Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 28

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 28
Spjallað við kvennahópinn Laugardaginn 5. nóvember var opið hús á vegum kvennahóps Samtakanna ’78. Nú er þessi kvennahópur hér samankominn og ætlunin er að rekja úr þeim garnirnar. Jæja stelpur, þið eruð fimm tals- ins sem stóðuð að þessu kvöldi. Hvernig byrjuðuð þið að starfa saman? — Þetta byrjaði nú eiginlega allt utan Samtakanna. Við höfum þekkst í nokkurn tíma og kynnt- umst í gegnum skóla og þvíumlíkt. Samt kynntumst við eiginlega ekki vel fyrr en opið hús Samtakanna tók til starfa í lok júlí. Okkur fannst ómögulegt að í Samtökunum störf- uðu bara karlmenn og þar að auki mjög ,,þröngur“ hópur karlmanna. Sá af strákunum sem hefur starfað einna mest með okkur er Ketill, góðvinur okkar, og hann hefur styrkt okkur mikið og komið með ýmsar hugmyndir því að við erum allar byrjendur á þessu sviði. Það hefur háð okkur mikið við skipu- lagningu og undirbúning þessa oppa húss sem við stóðum að. I framhaldi af þessu má þá spyrja hvernig þið hafið hagað undirbún- ingnum? — Eins og við sögðum þá vissum við eiginlega ekki hvar við ættum að byrja og eflaust hefur okkur orð- ið á mörg mistök. En við verðum þá bara að bæta fyrir þau í næsta skipti. En við byrjuðum á að gera auglýsingar og ákváðum að hengja þær upp í flestum framhaldsskólum og setja þar að auki smáauglýsingu í DV. Eins og okkur hafði grunað lentum við í smávandræðum með þær. í sumum skólum eins og Fjöl- brautum Breiðholts og Kvennaskól- ans og sömuleiðis MS voru þær rifnar niður. í DV vorum við líka neyddar til að fella úr orðið LESBÍUR í yfir- skrift auglýsingarinnar STELPUR —KONUR—LESBÍUR. Það kom nú reyndar ekki í ljós fyrr en við fórum að athuga kvittunina og urð- um því að gera okkur aukaferð inn á DV til að fá málið útskýrt. Heldur voru rökin bágleg fyrir brottfalli orð- 28

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.