Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 23
Fyrir hverja?
Var það þá fyrir homma sem þið
ætluðuð að leika?
— Já, fyrst og fremst. í byrjun
var það ofsalega mikilvægt fyrir
okkur að miða við þá sem áhorf-
endur. Það gerðum við til þess að
forðast þessa eilífu varnarstöðu
hommans og fara að útskýra okkur
og réttlæta. Við þurfum ekki að
biðjast afsökunar á neinu. Við leik-
arar megum ekki fara að kúga
sjálfa okkur og fara að sensúera
okkur eins og við hefðum líklega
gert ef við miðuðum vinnu okkar
við heterósexúal áhorfendur. Hvað
sjálfan mig snertir þá geri ég mig oft
og iðulega sekan um að fara að út-
skýra og afsaka mig og þess vegna
miðuðum við sýninguna í upphafi
við aðra homma til að eiga
auðveidara með að sýna hispurs-
leysi. Hins vegar varð raunin sú að
mikill fjöldi fólks kom og sá sýning-
una, varð hrifið og vildi ræða við
okkur á eftir. Og það er auðvitað
mjög mikilvægt.
Geturðu ekki lýst sýningum ykk-
ar fyrir mér, eins og til að gefa ein-
hverja hugmynd um á hvað þið
lögðuð áherslu?
— Jú, við getum þá byrjað á
Bossemyter (Þjóðsagnirnar um
hommana). Þar tókum við fyrir
margt af því sem heterósexúal fólk
segir til að niðra okkur: Þið eruð
svo kvenlegir, þið dragið litla stráka
á tálar, þið ríðið hver öðrum í rass,
þið eruð svo fjöllyndir að þið tollið
ekki í föstum ástarsamböndum
o.s.frv. Og ég hef eytt mikilli orku í
að afsaka mig og segja nei, nei, það
passar ekki, ég er ekki svona. Auð-
vitað er það lygi og áður en ég veit
af er ég farinn að afneita sjálfum
mér. En svona er ég — þó ekki á
þann hátt sem þjóðsagnirnar lýsa
mér. Að baki þjóðsögunum liggur
annar og meiri sannleikur, og þenn-
an sannleik reyndum við að draga
fram án þess að afneita sjálfum
okkur. Sýningin var n.k. svar við
sögnunum um okkur þar sem við
töluðum fyrst og fremst til annarra
homma og reyndum að sýna fram á
hvað það sé mikilvægt að við tölum
um líf okkar í fullri einlægni.
Skot í allar áttir
— Næst kom svo revían Christo-
pher Street. Þar gerðum við grín að
stríðandi öflum innan homma-
heimsins og sendum skotin í allar
áttir. M.a. fengu dönsku Samtökin,
Forbundet af 1948, smásendingar
frá okkur. Sumum þótti víst nóg
um gassaganginn og ég skal viður-
kenna það, að hún var ansi gassa-
leg.
Svo settum við Bent tveir á svið
okkar næstu sýningu, To bosser
(Tveir hommar). Fyrir mig var hún
það mikilvægasta sem ég hef gert á
sviði og ég þroskaðist ótrúlega við
þá reynslu. Viðfangsefnið var dag-
legt líf okkar tveggja, allt það sem
við erum að glíma við daglega.
Þetta er jafn mikilvægt að sjá á
sviði og allt það sem við sjáum í
hefðbundnum leikhúsi. Þetta var
sýning um drauma okkar og drár,
það sem við söknum í lífi okkar og
það góða sem við eigum. Við undir-
bjuggum sýninguna í heilt ár með
öðru leikstarfi, vorum mjög nær-
göngulir hvor við annan og
reyndum að örgra hvor öðrum eftir
mætti. Þarna horfðist ég í augu við
drauma og tilfinningar annars
manns og fékk bæði gagnrýni á til-
finningar mínar og staðfestingu á
þeim.
Leikið fyrir skólanemendur
— Fyrsta sýningin, sem var bein-
línis ætluð öðrum en hommum, var
skólasýningin Pas pá bosserne
(Passið ykkur á hommunum). Við
höfðum tvennt í huga með henni,
annars vegar vildum við segja ungu
heterósexúal fólki frá lífi okkar,
hins vegar vildum við styðja við
bakið á þeim ungu hommum sem
sáu sýninguna. í hverjum skóla-
bekk sitja hommar sem eru alger-
lega einangraðir með tilfinningar
sínar, við vildum sýna þeim að í
rauninni væru til hommar sem liði
vel og lifðu glaðir við sitt. En það
vita fæstir af þessum ungu homm-
um. Allar fyrirmyndir þeirra eru
heterósexúal og ekkert lát á áróðr-
inum. Sjáðu bara auglýsingaheim-
inn og poppmúsíkina.
Og hún kom í sjónvarpið?
— Já, það voru nú meiri lætin.
Þeir sem sjá um dagskrárefni fyrir
unglinga sáu sýninguna, fannst hún
góð og pöntuðu hana. Samningar
voru svo undirritaðir án þess að
dagskrárstjórinn áttaði sig fyllilega
á því hvað hann væri að sam-
þykkja. Þegar hann sá svo upptök-
una, reyndi hann að stoppa hana
með því að banna eitt atriðið sem
var þá svo sem ekkert eldfimara en
annað. En hann vonaðist greinilega
til að við yrðum móðgaðir og
drægjum alla sýninguna til baka.
Auðvitað urðum við móðgaðir en á-
kváðum að sætta okkur við klipp-
inguna og fengum sýninguna þann-
ig í gegn. Hún hlaut bæði góðar og
slæmar' móttökur í blöðunum.
Raunar kom í ljós að það voru
laumuhommar sem voru reiðastir í
lesendabréfum blaðanna og sögðu
að við værum alltof ,,kvenlegir“ og
þar fram eftir götunum, þeir væru
alls ekki svona, ónei.
Stutt í umburðarlyndinu
í skólunum og á sýningum úti í
bæ buðuð þið upp á umræður eftir
sýningu. Hvernig var að sitja fyrir
svörum?
— Bæði gott og vont. Ég var oft
þreyttur á að hlusta á alla þá sem
töluðu stöðugt eins og ég væri innst
inni óeðlilegur. Umburðarlyndið
skorti kannski ekki á ytra borðinu
en þegar við sýnum það og segjum
að við höfum það jafngott og
heterósexúal fólk, svo ég tali nú
ekki um ef ég tel að ég hafi það
stundum betra en aðrir, ja, þá fer
nú að styttast í umburðarlyndinu.
Lýstu því hvernig þið vinnið. Þú
talaðir áðan um basisgrúppuna sem
aðferð til að nálgast efnið.
— Já, við byrjum alltaf á því að
ræða það sem við viljum gera út frá
okkar eigin reynslu. Svo impróví-
serum við eða spinnum út frá þessu
og oft fléttum við persónulegar
frásagnir inn í sýningarnar. Við
miðum allt við stöðu okkar hér og
nú og þegar við tölum saman tökum
við ekkert sem sjálfsagðan hlut. Við
heimtum hreinskilni hver af öðrum
og t.d. segjum við alltaf ég en ekki
maður þegar við segjum skoðanir
okkar. Svona lítið atriði getur haft
ótrúleg áhrif á hreinskilnina.
Hefur ykkur aldrei langað til að
setja fullskrifuð leikrit á svið?
— Jú, stundum verður mér á að
hugsa hvað það væri nú auðvelt að
fá góðan texta í hendurnar. En ég
veit að mér myndi bara leiðast það
þegar til vinnunnar kæmi. Jú, auð-
vitað gæti ég hugsað mér að vinna
með góðum rithöfundi sem liti á sig
sem jafningja okkar leikaranna og
tæki þátt í basisgrúppustarfinu. En
ég er smeykur við rithöfunda, ég
held að þeir séu of uppteknir af per-
sónulegum metnaði og ekki tilbúnir
að hlusta á okkur sem leikum. Mig
langar ekki til að standa á sviðinu
í hlutverki A eða B, sem rithöfund-
ur hefur skammtað mér án tillits
til þess hver ég er og hvaða reynslu
ég hef að baki. Og þetta gildir
líka um hina í hópnum. Við er-
um ekki að fjandskapast við fag-
mannlega kunnáttu, við krefjumst
bara algjörs jafnréttis. Nú höfum
23