Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 42
COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnarlæknir boðaði hertar aðgerð- ir í sóttvörnum á upplýsingafundi almannavarna sem haldnn var í gær. Þá kvaðst hann vera með minnis- blað um aðgerðirnr í smíðum sem hann muni leggja fyrir heilbrigðis- ráðherra í dag. Þar muni hann leggja til að aðgerðum verði hrint í framkvæmd eins f ljótt og kostur er. Sóttvarna- læknir segir að í tillögum hans verð undanþágum fækkað og aðgerð- irnar þær sömu um allt land. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur sent heilbrigðisyfirvöld- um beiðni um undanþágu frá gild- andi sóttvarnareglum til þess  að lið geti æft og keppt með eðlilegum hætti í næstu viku. KSÍ stefnir að því að klára móta- hald sitt fyrir 1. desember næst- komandi en sú forsenda var sett fyrir því að keppni hæfist á nýjan leik að æfingar yrðu leyfðar hjá liðum á öllu landinu af fullum krafti eftir helgi. Fyrrgreind orð Þórólfs vekja ekki von í brjósti um  að liðum verði heimilað að æfa eða keppta hérlend- is næstu vikurnar eða að mótahald fari af stað á komandi vikum.  – hó  KSÍ stefnir á að klára mótahald fyrir 1. desember en það er háð því að takmörkunum verði aflétt. FÓTBOLTI Victor Font, sem þykir líklegastur til þess að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosn- ingum hjá spænska knattspyrnu- félaginu Barcelona, segir í viðtali við Skysports að hann hafi hug á því að fá Pep Guardiola aftur til félags- ins. Þá telur hann engan vafa á því að Lionel Messi muni framlengja samning sinn við Katalóníufélagið. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona fyrr í vikunni en hann hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir störf sín. Bartomeu var í allt sumar í stappi við stærstu stjörnu liðsins, Lionel Messi, sem hefur gagnrýnt fráfarandi forseta. Þá hafa f leiri núverandi og fyrr- verandi leikmenn liðsins gagnrýnt stjórnarhætti Bartomeu. „Það verður verkefni komandi forseta að fylla skarð einnar bestu kynslóðar sem heimsknattspyrnan hefur alið af sér og hefur myndað hryggjarstykkið hjá liðinu síðasta áratuginn rúman. Það er mikil áskorun,“ segir Font sem kveðst hafa skýra stefnu varðandi hvernig best er að gera það en hann telur þörf á að hefja La Masia, akademíu Barcelona, aftur til vegs og virð- ingar. „Það eru mörg sterk félög  með öfluga eigendur og af þeim sökum verður erfiðara að koma okkur aftur á þann stall sem við vorum á. Að mínu mati þarf að fara í endur- nýjun á leikvanginum okkar, Nou Camp. Það er vissulega erfitt að fá fjármagn í þær framkvæmdir vegna kórónaveirufaraldursins,“ segir frambjóðandinn enn fremur. „Við þurfum skýran vegvísi um það hvernig við ætlum að starfa en félagið er svo lánsamt að búa að þeirra hugmyndafræði sem Johan Cruyff skildi eftir sig. Þeir sem þekkja þann leikstíl sem Barcelona aðhyllist best eru einstaklingar á borð við Pep Guardiola, Xavi, Andr- és Iniesta og Carles  Puyol,“ segir Font um framtíðarsýn sína. „Fyrrgreindir einstaklingar eru goðsagnir sem elska Barcelona en eru að starfa annars staðar þessa stundina. Við verðum að fá þá aftur til félagsins. Ef við fáum þá aftur til okkar og leggjum fram trúverðuga áætlun um að vera með lið sem getur unnið Meistaradeild Evrópu er ég viss um Lionel Messi verður áfram í herbúðum Barcelona,“ segir hann um framhaldið. Síðasta verk Bartomeu sem for- seti Barcelona var að lýsa því yfir að Barcelona hefði samþykkt að taka þátt í Ofurdeild Evrópu sem stærstu félög Evrópu  hafa í  pípunum að setja á laggirnar á næstunni. „Mér fannst einkennilegt að lýsa því yfir að Barcelona muni taka þátt í keppni sem ekki liggur fyrir að verði sett á stofn eða hvernig muni líta út ef að því verður. Að mínu mati ætti að styrkja Meistara- deildina og gera hana meira aðlað- andi fyrir stóru félögin frekar en að búa til nýja keppni,“ segir þessi 47 ára forstjóri upplýsingatæknifyrir- tækisins Delta Partners. – hó Vill sameina Pep Guardiola og Lionel Messi aftur hjá Barcelona Þeir sem þekkja þann leikstíl sem Barcelona aðhyllist best eru einstaklingar á borð við Pep Guardiola, Andrés Iniesta og Carles Puyol. Við verðum að fá þá aftur til félagsins. Victor Font forsetaframbjóðandi hjá Barcelona Þórólfur leggur til fækkun á undanþágum ENSKI BOLTINN Sean Dyche, knatt- spyrnustjóri Burnley, segir að Jóhann Berg Guðmndsson sé að glíma við smávægileg meiðsli  í kálfa. Þau meiðsli gætu orðið til þess að Jóhann Berg verði fjarri góðu gamni þegar Burnley mætir Chel- sea í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu karla á Turf Moor á morgun. Þessi þrítugi kantmaður hefur spilað þrjá deildarleiki fyrir Burn- ley á yfirstandandi keppnistímabili, tvo frá upphafi og einu sinni hefur hann komið inná sem varamaður. Hann spilaði lungann úr leiknum þegar Burnley laut í lægra haldi fyrir Tottenham Hotspur í síðustu umferð deildarinnar. Burnley hefur farið rólega að stað í stigasöfnun sinni í vetur en liðið hefur eitt stig eftir fyrstu fimm leiki sína. – hó Kálfinn enn að stríða Jóhanni GOLF  „Þetta er mjög spennandi, ég hef ekki komið þangað áður en er bara þakklát fyrir að fá mót á þess- um tímapunkti. Ég held að þetta sé bara í annað sinn sem alþjóðlegt kvennamót í íþróttum fer fram í Sádi-Arabíu,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK og Íslandsmeistari síðustu þriggja ára, spurð út í næstu tvö mót á dagskránni hjá henni. Hún er á leiðinni til Jeddah í Sádi-Arabíu á næstu dögum þar sem hún mun taka þátt í fyrsta alþjóðlega kvennagolf- mótinu sem haldið hefur verið í landinu. Mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni, næst sterkustu móta- röð heims. „Ég held að það séu flestar bara mjög spenntar að spila. Þegar það eru engin mót erum við eiginlega atvinnulausar svo að þetta er kær- komin viðbót við mótaskránna í lok árs.“ Guðrún tekur þátt í tveimur mótum. Fyrsta er einstaklingsmót en seinna mótið er liðakeppni með nýstárlegu sniði. „Seinna mótið er mjög skemmti- lega sett upp með þremur áhuga- kylfingum og einum áhugamanni. Það er fyrirliði sem velur með- spilara, ekkert ósvipað því sem þekkist í nýliðavali í bandarískum íþróttum. Svo er einum spilara af handahófi bætt við liðið og fjórði aðilinn er áhugakylfingur frá Sádi- Arabíu.“ Guðrún Brá er að ljúka fyrsta ári sínu á mótaröðinni og hefur því kynnst tímunum tvennum vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins. „Það má svo sannarlega segja að þetta hafi verið rússíbani,“ segir Guðrún, aðspurð út í eftirminni- legt f yrsta ár á mótaröðinni. „Maður er búin að þurfa að vera á tánum allt tímabilið og vera stöðugt tilbúinn en síðan hefur lítið ræst úr því. Það var ótrúlega skrýtið að spila á þessum mótum sem ég tók þátt í þetta sumarið vegna allra þeirra reglna sem þurfti að fara eftir.“ Mótaröðin ákvað fyrr á árinu að allir leikmenn mótaraðarinnar myndu halda keppnisrétti sínum á næsta ári. Það þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því að kórónaveiru- faraldurinn myndi kosta kylfinga þátttökuréttinn. „Það er búið að tilkynna að það verða engin úrtökumót í ár og allir halda sömu stöðu og í byrjun á þessu ári. Það var gott að vita af því í vor og það létti svolítið á manni og setti marga kylfinga í betri stöðu. Það voru margir sem gátu ekki eða vildu ekki ferðast á mót á þessum tímum og það væri mjög ósann- gjarnt ef það ætti að koma niður á þeim,“ segir Guðrún sem fer því pressulaus inn í mót sem er með ríkulegt verðlaunafé. „Það er í raun engin pressa að komast upp stigalistann en ég er líka að horfa í átt að heimslistanum, að komast ofar þar,“ segir Guðrún sem er á Ólympíulista ÍSÍ yfir þá einstaklinga sem eru að reyna að komast að á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það er auðvitað einn draumur sem er í boði að komast á Ólympíuleikana. Maður verður að nýta hvert tækifæri til að spila og vonast til að komast ofar á listan- um.“ Æfingasvæðum á íslenskum golf- völlum var lokað í haust og hefur Guðrún því þurft að vera frumleg í æfingum til að viðhalda taktinum fyrir mótin í Sádi-Arabíu. „Þetta hefur verið fjölbreytilegt. Ég er með aðstöðu heima til að æfa það helsta en það nær bara upp að vissu marki. Á þessum tímum þarf maður að nota ímyndunaraflið og gera annað en bara að slá. Ég er búin að skoða völlinn á netinu og styrkt- aræfingar.“ Brýtur blað í Sádi-Arabíu Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur þátt í fyrsta alþjóðlega kvennagolfmótinu sem haldið verður í Sádi- Arabíu í nóvember. Tvö mót fara fram í Jeddah og segir Guðrún þau kærkomna viðbót við mótaskrána. Guðrún Brá slær úr sand­ gryfju í móti á vegum Evrópumóta­ raðarinnar fyrr á þessu ári. MYND/ TRISTAN JONES 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.