Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 16

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 16
svona. Meira romm?” „Er með... en ég þyrfti að hringja.” „Síminn er búinn að vera bilaður í kvöld. Ætlarðu ekki að vera?” „Vera? Jújú, mér liggur ekkert á strax. Hvar ertu vanur að sitja?” „Ég? Hvar sem er. Konan var vön að breiða úr sér í sófanum, svo að ég er vanastur gólfinu.” „Varstu giftur?” „Brá þér núna? Hún fór fyrir mánuði.” „Eruðið að skilja?” „Nei, afhverjuþað? Hún barafór.” „Vildi hún ekki skilja þig?” „Þetta snýr allt öfugt í þér. Það var ég sem var seinn að skilja. Kom heim um kaffileytið, hafði snúið mig, og gómaði hana með skólastráknum uppi. Búið og gert. Farin.” Þeir horfðu á myndina, sátu í sófanum, hvor á sínum enda. Þorsteini fannst einsog þagnargjá á milli þeirra. Hann var órólegur útaf símanum. Ef hann hringdi ekki fyrir miðnætti færi aðgerð X í gang. Það var samkomu- lag milli hans og þess sem hann deildi íbúðinni með að þegar annar færi á stefnumót að óséðu eða færi út að veiða, þá væri hinn heima. Ef altílagihringingin kæmi ekki, þá mundi sá sem heima sæti hafa samband við lög- regluna. Þetta hafði aldrei gerst, en Þorsteinn horfði bara á hryllinginn og dragsúginn í höllinni með hálfum huga, hann var að velta því fyrir sér hvar lögreglan mundi byrja að leita. Örfirisey? Gróttu? Nauthólsvik? „Ha?” „Viltu annan, sagði ég.” „Játakk, hafðann þynnri.” „Þú varst í órafjarska.” „Ég var bara að hugsa hvað það væri notalegt hérna.” „Það gerir félagsskapurinn.” „Ætli ekki það.” Gunnar kom sér aftur fyrir í sófanum og virtist fylgjast með myndinni af áhuga. Nú er að hrökkva eða stökkva, hugsaði Þorsteinn með sér, maður snýr ekki við úr þessu. Giftur, skilinn, hvaða máli skiptir það? Allt svoleiðis mega félagsfræðingarnir og allar þessar smásálir eiga. Hann lét sig renna niður á gólf og tók með sér sessu úr sófanum til þess að hafa undir sér. Gunnar gaf ekkert út áþað, hreyfði sig ekki. Þorsteinn færði rommglasið yfir í vinstri hönd, lauk við sígarettuna og hallaði sér aftur til þess að slökkva í henni. Um leið og hann dró að sér höndina lagði hann hana um ökklann á Gunnari. „Er þetta sá sem þú snerir?” spurði hann sakleysið uppmálað. „Já, en hann er orðinn góður núna.” Sem gat þýtt að ekki þyrfti að nudda hann, hversu næmlega sem það væri gert. Eða þá að Þorsteinn þyrfti ekki að vera svona varkár. Hvernig sem í þessu lá, þá færði hann nú fingurgómana léttilega en ákveðið upp mjúka loðnuna innanfótar. Þegar höndin lá á kálfanum kom fimmaurabrandari í myndinni. Þeir hlógu báðir of snemma, og Gunnar hreyfði sig, í fyrsta skipti í tíu mín- útur, og sem ekkert væri teygði hann úr fætinum svo að Þorsteinn gæti auðveldlega strokið vöðvana innanlæris. „Verð að míga. Biddu.” „Hvað nú” tautaði Þorsteinn með sjálfum sér. Tauga- skrekkur og sektarkennd á elleftu stundu? Ætli hann komi svo ekki með syndalestur, bolli af heitu súkkulaði og svo karlmannlegt kveðjuhandtak. Ekki var það nú svo slæmt — allt kom þetta líklega bara til af því að konan var farin frá Gunnari, karlmaður var ódýrari og öruggari en að reyna við kvenmann, bjóða út að borða og allt það. En kannski, kannski hafði Gunnar horfið svona snögg- lega vegna þess að honum var í raun og veru mál. Gunnar stóð frammi á gangi. „Þurfum ekki öll þessi ljós,” sagði hann og kímdi, „bjarminn af sjónvarpinu dugar.” Hann slökkti ljósin og skellti í lás frammi. Hann settist á sessuna hjá Þorsteini og hallaði sér uppað sófanum. Andartaki síðar lá vinstri handleggurinn yfir öxlina á Þorsteini. Þegar við elskumst eru það fingur okkar og varir sem tala — ákaft, síðan stillilega, svo aftur ákaft. Nýr líkami er einsog nýtt land sem býr yfir óendanlegum undrum, hæðum, hólum og lautum. Við upplifunina vex okkur færni, einsog landkönnuði með hverju nýju landi. En samt eru það bara þeir sem allra mest eru einmana, og þeir barnalegustu, sem láta blekkjast af færninni einni. Án ástúðar og umhyggju verður engin rík ánægja, og slíkra funda kjósum við ekki að minnast. Fundur Þorsteins og Gunnars var ríkur af faðmlögum og atlotum er báru vott vellíðan og unaði. Aðeins einu sinni skiptust þeir á orðum, Þorsteinn hafði mjakað hendinni lengra og dýpra milli læra Gunnars, þangað til hann kipptist til: „Ekki þetta.” „Alltílagi,” hvíslaði Þorsteinn hlýlega, „ekki ég heldur.” „Og...?” „Og... það eru fleiri leiðir,” sagði hann hljóðlega, „mig langar að sjá framan í þig.” „Hvað viltu?” „Skiptir ekki máli... svona, finnst þér þetta ekki gott, finnst þér það ekki?” „Ofsalegt, dásamlegt.” Myndin var svo búin þegar þeir kveiktu sér í bestu sígarettu dagsins. Höfuð þeirra snertust þar sem þeir lágu á sessunni. „Heitirðu í alvörunni Gunnar?” „Kyndugt að spyrja að því núna! Var ég ekki búinn að segja þér það?” „Mér datt þetta bara í hug. Sumir skipta um nafn þegar dimmir, þú veist. Þú verður að viðurkenna að þú komst dálítið einkennilega fyrir i sjoppunni.” Gunnar hló, saug að sér reykinn og skellti svo uppúr: „Það gat nú varla öðruvísi verið, var það?” „Áttu við að þú hafir ekki verið með mörgum mönn- um?” „Ojú, nokkrum sinnum, í gamla daga. í skátunum. Það var bara þetta venjulega, það þýddi ekki neitt sér- stakt.” „En afhverju ertu þá að hlæja?” „Ætli ég hafi ekki bara verið að hugsa um hvað ég heiti algengu nafni. Þú gengur bara inn i sjoppuna við Straumnes og segir „Þú heitir Gunnar?” og ég veit ekki fyrri til við veltumst um allsberir á teppinu. Dálítið kostulegt, það verðurðu að viðurkenna.” „Ég skil það ekki. Varla svararðu auglýsingunni, kem- ur að hitta mig og býst svo við að við förum að ræða um kjaraskerðinguna. ” „Hvaða andskotans auglýsingu! Síminn er bilaður, ég sagði þér það. Ég fór bara út í sjoppu að hringja. En ég var að segja þér það — Gunnar er bara svo algengt nafn.” ★ ★ ★ Guðni Baldursson íslenskaði. Sagan heitir Blind Date á frummálinu og birtist í smásagnasafninu Cracks in the Image/Stories by Gay Men, sem Gay Men’s Press í London gaf út 1981. 16

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.