Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 30
Ungmennaráðið gefur okkur yngri kynslóðinni rödd, rödd fyrir breytingu, rödd fyrir skoðanir og rödd fyrir framtíðina. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Núverandi ráð hóf störf nú í september en það er skipað til eins árs í senn og starfs- tíminn fylgir skólaárinu. Öllum börnum á Íslandi er boðið að sækja um aðild í ráðinu og er sérstök valnefnd skipuð til að raða saman fjölbreyttu ráði. Sú valnefnd er að sjálfsögðu einnig skipuð ungmennum. Ungmennaráðið heyrir undir forsætisráðuneytið og vinnur einnig í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmið- anna þar sem ráðið á áheyrnar- fulltrúa og tekur þátt í fundum þegar þannig liggur við. Í lok hvers starfsárs á ungmennaráðið fund með ríkisstjórninni þar sem lagðar eru fram helstu tillögur ársins en auk þess getur ráðið ávallt sent ráðherrum erindi eða óskað eftir fundum ef tilefni er til. Ung- mennaráðið er með starfsmann á skrifstofu Umboðsmanns barna á Íslandi, en stýrir vinnu sinni þó sjálft, ákveður sín eigin verkefni og fylgir þeim málefnum sem þeim þykir mikilvægust. Fréttablaðið ræddi við fjóra meðlimi Ungmennaráðsins til að heyra meira um starf ráðsins og hvað hafi orðið til þess að þau sótt- ust eftir því að taka þátt í því. Ingibjörg Elka er 13 ára og býr í Grímsnes- og Grafningshrepp á Suðurlandi. Hún er fædd í Dan- mörku og hefur einnig búið í Frakklandi og Senegal. Hún hefur því mikla þekkingu á mismunandi menningarheimum og hefur ferðast mikið. Finnur Ricart er 18 ára. Hann er búsettur í Hollandi eins og er, þar sem hann stundar nám í sjálf bærnivísindum við Utrecht-háskóla. Maria Sjöfn er 14 ára og úr Kópavoginum en pabbi hennar er bandarískur svo hún á ættir þangað. Hún hefur mikinn áhuga á söng- og leiklist og sat í nemendaráði skólans síns og félagsmiðstöðvaráði. Urður er 17 ára frá Suðurnesjunum. Hún er alltaf með nóg fyrir stafni og hefur til að mynda verið iðin í körfubolta og leiklist á undanförnum árum. Hvert er hlutverk ungmenna­ ráðsins? Maria: Ungmennaráðið gefur okkur yngri kynslóðinni rödd, rödd fyrir breytingu, rödd fyrir skoðanir og rödd fyrir framtíðina. Þetta er mikilvægt vegna þess að við sem yngri kynslóð erum fram- tíðin ekki bara þjóðarinnar heldur heimsins, og við viljum fá tækifæri til þess að geta tjáð okkur. Hvers vegna hafið þið áhuga á heimsmarkmiðunum? Ingibjörg: Það er ennþá fátækt og mikil mismunun á Íslandi og það þarf að útrýma því. Bara það að sumir búi við það að vita ekki hvort þeir eigi nægan pening til að geta borðað út mánuðinn eða fái ekki vinnu við það sem þau hafa menntað sig í af því að þau eru ekki íslensk er ósanngjarnt. Ég tel að góð innleiðing heimsmarkmið- anna hjálpi til við að útrýma því. Mér finnst æðislegt að við ung- mennin fáum að hafa skoðanir og hjálpa til við að finna lausnir. Finnur: Ég er alltaf að leita að tækifærum þar sem ég get unnið að sjálf bærri þróun og þar sem ég get komið hugmyndum mínum á framfæri. Ég sótti um að taka þátt í ungmennaráðinu þar sem mér fannst þetta vera einstakt tækifæri til að gera einmitt það. Í ráðinu get ég átt ríkar umræður um mál Þau taka þátt í að skapa framtíðina Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er skipað 12 börnum á aldrinum 13 til 18 ára. Í ráðinu sitja krakkar hvaðanæva af landinu sem vilja leggja sitt af mörkum til málefnisins. Krakkarnir í ungmennaráðinu hittast reglulega á netfundum og ræða málin. Þau hafa gert kannanir sín á milli og má sjá niðurstöður þeirra hér að neðan. tengd sjálf bærni með öðrum krökkum sem hafa einnig áhuga á því að stuðla að betra samfélagi. Maria: Ég byrjaði að hafa áhuga á pólitík fyrir nokkrum árum þegar ég lærði um ástandið í heim- inum. Það er svo margt sem mér finnst ekki í lagi og vil hjálpa til við að breyta, til dæmis hlýnun jarðar eða fordómar gegn minnihluta- hópum. Þegar ég sá auglýsinguna fyrir ungmennaráð heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna vissi ég að þar gætu skoðanir mínar fengið rödd og þannig gæti ég hjálpað til við að breyta heiminum. Hvers vegna er mikilvægt að raddir ungs fólks fái að heyrast ? María: Við unga fólkið erum þau sem munu þurfa að þrífa upp eftir fyrri kynslóðir, allt frá rasisma til hlýnunar jarðar, þá er það undir okkur komið að laga til, þess vegna verðum við að eiga rödd og taka þátt í ákvörðunum. Urður: Þetta varðar allt fram- tíðina og það er mikilvægt að við getum fengið að taka þátt í að skapa hana. Ingibjörg: Því að það er líka svo mikilvægt að sjá hvernig allir upplifa lífið í dag, líka ungmenni. Kannski sjáum við einhver vanda- mál sem fullorðna fólkið tekur ekki eftir. Við getum komið með hugmyndir og lausnir sem full- orðna fólkinu myndi kannski ekki detta í hug. Hvernig geta börn og unglingar á ykkar aldri tekið þátt í að uppfylla heimsmarkmiðin, þó þau sitji ekki í Ungmennaráði heimsmarkmið­ anna? Urður: Fyrst og fremst með að kynna sér markmiðin og vita hvað þau fjalla um. Þá getum við öll unnið saman að því að ná þeim. Ingibjörg: Einmitt, til dæmis með því að segja fjölskyldu og vinum frá þeim til þess að allir geti lagt sitt af mörkum til þess að markmiðin náist. Ef við hjálpumst öll að trúi ég því að þau náist. Finnur: Við höfum meiri völd en við gerum okkur grein fyrir og þurfum að nýta það. Við þurfum að sýna fram á að það sé hægt að stunda sjálf bæran lífstíl og að það sé gagnlegt bæði nú og í fram- tíðinni. Það þarf ekki mikið meira en að eiga samræður um heims- markmiðin við foreldra okkar, við frændfólk, kennara, og aðra í kringum okkur til að koma okkar hugmyndum á framfæri og þrýsta á að meira verði gert til að vinna að þeim. Er eitthvað heimsmarkmið sem þér finnst sérstaklega mikilvægt? Ingibjörg: Markmið 17, sam- vinna um markmiðin, finnst mér rosalega mikilvægt því eina leiðin til að ná markmiðunum er með samvinnu. Finnur: Heimsmarkmið 13 um loftslagsaðgerðir er mér sérstak- lega mikilvægt þar sem það tengist svo mörgum öðrum markmiðum. Það er skylda okkar sem þróaðs ríkis að vinna að markmiði 13 af öllum kröftum, og með því vinnum við líka að markmiðum 1, 2, 3, 6, 7, 10, 11, 14, 15, 16, og 17. Urður: Ég er sammála því, heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum er sérstaklega mikilvægt núna. 12 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.