helgast öll meðöl
af tilganginum - að græða. Meðal
eigenda skemmtistaða gengur sú
goðsaga að þegar hommar og
lesbíur fari að sækja einhvern stað
þá missi sá staður orðstír sinn. Og
ef skemmtistaður gengur illa þá á
það að vera hommum að kenna,
þeir fæli siðprútt fólk frá.
Dæmigert bergmál af fáfræði- og
fyrirlitningarröddum samfélagsins.
Jóhannes og fyrirtæki hans greip
nú til næsta fyrirlitlegra aðferða til
að útiloka homma í að skemmta sér
með öðru fólki. Einn rigningardag
á liðnu sumri birtist sú auglýsing í
Morgunblaðinu frá Safari að þar
væru „næstum því allir velkomnir”
og þegar gengið var á Jóhannes
Lárusson lýsti hann því yfir í blöð-
um að við homma væri átt. Fleiri
auglýsingar birtust svo í sama dúr, í
einni þeirra gaf t.d. að líta tilraun til
að semja misheppnaðan homma-
brandara sem raunar vitnar fyrst og
fremst um kynferðisbælingar þeirra
er sömdu hana. Alveg er það maka-
laust að þeir Safari-menn skuli vera
svo skyni skroppnir að afhjúpa
bælda kynóra sína á svo augljósan
hátt.
Um líkt leyti mátti lesa viðtal við
eiganda Safari í Tímanum þar sem
hann fullyrðir að yngri menn á
Safari verði fyrir miklu ónæði frá
hommum (á máli skemmtistaðaeig-
enda heitir það að verða fyrir
,,ónæði‘‘ ef hommi yrðir á aðra
karlmenn). Við þessa hommagrýlu-
sögu sína bætir maðurinn við: ,,Að-
farir þeirra hér voru bara frá hrein-
5