Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 11

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 11
stjóra ríkisins, þar sem mér er tjáð að ríkissaksóknari hafi ritað embætti hans bréf þess efnis, að eigi þyki af ákæruvaldsins hálfu efni til frekari aðgerða í máli þessu: „Rannsóknargögnin sýnast leiða í Ijós, að ástæður þess, að starfs- menn veitingahússins meinuðu kæranda og sambýlismanni hans inngöngu, voru þær, að starfs- mennirnir höfðu vitneskju um að þeir félagar væru meðlimir í ,,Sam- tökum ’78, félagi lesbía og homma á íslandi“ og töldu þá með ósæmi- legu framferði og klæðaburði ítrek- að hafa valdið ónæði og truflunum í veitingahúsinu.“ Embættismenn í gegnsæjum blúndukjól Afgreiðsla málsins hjá ríkissak- sóknara berstrípar þá fordóma og þá hommafyrirlitningu, sem valdsmönnum íslenskum þykir enn viðeigandi að sína á almannafæri. Blygðunarleysið er himinhrópandi. Þó að máli þessu sé lokið eftir leið opinberra refsimála, þá er því ekki að öllu leyti lokið, því að hverjum manni stendur opin leið einkamála. Og þó að ekki hafi reynt frekar á í hinni opinberu meðferð, þá hefur það haft sitt að segja, að embættismenn rannsóknarlögreglu og ríkissaksóknara hafa þurft að fjalla um kæruna, og að eigandi og starfsmenn veitingahússins hafa þurft að sinna skýrslugjöf við opin- bera rannsókn. Slíkt veitir aðhald. Embætti ríkissaksóknara hefur nú þurft að ákæra nokkra lögreglu- menn fyrir að gera mistök dyra- varða í veitingahúsi að sínum með ólöglegri handtöku. Ekki hefur enn reynt á, hverju það varðar að embætti ríkissaksóknara gerir hommafyrirlitningu veitingahúss- eiganda að sinni. Ráðum niðurlögum ofsóknarmannanna Við hommar þurfum að uppræta það ástand, að veitingahúsaeigend- ur og starfsmenn þeirra telji sér fært að ofsækja okkur. Það gerum við með því að sækja staðina sem meðvitaðir hommar og að standa fast á rétti okkar hvar og hvenær sem er. Það gerum við með því að kæra allt ofbeldi sem okkur er sýnt af hálfu þessara aðila til réttra aðila, þ.e. lögreglunnar eða rann- sóknarlögreglunnar eftir eðli máls- ins. Jafnframt þurfum við að sækja rétt okkar eftir leið einkamálarétt- arins, því að um margt af því sem til álita kemur í framferði veitingahúsa gagnvart hommum gilda ekki ótví- ræð lagafyrirmæli. Þegar svo stend- ur á liggur réttarstaða ekki fyrir fyrr en með dómsuppkvaðningu. Samtökin ’78 hafa nú af marg- gefnum tilefnum sett skemmtistaða- málin meðal forgangsverkefna. Lögfræðingur á okkar vegum tekur að sér að reka á kostnað félagsins mál fyrir þá homma er hafa tilefni til að kæra veitingahús fyrir meint opinbert brot í sinn garð ellegar að leita réttar síns með einkamáli. Það er brýnt að allir sem hér gætu átt hlut að máli nýti sér þessa leið, með fjölda kæra til opinbera réttarkerf- isins og fjölda mála fyrir einka- máladómstólum ætti okkur að takast að kveða hommafyrirlitn- ingu skemmtistaðaeigenda og ríkis- saksóknara, sem misréttið á stöðun- um byggist á, í kútinn. Fáein minnisatriði Skemmtistaðaeigendur og ríkissak- sóknari tengja okkur homma fyrst og fremst við einhvern tiltekinn 11

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.