Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 6

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 6
lætislegu sjónarmiði óþolandi.“ — Óneitanlega er allt tal um hreinlæti hjáróma úr munni manns sem einskis svífst í að nýta sóðalegustu aðferðir til að skerða þau sjálf- sögðu mannréttindi eins þjóðfélags- hóps að skemmta sér með öðru fólki. Ruddaskap svarað með lögsókn Nýjasta aðför þeirra Safari-manna fékk óvæntan stuðning frá íslenskri sorpblaðamennsku — stóra for- síðufrétt í DV. — 2. mars sl. segir DV frá því að pilti nokkrum hafi verið nauðgað í Safari en hann síð- an dregið kæruna umsvifalaust til baka enda ekki á neinu að byggja. í „frétt” DV voru bersýnilega dregn- ar þær ályktanir að þeir sem nauðgi karlmönnum séu ávallt hommar. Fram hjá því er horft að á sama hátt og sá sem nauðgar kvenmanni hefur óheilbrigða afstöðu til kvenna þá vakir það fyrst og fremst fyrir þeim sem nauðgar karlmanni að niður- lægja hann og svívirða. Þegar um slíkar nauðganir er að ræða sýna dæmin að sá sem nauðgar telur sig gagnkynhneigðan og velur sér homma að fórnarlambi eða mann sem hann heldur vera homma. Þótt málið hafi oltið um sjálft sig tókst DV engu að síður að búa til sæmilega sölufrétt með aðstoð Jóhannesar Lárussonar sem lýsti því yfir að hann muni gera allt sem hann geti til að koma í veg fyrir að „svona geti komið fyrir aftur“. — Svona hvað? Á að koma í veg fyrir taugaveiklunaróra dauðadrukkinna pilta þegar þeir velta um sjálfa sig á klósettinu á Safari? — Ó nei, hommunum var ætlað skeytið og nú var fundin ný ástæða til að auka ofsóknirnar. Þær létu heldur ekki á sér standa og voru ruddalegri en nokkru sinni áður og bitnuðu ein- vörðungu á opnum hommum. Ef sást til þeirra á Safari voru þeir dregnir af dansgólfinu eða úr sam- ræðum við aðra gesti og beint á dyr með svívirðingum og líkamlegu of- beldi. Svo langt gekk ruddaskapur- inn að nokkrir gestir staðarins leit- uðu lögfræðings sem nú vinnur að undirbúningi lögsóknar. Að ala á hommahatri En eitt höfðu stjórnendur Safari á hreinu. Með auglýsingum staðarins og yfirlýsingum í blöðum var mark- visst verið að ala á fyrirlitningu fólks í garð homma og höfðað til þess lægsta í hverri manneskju. En til hvers? Aftur kemur sama gamla svarið: Til að hala meira inn í kassann. Eigandinn taldi þetta vera leiðina og hafði þar stuðning af goðsögunum. Ykkur er óhætt að koma, hommarnir eru farnir. Með því móti segir hann gagnkyn- hneigðu fólki að vera okkar á skemmtistað hans komi í veg fyrir að það fái notið kvöldsins. Þótt enginn skemmtistaður í Reykjavík hafi gengið jafn langt í því og Safari að ala á hommahatri til að afla sér viðskiptavina þá eru auðmýkingarnar á öðrum skemmti- stöðum kannski ekki svo frá- brugðnar þegar grannt er að gáð. Þar endurtekur sama sagan sig um ársins hring: eina helgina eru sumir útilokaðir, þá næstu komast allir inn, hina þriðju eru allir útilokaðir, þá fjórðu komast allir inn nema 6

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.