Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Verði frekara framhald á þessari þróun mun það torvelda bata í efnahagslíf- inu með minni fjárfestingu og færri störfum. Jafnrétti er ákvörðun og það veit fólk sem hefur unnið með stjórnendum með ein- beittan jafnréttisvilja í atvinnulíf- inu. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Hæ hæ Þorgerður, á ég eftir að endurræsa tölvuna eða hefur staðan í jafnréttismálum ekkert breyst síðan ég kláraði kynjafræðina í Háskólanum?“ Ég var nýverið að spjalla við Dr. Þor- gerði Einarsdóttur prófessor og leiðbeinanda minn í kynjafræðinni. „Ofurkonan – þversagnakennt hug- tak í karlægum heimi“ var yfirskrift ritgerðarinnar þarna um aldamótin og svo sit ég öllum þessum árum síðar að taka sama skítinn á kassann. Korter í bugun? Nei, þetta mótlæti eflir mig. Sönn saga. Auðvitað er hringborð ekki hringlaga Það eru engin Kvikk-fix þegar kemur að jafnréttinu en á mánudaginn boðar Félag kvenna í atvinnu- lífinu, FKA, og OR til morgunfundarins Loftum út – Orkuskiptin í fundarherbergjunum, þar sem aðilar úr framlínu íslensks viðskiptalífs tylla sér við hring- borð atvinnulífsins, miðla jafnréttisvinnu og ræða hugmyndir. Hringborð, auðvitað er hringborð ekki hringlaga á tímum COVID og fundurinn rafrænn og öllum opinn. Það eina sem er öruggt eru breytingar. Jól í júní og allt í steik! Jú það má líta á það þannig en má líka þakka fyrir margt hér á Íslandi. Það eru tækifæri til að vera alvöru hreyfiafl, gera jafnréttið notendavænna, koma í veg fyrir stöðnun, bakslag og tryggja jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Jafnrétti er ákvörðun! „Jafnrétti er ákvörðun!“ er yfirskrift hreyfiaflsverk- efnis FKA. Það veit fólk sem hefur unnið með stjórn- endum með einbeittan jafnréttisvilja í atvinnulíf- inu. Ég þekki það frá fyrstu hendi því ég hef unnið með röskum og afdráttarlausum stjórnendum er kemur að jafnréttinu. Magnús Geir Þórðarson Þjóð- leikhúsleikstjóri er gott dæmi. Svo þekki ég til Árna Odds forstjóra Marel og bróður Magnúsar Geirs. Því vil ég fá að vita, Þórður Magnússon og Marta María Oddsdóttir, hvað fengu synir ykkar Magnús Geir og Árni Oddur í morgunmat þegar þeir voru litlir? Morgunmatur fyrir sannar jafnréttisstjörnur? Andrea Róberts- dóttir framkvæmda- stjóri FKA Skorað á Gúnda Guðmund Franklín Jónsson þarf ekki að kynna. Hann er maðurinn sem lenti í öðru sæti í forsetakosningunum í sumar. Nú fer hann fyrir Frjálsa lýðræð- isf lokknum og bíður þjóðin eftir að heyra um hvað sá f lokkur á að snúast. Sagði hann í reglulegu ávarpi á samfélagsmiðlum að honum hefði verið boðið í þátt Gísla Marteins. Umræðuefnið á að vera forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Gúndi sagði að hann hefði hafnað boðinu því hann vildi ekki láta niðurlægja sig, sem vekur spurningar. Á þessum tíma þurfum við sárlega á skemmtilegu sjónvarpsefni að halda og er því full ástæða til að skora á Gúnda að endurskoða afstöðu sína. Lausnin blasir við Matvælastofnun brýndi í gær fyrir okkur að óheimilt sé að dreifa kjöti úr heimaslátrun eða selja það til annarra. Kjöti sem dreifa á til annarra skuli slátrað í sláturhúsum með starfsleyfi. Þetta er góð brýning til þeirra sem skjóta fiðurfé á fjöllum og engjum og ganga til hreindýra. Sumt af þessu kjöti má reyndar ekki selja en ef ske kynni að kílói og kílói væri gaukað að öðrum gegn vægu gjaldi væri betra að fanga dýrin tryggilega og leiða í sláturhús til löglegrar slátrunar, snyrtingar og pökk- unar. Eða kannski er bara best að við öll verðum vegan. HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Farsóttin er að dragast á langinn og óvissa um efnahagshorfur að aukast. Þetta var mat fjár-málastöðugleikanefndar Seðlabankans í lok september – fyrra mat í vor var að faraldurinn myndi ganga hratt yfir – en síðan hefur staðan aðeins versnað enn frekar. Það kemur tæpast á óvart. Við höfum ákveðið að eftirláta heilbrigðisyfirvöldum að stjórna landinu. Stefnan er að há stríð við veiru, með öllum ráðum sama hvaða skelfilegu afleiðingar það kann að hafa, uns bóluefni verður tiltækt – sem enginn veit þó hvenær verður né hvaða virkni það mun hafa. Um þetta áhættusama veðmál virðist að mestu sam- staða innan ríkisstjórnarinnar – ekkert hefur heyrst frá formanni Sjálfstæðisflokksins sem gefur ástæða til að halda annað – þar sem öll önnur sjónarmið en sótt- varnir eru víkjandi. Þeir sem leyfa sér að setja opinber- lega fram efasemdir um að skynsamlega sé að málum staðið eru umsvifalaust útmálaðir sem brjálæðingar sem skeyti lítt um líf og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru fyrir í samfélaginu. Ekki er þetta á mjög háu plani. Stjórnvöld verða því nú að reyna að minnka óvissuna á sem flestum sviðum. Í upphafi faraldursins, þegar óvissan var hvað mest, var gripið til umfangsmikilla efnahagsaðgerða í því skyni að milda höggið fyrir heim- ili og fyrirtæki. Sumt hefur heppnast vel, annað síður. Seðlabankinn fór með vextina niður í eitt prósent og boðaði eins kaup á ríkisskuldabréfum, með sama hætti og flestir aðrir seðlabankar hafa þegar gert, fyrir allt að 150 milljarða til að tryggja að gríðarleg fjármagnsþörf ríkissjóðs myndi ekki hækka vexti á skuldabréfamark- aði og vinna gegn miðlun peningastefnunnar. Sjö mánuðum síðar bólar enn ekkert á uppkaupum bankans. Öll lækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, grunnur að allri verðlagningu á lánamarkaði, frá því í vor er gengin til baka vegna óvissu um hvernig ríkið ætli að fjármagna 900 milljarða lánsfjárþörf sína fram til 2025. Hækkun langtímavaxta á markaði, sem á sér enga hliðstæðu þegar litið er til samanburðarlanda, mun einnig bitna á lánskjörum sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila. Verði frekara framhald á þessari þróun mun það torvelda bata í efnahagslífinu með minni fjár- festingu og færri störf skapast. Það hlýtur að vera öllum mikið áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Líklega er aðeins tímaspursmál hvenær Seðlabankinn mun byrja að láta til sín taka, eins og bankinn hefur gert á gjaldeyris- markaði, vilji hann í reynd stuðla að lækkun vaxta. Meira þarf samt að koma til ef við ætlum að sjá fram á kröftugan efnahagsbata. Þrátt fyrir að vera líklega einir best fjármögnuðu bankar í Evrópu fer lítið fyrir nýjum útlánum til fyrirtækja enda er eftirspurnin lítil á meðan óvissan er alltumlykjandi. Í stað þess að bíða aðgerða- laus hjá geta stjórnvöld haft þar áhrif með markvissum og heildstæðum aðgerðum. Skjótvirk leið að því markmiði væri að Seðlabankinn veitti sérstök veðlán til bankanna með innbyggðum útlánahvata þannig að vaxtakjörin færu lækkandi eftir því sem meira væri lánað til fyrirtækja. Stöndug fyrirtæki, sem hafa séð vaxtaálög hækka, gætu þá sótt sér lánsfjármagn á betri kjörum, lausafé myndi aukast og fleiri framkvæmdir færu á skrið. Seðlabankinn hefur sagt þetta eitt af því sem sé til skoðunar. Spurningin er hins vegar hvað tefur. Frekara úrræðaleysi stjórnvalda er ekki lengur í boði. Hvað tefur?   3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.