Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 35
Ef kvenlegur þýðir blíöur og nærgætinn þá eru það prýöilegir eiginleikar...
Kæri vinur.
Þakka þér fyrir bréfið. Ég sé að
þú ert kominn allvel af stað með að
leita að sjálfum þér. Mér sýnist því
að ég þurfi ekki að hjálpa þér að
yfirvinna þá tregðu sem hindrar svo
marga í því að hefjast handa um
það.
Vindum okkur því beinustu leið í
spurningarnar. Síðustu spurning-
unni svara ég fyrst. Ég er sammála
þér að ekki sé ráðlegt að segja fjöl-
skyldunni frá vangaveltum þínum
fyrr en þú ert nokkuð farinn að ná
áttum sjálfur. Þú þarft ekki að bíða
með það þangað til að þú hefur náð
fullkomnum tökum á ástamálun-
um, en þegar þú veist með sjálfum
þér að þú stefnir að því, og ert bú-
inn að setja þér svona nokkurn veg-
inn hvernig, þá skaltu endilega
ræða við fjölskylduna, þyki þér að
þvi fengur. Og það hygg ég að flest-
ir vilji njóta góðs trúnaðarsam-
bands i fjölskyldunni. En færirðu
að opna hug þinn núna, þá er hætt
við að ráðaleysi hennar yrði engu
minna en þitt, og atburðarásin gæti
leiðst út á óheppilegar brautir.
Til þess að ná þessari afstöðu,
sem ég nefndi, að vita hvert þú vilt
stefna og hvernig, er traust sam-
band við einhverja persónu vissu-
lega mikils virði, þó að ekki sé það
algert skilyrði. Við vorum einmitt
að ræða þetta um daginn, nokkrir
vinir, hvort þyrfti að koma á und-
an, ástin eða afstaðan. Okkur sýnd-
ist sitt hverjum, en sættumst á, að á
þessu væri allur gangur. Enda hlýt-
ur það að styðja hvort annað, svo
að dafni annað, þá blómgist hitt.
Þetta er reyndar kjarni þess sem ég
vil segja þér. — Það sem á eftir
kemur eru vangaveltur varðandi
spurningar þínar, og er þess eðlis að
ekki er víst að þér þyki mikið leggj-
andi uppúr því.
Þú notar orðin kvenlegur og karl-
mannlegur. Þessi orð hafa margar
og ólíkar merkingar, en þó svo
skyldar, að oft er örðugt að átta sig
á. Kvenleg kona, er hún blíð og
nærgætin, eða fyrst og fremst fag-
urvaxin og andlitsfríð, eða kannski
eftirlát og ístöðulaus, eða þá ósín-
gjörn og fórnfús, eða klók, eða
heimsk, eða ...? Karlmannlegur
strákur, er hann íturvaxinn og
fagurlimaður, eða frekur og ófyr-
irleitinn, eða hlýlegur og traustvekj-
andi, eða ágengur og tillitslaus, eða
altekinn bíladellu, eða gáfumaður,
eða refur, eða ...? Og ekki verður
greiðara að átta sig þegar þessi ó-
ljósu lýsingarorð eru höfð um hitt
kynið. Ef kvenlegur þýðir blíður og
nærgætinn, þá eru það prýðilegir
eiginleikar sem við karlmenn ættum
að gera tilkall til líka. Þýði það í-
stöðulaus eða heimskulegur, þá
finnst mér konum gert rangt til að
kenna þá eiginleika þeim sérstak-
lega. Á ég að segja þér það, að ég
held að ég sé löngu hættur að nota
þessi orð, nema ég sé sérstaklega að
leggja áherslu á einhverja þá þætti,
sem mér geðjast vel að hjá viðkom-
andi persónu. Af því leiðir að þá
sjaldan að ég nota þau, þá nota ég
orðið kvenlegur um konur og orðið
karlmannlegur um karlmenn. — Af
því sem þú segir um sjálfan þig, þá
skilst mér að þú sért ekki ruddaleg-
ur, ekki karlrembusvín, ekki yfir-
gangssamur. Þetta er kostur, sem ég
held að flestum körlum og konum
falli í geð. Ég veit ekki hvort þú átt
við að þú sért heldur ekki ýkja
kjarkmikill eða framtakssamur. Ef
svo er þætti sumum körlum og sum-