Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 31
Sú umsögn barst hins vegar svo
seint, að dómsmálanefnd Norður-
landaráðs hafði þegar gengið frá
álitsgerð sinni. Allir nefndarmenn
hvöttu til samþykkis tillögunnar,
utan finnski þingmaðurinn Heikki
Riihijárvi (úr Landsbyggðarflokkn-
um), sem hafði eftirfarandi fyrir-
vara:
,,Ég tel fyrir mitt leyti að lögum
sé svo varið í Finnlandi að með
þeim sé samkynhneigðum ekki mis-
munað en ekki heldur gert mögulegt
að þessi öfuguggaháttur dreifist
frekar.“
Umrasða um ályktunartillöguna
fór fram fimmtudagskvöldið 1. mars.
Áður hafði RFSL í Svíþjóð efnt
til fréttamannafundar þar sem af-
staða flutningsmanna var kynnt og
gerð var grein fyrir ástæðum til þess
að ályktunarinnar væri þörf. Tíu
þingmenn tóku til máls þegar til-
lagan kom til umræðu á þinginu,
flestir mjög meðmæltir tillögunni.
Tveir ,,kristilegir“ frá Danmörku
og Noregi mæltu þó á móti henni,
enda mótast afstaða flokka þeirra
af því að þeir höfða helst til mein-
bægni ýmiss konar og
mannvonsku.
Atkvæði voru greidd á níunda
tímanum um kvöldið. Hiriir „kristi-
legu“ höfðu lýst áhyggjum sínum
af því að hommar (lesbíur skipta
ekki máli) vildu komast í heilagt
hjónaband, en studdu manngæsku í
fjarlægum álfum. Þess vegna lagði
formaður Hægriflokksins norska,
Benkow, til að atkvæði yrðu greidd
um hvora grein um sig. Fyrri grein-
in, um áskorun til norrænu ráð-
herranefndarinnar kom til atkvæða
klukkan 20:18, og hlaut 61
atkvæði, 7 voru á móti, 5 sátu hjá
og 14 voru fjarverandi. Seinni
greinin um samstöðu á alþjóðavett-
vangi, kom til atkvæða mínútu
seinna, og þá sögðu 65 já, 3 nei, 4
ekkert og 15 voru annars staðar.
íslendingar þeir, sem áttu nú sæti
í Norðurlandaráði, greiddu atkvæði
sem hér segir: Eiður Guðnason úr
Alþýðuflokki sagði já, Páll Péturs-
son úr Framsóknarflokki tók ekki
afstöðu (viðkvæmt mál á Blöndu-
svæðinu), Stefán Benediktsson úr
Bandalagi jafnaðarmanna sagði já,
Friðjón Þórðarson og Ólafur G.
Einarsson úr Sjálfstæðisflokki
sögðu já við fyrri greininni, en Frið-
jón var farinn þegar seinni greinin
kom til atkvæða, Pétur Sigurðsson
úr Sjálfstæðisflokki og Guðrún
Helgadóttir úr Alþýðubandalagi
voru ekki á staðnum.
Að lokum þykir mér skylda
okkar að birta hér þau orð, sem
Inge Fischer Moller (sósíaldemó-
krati Danmörku) hafði yfir:
,,Frú forseti! Nú verður maður
að leggja á sig bönd, þegar maður
hefur heyrt hvað þeir hafa að segja,
fulltrúi Finnlands og landi minn úr
„Kristilega þjóðarflokknum“, Jens
Steffensen.
Ég legg ekki í deilur við þá, en vil
aðeins undirstrika, að það verður
ekki ákveðið með lögum hver skuli
elska hvern. Maður kemst heldur
ekki gegnum lífið með bundið fyrir
augum. Því verður að viðurkenna
og samþykkja að sumir eiga sér þá
ást er háttar öðruvísi en meirihlut-
ans. Ég tel því nauðsynlegt að ráðið
styðji tillögu dómsmálanefndarinn-
ar, svo að með því megi stuðla að
öryggi þessa fólks og gera því kleift
að koma úr felum — sem þrátt fyrir
mikið upplýsingastarf er mörgum
of erfitt, og neyðarlegt. Mér finnst
það ekki neyðarlegt, en annað er að
segja um það sem ég hélt fyrst að
væri prentvilla, þegar ég las fyrir-
vara finnska fulltrúans i dómsmála-
nefndinni. Látum liggja milli hluta.
Vonum bara að tillagan hljóti
meirihlutafylgi, og vinnum svo
hvert í sínu heimalandi að þvi að
gera það sem þar er um rætt að
veruleika, opnum málefnið.
En svo vil ég segja við finnska
fulltrúann, sem situr þarna: Það
væri réttast að etja kappi við þig
hér, en ég ætla heldur að drekka
með þér kaffi á eftir og segja þér
ofurlítið frá því hvað það er sem við
þurfum að gera til þess að skapa
öryggi allra í samfélagi okkar og
tryggja opinská viðhorf.“
Guðni Baldursson
Jesús minn, Gunna, mamma er í símanum, hjálpaðu mér að finna eitthvaö heterósexúal til að segja.
31