Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 16
Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draum- farir, hafði hann breyst í risavaxna bjöllu“ eru ein frægustu upphafsorð heimsbókmenntanna, upphafsorð Umskiptanna eftir Kafka. Viss lík- indi má sjá með Vinstri grænum og Gregor Samsa þegar þau vöknuðu upp daginn eftir kosningar, allt annar flokkur heldur en þau höfðu gefið sig út fyrir fram á kjördag. Þessi umskipti Vinstri grænna sjást víða og eru sláandi í afstöðu þeirra til auðlindaákvæðis stjórnarskrár- innnar. Vinstri græn stóðu að auðlinda- tillögu allra stjórmálaflokka, nema Sjálfstæðisf lokks og Framsóknar- f lokks árið 2013, þegar náðist breið samstaða um auðlindaákvæðið. 2020 hafa Vinstri græn snúið við blaðinu og leita nú samstöðu með þeim sem þeir áður stóðu gegn. Eðlilega er spurt hví Vinstri græn séu svo gjörsamlega heillum horfin og gengin í björg þeirra sem ganga erinda stórútgerðarinnar. Á meðfylgjandi samanburðar- töf lu má sjá hvernig orðalag auð- lindaákvæðisins var 2013 þegar Vinstri græn komu að gerð þess. Þar er talað um að þeir sem hag- nýti auðlindir greiði eðlilegt gjald til hóf legs tíma í senn, það leiði aldrei til eignaréttar eða óaftur- kræfs forræðis og hagnýtingin skuli vera á jafnræðisgundvelli. – Það orðalag sem Vinstri græn leggja til núna er aftur á móti eins og sniðið að þörfum þeirra sem nú hagnýta auðlindir landsins gegn málamyndagjaldi. Allt og sumt sem þar er sagt um gjaldtöku er að hún skuli ákvörðuð með lögum og gætt að jafnræði og gagnsæi. Það orðalag þýðir að gjalddtaka fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinn- ar, fiskimiðunum, verður aldrei nema á forsendum stórútgerðar- innar. Í núverandi lagaumhverfi og skorti á stjórnarskrárákvæði um auðlindir er orðalagið sem Vinstri græn leggja til, beinlínis til þess fallið að festa í sessi óbreytt ástand, og því merkingarlaust til að tryggja raunverulegt eignar- hald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Samræður í skötulíki Þegar efnt var til „samráðs“ með samtali við þjóðina um stjórnar- skrármál, að frumkvæði núverandi ríkisstjórnar, þá var það með þeim eindæmum að auðlindaákvæðið var undanskilið en það er það ákvæði sem líklegast er að þjóðin hafi mótað sér skoðun á. Samtökin Þjóðareign beindu því til Alþingis að samhliða forsetakosningunum í sumar yrði þjóðin spurð hvaða orðalag þjóðin vildi hafa á auð- lindaákvæði stjórnarskrárinnar. Þeirri málaleitan sáu stjórnvöld ekki ástæðu til að svara. Þjóðin hlýtur að spyrja sig hvort Vinstri græn ætli raunverulega að standa fyrir auðlindaákvæði til að þóknast Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarf lokki og hugsanlega bera því við að annars styðji Miðflokk- urinn annað óhagstæðara orðalag sem er þeim flokkum þóknanlegt? Þá má líka velta því upp hvort Mið- flokkurinn leggi í kosningabaráttu nýbúinn að afhenda stórútgerðinni fiskveiðiauðlindina á silfurfati. Við vitum að það vefst ekki fyrir Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki en mun Miðflokkurinn leggja í það svo stuttu fyrir kosningar? Umskiptingur Vinstri grænna Bolli Héðinsson hagfræðingur Sigríður Ólafsdóttir lektor á Menntavís- indasviði Há- skóla Íslands Síðustu áratugi hafa rann-sóknir aukið verulega þekk-ingu okkar á þróun málþroska barna. Endurteknar rannsóknir hafa gefið niðurstöður sem hafa sterkan samhljóm. Þekking á þessu sviði er orðin traust og mikilvægt er að styðjast við hana þegar kennslu- hættir eru þróaðir. Málþroski og þátttaka í viðfangs- efnum skólans eru samofin. Þegar nemendur auka þekkingu sína t.d. í stærðfræði og náttúruvísindum ef list færni þeirra í tungumálinu jafnóðum. Tökum sem dæmi jarðskjálfta, börn verða forvitin: Hvað er þetta, af hverju gerist þetta og er þetta hættulegt? Mikilvægt er kennarar nýti sér forvitnina og áhugann. Þeir miðla þekkingu til barnanna á þann hátt að þau skilji og ræða málin. Börnin spyrja og kennarar svara, innihaldsrík samtöl eiga sér stað. Börnin læra orð sem tengjast jarðskjálftum, jarðskjálftavirkni og eftirskjálftar, og orð sem nauð- synlegt er að nota þegar kafað er djúpt í umfjöllunarefnið, orsakir og framvinda. Umræður ná til fortíðar og framtíðar, sem kallar á f lóknari notkun tungumálsins, málfræði og setningamyndun. Hæfni til að nota tungumál á þennan hátt kall- ast grundvallarfærni í námstengdu tungumáli (e. core academic lang- uage skills). Komið hefur í ljós að börn sem fá svo ríkulega fræðslu og samhliða málörvun byggja sterkan grunn fyrir nám um alla framtíð. Börn í íslensku skólakerfi sem nota ekki íslensku með fjölskyldu sinni þurfa að fá tækifæri til að fást við umfjöllun af þessu tagi í skólan- um, á íslensku. Íslenskan er þeirra annað tungumál sem þau efla sam- hliða sívaxandi þekkingu. Mark- mið kennsluhátta eru að börnin geti tekið virkan þátt í skólastarfi í leik- og grunnskóla. Virk þátttaka í skólastarfi er jafnframt leið til að efla íslenskuna. Börn eru á mismunandi aldri þegar þau byrja að læra íslensku sem annað tungumál. Börn sem eru fædd hér eða koma ung til landsins hafa alla möguleika til að þróa færni í íslensku jafnt og þétt í skólastarfi. Fyrstu ár ævinnar eru þau á máltökuskeiði og þegar þau byrja í leikskóla er grundvall- aratriði að þau myndi náin tengsl við starfsfólk skólans. Þau læra íslensku best í gegnum gagnkvæm tjáskipti í öruggum aðstæðum þar sem þau þora að spyrja spurninga og tjá sig. Með innihaldsríkum sam- ræðum á íslensku er lagður grunnur að farsælli námsframvindu þeirra í íslenskum skólum. Allt snýst þetta um í hvaða mæli börnin fá tækifæri til að nota íslensku í gegnum við- fangsefni námsins. Þegar börn flytja til Íslands þegar þau eru eldri koma þau með þekk- ingu í móðurmálinu og ýmsum námsgreinum, þó í mismiklum mæli, allt eftir aldri og því hve inni- haldsríkt málumhverfi þeirra hefur verið. Þá er nauðsynlegt að mæta þeim þar sem þau eru stödd. Þau þurfa að sækja þekkingu sem þau öðluðust í gegnum móðurmálið og tengja við íslensku. Á meðan þau eru að ná tökum á íslenskunni er mikil- vægt að líta til styrkleika þeirra og leyfa þeim að njóta sín, en einblína ekki eingöngu á litla íslenskufærni. Námsgleði næst þó fyrst og fremst með því að þau taki reglulegum framförum í íslensku og verði virk í námsamfélagi með jafnöldrum. Markmið með stuðningi og kennsluháttum með nemendum sem eiga íslensku sem annað tungumál er að þau verði virkir námsmenn, auki þekkingu sína og íslenskufærni stöðugt þannig að þau geti nýtt sér námstækifæri sem bjóðast í íslensku skólakerfi. Tungumál og þekking – íslenska sem annað tungumál Tillögur að auðlindaákvæði í stjórnarskrá Tillaga stjórnlagaráðs (SLR) 2011 Tillaga SLR með breytingum 2013 Tillaga forsætisráðherra 2020 (Breytingar í meðförum Alþingis, sem samstaða varð um, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur á móti) Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginlegar og ævarandi eign þjóðarinnar. Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einka- eignarrétti eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgundvelli og þau leiða aldrei til eignaréttar eða óafturkræfanlegst forræðis yfir þeim. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn eðlilegu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgundvelli og þau leiða aldrei til eigna- réttar eða óafturkræfanlegst forræðis yfir þeim. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafn- ræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.