Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 9

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 9
þá strönduðu málin á hinum tveim- ur. Þær vildu ekki kæra karlinn af tillitssemi við konuna hans. En mér er bara spurn, er henni nokkur greiði með þvi að láta manninn komast upp með svona lagað? Hvað gerist innan veggja heimilis- ins, kemur ofbeldi hans ekki jafnt niður á henni og á okkur? Er þögn okkar ekki bara til að réttlæta það ofþeldi sem konur eru beittar? Hins vegar veit ég að þögn vinkonu minnar átti sér dýpri rætur þótt ekki sé auðvelt að tala um þá hluti. Hún hafði á þessum tíma engan veginn sætt sig við að lifa sem lesbía og hún er til dæmis algerlega í felum gagnvart fjölskyldu sinni. Ef við hefðum nú farið að kæra karl- manninn þá hefði orðið að koma fram hvað það var sem kom öllum ruddaskapnum af stað hjá honum. Og undir því gat ástkona þín ekki staðið, eða hvað? — Nei, hún kaus feluleikinn og það bitnaði svo á mér. Þó að ég mæti hana óskaplega mikils þann tima sem við vorum saman þá sveið mér þetta. Ég er stolt af því að vera sú sem ég er og ég áskil mér réttinn til að dansa við og kyssa ástkonu mína þegar okkur líður vel svona rétt eins og aðrir sem fara út að skemmta sér. Ég áskil mér líka rétt- inn til að fara út á götu og selja mál- gagn þeirra samtaka sem ég kýs að berjast með. En vinkona mín kaus að halda eins konar hlutleysisaf- stöðu. Hún vildi hvorki taka minn málstað né karlmannsins. En með þögninni studdi hún auðvitað þann sterkari í þessari viðureign. Og ég var sá aðili í öllu þessu sem varð harðast úti, að mér finnst. Ég er full af uppreisn og ég vildi svara fyrir mig en ég var líka tilfinningalega bundin vinkonu minni og tók þess vegna tillit til hennar. Nú, auk þess hefði það verið veik kæra ef ég hefði staðið ein að henni, því að það voru hinar stelpurnar sem urðu fyrir mestum meiðslum. Ég fékk aftur á móti svivirðingarnar og þær duga skammt sem kæruefni. Þú hefur eflaust lært sitthvað af öllu þessu? — Blessaður góði, hvort ég hef. Er það ekki týpískt að þegar maður er hættur að sitja heima og grenja yfir því að maður sé „hinsegin” og farinn að hafa gaman af sjálfum sér eins og maður er, þá koma þeir, þessir sjálfskipuðu lögregluþjónar meðal karlmannanna og minna okkur á hver staða okkar eigi að vera hér í lífinu. Það bitnar hart á okkur lesbíum en mér þætti lika fróðlegt að vita hvaða lífi konan hans lifir með þessum tudda. Af hverju leggurðu ekki í svona mann þegar sparkað er í þig? Þú hefur löngum haft orð á þér fyrir að kunna að hitta bolta. Ja, það er nú það. Ég hef alltaf haft andúð á ofbeldi, það er sitthvað að sparka í fólk og að sparka í bolta. Einhvern veginn trúi ég því að maður eigi nú að nota skynsemina í staðinn fyrir líkamsaflið til að eiga við svona andstæðinga. En, nú er ég reynsl- unni ríkari, kannski ég ætti að drífa í því að læra sjálfsvörn. Þorvaldur Kristinsson 9

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.