Fréttablaðið - 22.10.2020, Side 14

Fréttablaðið - 22.10.2020, Side 14
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Hverasvæðin vestur af Hrafntinnuskeri minna helst á gómsætt nammi og hrafntinnan í kring á lakkrísbita. MYNDIR/TG Litrík líparítgil með snotrum hverum einkenna Reykjadali. Sjóðheitir hverir bræða víða göt í snjó- skafla og úr verða abstrakt listaverk. Eitt mesta háhitasvæði landsins er staðsett milli Landmannalauga og Torfajökuls. Þar er það innan Friðlandsins að Fjalla­baki og verður því varla virkjunum að bráð. Jarðhitinn er hvað mestur í kringum Hrafntinnusker, en það þekkja allir sem farið hafa Laugaveginn. Vestur af Hrafntinnuskeri er afskekkt en stórbrotið svæði sem áður var þekkt fyrir myndarlega íshella, sem eru í dag varla svipur hjá sjón. Skammt frá þeim er frábær útsýnisstaður, Jóns­ varða, en hana hlóð Jón bóndi Hannesson, árið 1928. Í kyrru veðri má þarna sjá gufustróka stíga út um allt til himins, ekki síst þegar horft er til Reykjadala sem bera nafn með rentu. Stærstur hveranna var löngum Hvínandi en þar sem hann geispaði nýlega golunni keppast aðrir hverir svæðisins um athyglina. Einnig má víða sjá hveraaugu og soðpönnur með litfögrum útfellingum sem minna á sælgæti, auk leirhvera sem stöðugt malla grábláan graut. Eins og nafnið ber með sér er hrafntinnu víða að finna við Hrafntinnusker. Svartir molarnir minna á lakkrískurl sem glampar á þegar sólin skín á þá. Þetta er biksvart gler sem myndað er úr súrri líparítkviku sem ekki náði að kristallast vegna hraðrar kólnunar. Hrafntinna hefur löngum verið vinsæl í skartgripi en á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar komst einnig í tísku að nota hana í klæðningu á opinberar byggingar, eins og Þjóðleik­ húsið. Var hrafntinnan þá sótt í námur í Sléttahrauni skammt frá Hrafntinnuskeri. Þetta voru sannkallaðir þungaflutningar því blýþung hrafntinnan var framan af flutt á hestum yfir svokallaða Pokahryggi og inn á Landmannaleið, þar sem vörubílar biðu. Hveraveisluna vestan Hrafntinnuskers má nálgast úr ýmsum áttum, til dæmis frá Höskuldsskála austan Skersins, eða akandi eftir jeppavegi sem liggur að íshellunum vestan frá Dalakofa, eða norðan af Land­ mannaleið yfir Pokahryggi. Efst á Pokahryggjaleið er Litlhöfðaalda með frábæru útsýni yfir Hrafntinnu­ sker og Reykjadali. Enn stórfenglegri er þó daglöng ganga frá Hrafntinnuskeri að Jónsvörðu, þaðan ofan í Austur­Reykjadali með fram Hrafntinnuhrauni og áðurnefndu Sléttahrauni, og loks niður eftir Vestur­Reykjadal að Dalakofa. Litrík gil eru þarna á hverju strái og ofan í þeim leynast oftar en ekki snotur hverasvæði. Sann­ kallaður konfektkassi, sem einnig er gaman að kynnast á fjallahjóli. Hverakonfekt með lakkrískurli 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.