Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 2
 Hamingjusamir hestar í haga Þessir hestar sem staðsettir eru við Eyrarbakka fylgdu ekki tveggja metra reglunni heldur létu vel hvor að öðrum í fallegum haustlitunum. Hestar eru sérlega félagslynd dýr og heilsast þeir gjarnan með því að lykta af nösum hvers annars. Þá eru þeir einnig gjarnir á að snyrta hvern annan, hneggjast á og leika sér saman. Rannsóknir hafa sýnt að hestar velji sér vini og bindist þeim frekar en öðrum hestum úr hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON F Ö S T U DAG U R 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafi nýst vel í allri stefnuvinnu forsætisráðuneytisins. Markmiðin eru margþætt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNLeiðarvísir að betra samfélagiHeimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra að-ildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur vinnuna við heimsmarkmiðin vera jákvæða og lærdómsríka þróun. Markmiðin eru sautján. ➛2 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna KYNNINGARBLAÐ SÉRBLAÐ fylgir Fréttablaðinu í dag UMFERÐ „Við höfðum áhyggjur í upphafi og sú staða hefur ekkert breyst,“ segir Hlynur Þór Agnars- son, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins en umgengni not- enda hlaupahjóla sem eru til leigu er oft verulega ábótavant. Hjólin liggja oft eins og hráviði á göngustígum svo fólk sem er sjón- skert á erfitt með að komast hjá. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ósk- aði í vikunni eftir að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar útfæri átak í samráði við hjólaleigur til þess að fá hjólaleigjendur að ganga vel frá hjólunum annars staðar en í vegi fyrir öðrum vegfarendum. „Nauðsynlegt er fyrir borgaryfir- völd að bregðast við þessari þróun, öllum vegfarendum til hagsbóta,“ segir í fundargerð ráðsins. Hlynur segir að hjólin séu mikil samgöngubúbót séu þau notuð rétt og skilað eins og á að ganga frá þeim. En þau eru ekkert sérstök fyrir þá sem hafa skerta sjón, liggjandi á göngustígum. „Við sendum frá okkur tilkynn- ingu seint í júní þar sem bent var á að tillitssemi skiptir máli varðandi þessi hjól,“ segir Hlynur. Treysta þurfi fólki til að skilja rétt við hjólin. „Þetta er snilldarferðamáti og býður upp á skemmtilega mögu- leika en við höfum áhyggjur af því við viljum ekki að fólk sé að hrasa og detta. Hvað þá ef þessu er lagt svo illa að það kemur einhver með hvítan staf og reynir að fara fram hjá og endar jafnvel út á götu.“ Hlynur segist ekki vita um nein slys á fólki en þekki vel til vand- ræða sem sjónskertir hafa orðið fyrir vegna hjóla sem er illa lagt. „Það eru vandræði um allt. En auðvitað gætu hafa orðið slys án þess að ég hafi heyrt um það, ég ætla ekki að útiloka það. Það liggur í augum uppi að það eiga ekki að vera neinar hindranir í gangveginum.“ Um 1.100 hlaupahjól standa borg- arbúum til leigu en fjögur fyrirtæki berjast um hylli borgarbúa, Wind Mobility er þar langstærst með um 600 hjól samkvæmt frétt Vísis í sept- ember, Hopp er með 300 hjól, Zolo um 200 og Kick telur nokkra tugi. Zolo stefnir á að fjölga hjólunum í borginni. Startgjaldið er alls staðar 100 krónur en mínútan kostar frá 28 krónum og upp í 32 krónur. Hlynur bendir á að það sé auð- velt að laga hlutina, það þurfi jú að staðfesta hvar hjólið var lagt frá sér þegar ferðalaginu er lokið. „Ef allir leggja hjólunum út í kanti þá eru held ég allir kátir.“ benediktboas@frettabladid.is Yfirgefnu hlaupahjólin sjónskertum til trafala Blindrafélagið hefur áhyggjur af hvernig skilið er við hlaupahjól sem eru til leigu um borgina. Hjólunum er oft skilað á miðri gangstétt sem skapar hættu fyrir þá sem eru sjónskertir. Reglur borgarinnar til hjólaleiganna eru skýrar. Þessum myndum var deilt á samfélagsmiðlum í sumar. MYNDIR/THEODÓR INGI Skráðu þig á póstlistann og fáðu Fréttablaðið sent rafrænt í morgunsárið Skráðu þig á frettabladid.is, á Facebook síðu Fréttablaðsins eða skannaðu QR kóðann – Mest lesna dagblað landsins REYKJAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins krefja stjórn Sorpu um svör um útflutning á plasti til brennslu erlendis. Líkt og greint var frá í umfjöllun Stundarinnar nýver- ið er stór hluti plasts sendur erlendis til svokallaðar endurnýtingar. Fyrirspurnin kemur í kjölfar bókana í borgarráði í gær. Þar gerðu Sjálfstæðismenn athugasemd við að ekki væri fjallað um endurvinnslu plasts á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Benti meirihlutinn á að fundurinn hafi átt sér stað tveimur vikum áður en umfjöllunin birtist. „Nú er stjórn Sorpu fjölhæf og fá málefni henni óviðkomandi en ekki býr hún svo vel að eiga tímavél til að ferðast í framtíðina til að geta sett efnisumfjallanir einstakra fjölmiðla á dagskrá fundar áður en þær birtast í þessum sömu fjölmiðlum,“ segir í bókun meirihlutans. Sjálfstæðismenn sögðu á móti að almenningur greiði gjald vegna plasts í endurvinnslu sem mis- brestur sé á. Þá hafi samkvæmt umfjöllun Stundarinnar Sorpa ekki aðeins verið upplýst um væntanlega umfjöllun, heldur verið að svara fyrirspurnum vegna málsins. Því hefði verið eðlilegt fyrir stjórnina að ræða málið. Af svörunum að dæma hafi stjórnin ekki verið upplýst um verklagið. Meirihlutinn hafnar því að stjórn- in sé ekki upplýst um það. „Stjórn Sorpu er vel kunnugt um útflutning plasts til orkuendurvinnslu.“ Aðeins 30 prósent af því plasti sem kemur til endurvinnslustöðvanna og helming þess sem komi úr plastsöfnun við heimilin sé hægt að endurvinna. – ab Upplýsi um plastbrennslu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir skilaði seinnipartinn í gær inn minnisblaði sínu varð- andi hertar aðgerðir vegna kóróna- veirufaraldursins til heilbrigðis- ráðuneytisins. Stefnt er að því að heilbrigðisráð- herra leggi tillögurnar fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í gær voru 1.005 manns í einangr- un með virkt COVID-19 smit hér á landi. 62 lágu á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og tveir voru á gjör- gæsludeild. Sólarhringinn á undan greindust 42 með innanlandssmit og 21 greindist á landamærunum, tólf þeirra voru með virkt smit. 1.730 einstaklingar voru í sóttkví. Á upplýsingafundi almanna- varna í gær sagði Þórólfur að hann myndi leggja til hertar aðgerðir en vildi ekki greina frekar frá tillögum sínum. Þá sagði Þórólfur að verði aðgerð- ir hertar myndu þær líklega þurfa að vera í gildi í tvær til þrjár vikur. Nú er í gildi tuttugu manna sam- komubann. – bdj Munu innleiða hertar aðgerðir Úr verklagsreglum borgarinnar n Fylgja verður lögum og reglum þegar skilið er við hjól, t.d. að það má ekki valda hættu eða óþarfa óþægind- um fyrir aðra umferð. n Ef ekki er brugðist við ábend- ingum þegar þær berast eða ef borgin telur brýna þörf, áskilur Reykjavíkurborg sér rétt að fjarlægja hjól og færa í geymslu á kostnað þjón- ustuaðila. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.