Fréttablaðið - 30.10.2020, Side 6

Fréttablaðið - 30.10.2020, Side 6
LÖGREGLUMÁL Talsvert hefur borið undanfarið á stuldi á hvarfakútum sem eru undir bílum til mengunar- varna. Um síðustu helgi benti íbúi á Kjalarnesi á hræ af fjölmörgum hvarfakútum sem lágu í fjörunni neðan við Arnarholt. Kútarnir og fleiri aðskotahlutir voru fjarlægðir á sunnudag af Hrafni Jökulssyni og félögum hans í samtökunum Veraldarvinum. Hrafn segir að Björgvin Kristbergsson, starfs- maður Reykjavíkurborgar, hafi bent honum á málið. „Björgvin sagði mér að gera þetta og ég hlýddi. Síðan fór ég og hlust- aði á Kjalnesinga,“ segir Hrafn sem kveður Veraldarvini síðan hafa gert listaverk úr hvarfakútunum. Í umræðum um málið í Facebook- hópi Kjalnesinga sagði Skúli Rúnar Reynisson hjá partasölunni Partout í Ásbrú í Reykjanesbæ að honum sýndust þarna komnar leifar af verðmætum sem stolið hefði verið af honum. Partout sérhæfir sig í BMW-bílum. „Það var tekið undan tólf bílum í portinu hjá mér,“ segir Skúli við Fréttablaðið. Verið sé að skoða upp- tökur úr eftirlitsmyndavélum. „Ég er búinn að sjá undarlegar manna- ferðir í tvo daga sem verið er að rannsaka.“ Tjón sitt segir Skúli vera nærri tvö hundruð þúsundum króna. Öllu stærra tjón hafi orðið hjá bílaleigunni Icecar 4x4 sem sé þar skammt frá. Þar hafi verið teknir hvarfakútar undan um 30 bílum. Þar þurfi að setja nýja kúta undir með tilheyrandi kostnaði. Það sem þjófarnir sækjast eftir eru ýmsir góðmálmar sem eru inni í hvarfakútunum og hægt er að koma í verð erlendis. Eru það málmar á borð við platínu, palladín og ródín. Miklum verðmætum var stolið frá fyrirtækinu e.e.export ehf. skömmu áður en þjófar gerðu óskundann á Ásbrú. „Það náðust á mynd þrír menn að skera upp hliðina á f lutningabíl hérna hjá mér,“ segir Einar Ólafsson, eigandi e.e.export. Að sögn Einars reyndu þjófarnir fyrst að opna flutningabílinn með því að skera á glussaslöngu í þeirri von að afturhlerinn myndi opnast. „Það gekk ekki og þeir ristu þá bara gönguleið inn í bílinn með slípi- rokki,“ segir hann. Um 140 hvarfakútar af ýmsum gerðum voru í f lutningabílnum að sögn Einars, sem kveður þjófana hafa komið þeim fyrir í þúsund lítra plastkari sem þeir hafi síðan dregið í hvarf við endimörk lóðarinnar. Einar sérhæfir sig meðal annars í að flytja hvarfakúta til útlanda þar sem unnir eru úr þeim góðmálmar sem hann kemur síðan í verð á markaði. Aðspurður kveðst Einar meta beint tjón sitt upp á minnst 2,5 millj- ónir króna. Annars vegar hafi við- gerðin á bílnum kostað eina milljón og hins vegar hafi hann greitt um 1,5 milljónir fyrir hvarfakútana. Fyrir utan beint tjón verður Einar af hagn- aði af sölu góðmálmanna ytra. „Ég tilkynnti þetta náttúrlega strax til lögreglu en veit ekki hvort þeim getur orðið eitthvað ágengt. Það er ekki hægt að greina hverjir eru á myndunum því það var mjög dimmt þegar þjófarnir létu til skarar skríða klukkan ellefu á laugardags- kvöldi,“ segir Einar. Hjá lögreglunni fást þær uplýs- ingar að umrædd mál séu óupplýst. Sama gildi um sambærileg mál frá því vor. gar@frettabladid.is Fjöldi horfinna hvarfakúta fannst í sandfjöru á Kjalarnesi Þjófar hafa að undanförnu skorið hvarfakúta undan tugum bíla og stálu 140 kútum í einu lagi með því að skera gat á flutningabíl í eigu útflytjanda. Sóst er eftir verðmætum góðmálmum. Fjöldi kúta fannst um liðna helgi sundurskorinn í fjöru á Kjalarnesi. Veraldarvinir tíndu þá upp og breyttu í listaverk. Listaverk Veraldarvina úr hvarfakútunum af Kjalarnesi. MYND/VERALDARVINIR Hvarfakútum sem búið var að hirða góðmálma úr var sturtað ofan í fjöru neðan við Arnarholt á Kjalarnesi, íbúum þar til hrellingar. MYND/VERALDARVINIR AKUREYRI Skipulagsráð Akureyrar gerir ekki athugasemd við fyrir- hugaða gróðursetningu TDK Foil Iceland ehf. á trjám og runnum á lóð fyrirtækisins í Krossanesi. Fyrirtækið sótti um leyfi til ráðs- ins vegna trjágróðursins en það ætlar að planta trjám og runnum fyrir ofan aflþynnuverksmiðjuna á töluvert stóru svæði. Fyrirtækið fær þó ekki að ráða hvaða trjám og runnum verður plantað því ráðið vill að samráð verði haft um um plöntu- tegundir og nákvæmari afmörkun svæðisins. – bb Vilja samráð um tré og runna Spurning hvort silfurreynir fái að standa á lóð TDK Foil Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK REYK JAVÍK Nú er unnið að gerð sjóvarnargarðs við Eiðsgranda í Vesturbænum í Reykjavík. Garður sem nú er tættist í sundur í miklu óveðri 19. september síðastliðinn. Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar grjóthnullungar þeyttust út á göngustíginn vegna sjógangs og grasþökur rifnuðu upp. Stór haugur af grjóti er nú við Ánanaust og hefur spunnist umræða um hann og hvort hinn nýi garður verði allur svo hár. Hefur fólk haft áhyggjur af því að missa útsýnið yfir Faxaf lóa. Jón Hall- dór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það sé alls ekki svo. Þetta sé einungis vinnusvæði og geymsla fyrir efni sem til standi að f lytja vestur eftir garðinum. Garðurinn verður ekki hækkaður, nema að mjög litlu leyti, heldur breikkaður fjóra til átta metra í átt að sjónum. „Þetta er gert til þess að brjóta ölduna fjær gangstígnum,“ segir Jón Halldór. „Við erum mjög glöð að verkið sé komið á þetta stig.“ Segir hann hjólastíg notaðan til bráða- birgða, bæði fyrir hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur meðan á verkinu stendur. Í fyrsta hluta verksins, sem á að ljúka um áramót verður garðurinn endurbættur frá Ánanaustum út að dælustöðinni. Á næsta ári verður garðurinn bættur til austurs í átt að Granda og gamli göngustígurinn endurgerður í kjöl- farið. – khg Sjóvarnargarðurinn við Eiðsgranda mun ekki byrgja fólki sýn Efnið verður flutt til, til að breikka garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þetta er gert til þess að brjóta ölduna fjær gangstígnum. Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg FÉLAGSMÁL Börn innflytjenda eru mun ólíklegri til þess að stunda íþróttir en börn sem hafa íslensku að móðurmáli. Þetta kemur fram í skýrslu sem Rannsóknir og greining gerði fyrir Ungmennafélag Íslands og Íþrótta- samband Íslands. Kannaðir voru ýmsir þættir tengdir íþróttaiðkun hjá grunnskólanemum í 8. til 10. bekk grunnskóla. Samkvæmt skýrslunni æfa 58 prósent barna sem tala aðeins annað tungumál en íslensku á sínu heimili nánast aldrei íþróttir. Hlut- fallið er 36 prósent hjá þeim sem tala aðeins íslensku og 47 prósent hjá þeim sem tala íslensku og annað tungumál. 46 prósent barna sem hafa íslensku að móðurmáli æfa íþróttir fjórum sinnum eða oftar í viku, en aðeins 23 prósent þeirra sem tala ekki íslensku á heimili sínu. Brottfall barna úr íþróttum var kannað, og þættir sem stuðluðu að því að þau hættu. Tæpur þriðjungur nefndi kostnað sem stóran áhrifa- þátt þess að hafa hætt. Flestir, um 80 prósent, nefndu að þeim hefði fundist íþróttin leiðinleg eða fengið meiri áhuga á öðru. Milli 30 og 40 prósent nefndu þætti eins og tímaleysi, samgöngur, of harða samkeppni, of erfiðar æfingar og að vinir þeirra hefðu hætt að æfa. – khg Síður í íþróttum ef foreldrar eru innflytjendur Frá Unglingalandsmóti á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það gekk ekki og þeir ristu þá bara gönguleið inn í bílinn með slípirokki. Einar Ólafsson í e.e.export 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.