Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 44

Fréttablaðið - 30.10.2020, Síða 44
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Benjamínsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 23. október. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju 2. nóvember klukkan 15, en í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Agnes Vilhelmsdóttir Kolbrún Vilhelmsdóttir Ólafur Skúli Guðmundsson Guðbjörg Benjamínsdóttir Daníel Martyn Knipe Ásdís Brynja Ólafsdóttir Viktor Tumi Ólafsson Stefán Emil Ólafsson og langömmubörnin. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu, Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur Eyþór Gunnarsson Ellen Kristjánsdóttir Birna Gunnarsdóttir Árni Daníel Júlíusson Sólveig Anna Jónsdóttir Magnús Sveinn Helgason Anna Margrét Ólafsdóttir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir Oddrún Vala Jónsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hún hét Guðný Árna-dóttir en fékk auknefnið Skáld-Guðný og um hana var sagt að senni-lega hefði hún verið hraðkvæðust Íslend- inga, að Símoni Dalaskáldi undanskild- um. Það sérstaka við útgáfuna nú er sú staðreynd að þessi ljóð, sem eru ort á 19. öld, skuli hafa varðveist, án þess að hafa komið út á prenti eða verið sýndur sómi á annan hátt,“ segir Magnús Stefánsson, ritstjóri bókarinnar Hugurinn einatt hleypur minn sem Félag austfirskra ljóðaunnenda hefur gefið út. Bókin geymir kvæði, rímur og lausavísur eftir Skáld-Guðnýju og einnig upplýsingar um æviferil hennar og ætt, ritaðar af Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi og Rósu Þorsteinsdóttur þjóðfræðingi. Segulbandsspóla fannst „Það er fyrir ástríðu Helga að þessi bók er komin út,“ segir Magnús. „Hann hefur vitað af ljóðahand- riti á Héraðsskjala- s a f n i Au st u rla nd s síðan 1990, sem tveir Skaftfellingar, Guð- mundur Guðmunds- son á Taðhól í Nesjum og Magnús Bjarnason f r á H nappavöl lu m , skrifuðu upp árið 1876 og nefnist Fjölnir fíf lski. Við Helgi bjuggum það til prentunar og hann ritaði æviágrip Guðnýjar. Þetta efni vorum við í þann veginn að senda frá okkur í fyrrahaust þegar Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur á Árna- stofnun, hringir í mig og segist hafa fundið segulbandsspólu með upplestri á Ævikvæði Skáld- Guðnýjar í 50 erindum. Upp- takan var gerð í Vík í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu árið 1964, Inga Þorleifsdóttir las. Rósa er víkingur til verka, hún af laði ýmissa upp- lýsinga og við komumst í samband við afkomendur Guðnýjar í Hornafirði sem lumuðu á ljóðum og fróð- leik. Þetta varð til þess að útgáfan frestaðist um ár. Það var sérstakt lán að Rósa skyldi uppgötva ævikvæðið og f leira gott efni á þessum tímapunkti, annars hefði bókin orðið mun fátæklegri. Þetta skipti bara dögum.“ Gamall prestur á biðilsbuxum Ævikvæðið bætti ýmsu við það sem vitað var um Guðnýju og fyllti upp í eyður, að sögn Magnúsar. „Líf Guðnýjar var ekki dans á rósum, kvæðið sýnir það glöggt því það er ort af hreinskilni. Til dæmis vildi 81 árs gamall prestur, hálf blindur afabróðir hennar, ólmur giftast henni þegar hún var nítján ára og elskaði annan mann. Það fóru engar sögur af viðbrögðum Guðnýjar og trú- lega hafa foreldrar hennar verið hlynnt ráðahagnum af fjárhagsástæðum en í ævikvæðinu kemur fram að þetta var þvert gegn vilja Guðnýjar. Svona er eitt erindið: Þar kom að um síðir samt sárnauðug vann játa, hugði ég þreyja þann við skammt þó ég mætti gráta. En því er lýst í bókinni hvernig hún kemst frá karlinum og eina vísu yrkir hún til bjargvættar síns, séra Hjálmars Guðmundssonar á Hallormsstað sem hafði fermt hana þegar hann var prestur á Kolfreyjustað. Hún er svona: Mig unga gladdi og uppfræddi, andans gæddi hugprýði, raunamæddri ráðlagði, rændri og hræddri hjálpaði. Guðný giftist öðrum manni en gamla prestinum, samt ekki þeim sem hún elskaði. Síðustu 25 árin sín, að minnsta kosti, átti hún heima í Lóninu, sinnti þar ljósmóðurstörfum í rúman áratug og dvaldi á heimili sonar síns á Hvalnesi. Það var mikið í Guðnýju spunnið, bæði sem skáld og manneskju og þessi bók varðveitir minningu hennar og arfleifð.“ gun@frettabladid.is Ævikvæðið breytti öllu Kveðskap og lífi Skáld-Guðnýjar (1813-1897) eru gerð skil í bókinni Hugurinn einatt hleypur minn sem er nýlega komin út á Austurlandi. Magnús Stefánsson er ritstjóri. Magnús hefur gefið út 20 ljóðabækur á jafnmörgum árum hjá sömu útgáfunni, þar af þrjár á þessu ári. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Til dæmis vildi 81 árs gamall prestur, hálfblindur afabróðir hennar, ólmur giftast henni þegar hún var nítján ára og elskaði annan mann. Úr ævikvæðinu: Ó, hvað hverfult er og valt, eins og ský í vindi, heilsa, fegurð, hylli snjallt, heiður, lán og yndi. Lokið var við höggmyndir af fjórum Bandaríkjaforsetum á Rushmorefjalli í Suður-Dakóta þennan mánaðardag árið 1941. Hugmyndin er rakin til sagnfræðingsins Doane Robin- son. Upphaflega vildi hann höggva andlit frægðarmenna í Needles-fjall ríkisins en myndhöggvarinn og verkefnastjór- inn Gutzon Borglum hafnaði því, taldi að fjallið þyldi ekki verkið. Einnig voru frumbyggjar andvígir því að höggvið yrði í fjallið. Robinson vildi höggva andlit hetja bandaríska vestursins í fjallið. Til að mynda landkönnuðanna Lewis og Clark og Buffalo Bill Cody. Borglum hafnaði því líka og stakk upp á vinsælum Bandaríkjaforsetum. Fyrir valinu urðu George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, Thomas Jeffer- son, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, Theodore Ro- osevelt, leiðtogi Bandaríkjanna á miklu hagvaxtarskeiði og Abraham Lincoln, sem sameinaði Bandaríkin eftir borgara- stríðið og afnam þrælahald. Rushmorefjall er nú fjölsóttur ferðamannastaður. Til að mynda heimsóttu 2,3 milljónir það árið 2010. Þ E T TA G E R Ð I S T. 3 0 . O K T Ó B E R 19 41 Forsetar höggnir í stein 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.