Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 48
MÉR FINNST SKEMMTILEGT HVERNIG SAMBAND HEFUR ÞRÓAST MILLI HARÐAR, LESENDA OG MÍN. ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ TIL ÁSTARÞRÍHYRNINGUR. Ný ja r jólabæk u r f y r i r b ör n o g u ng linga verða til umfjöllunar á Fjöl- skyldustundum á laugar- dögum næstu vikurnar í Menningarhúsunum í Kópavogi. Guðrún Lára Pétursdóttir bókmennta- fræðingur ræðir við höf- unda nýútkominna bóka og þeir lesa úr verkum sínum á Bókasafni Kópa- vogs. Viðburðir nir verða sendir út á Facebooksíðu Menningarhú sanna í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs og verða einn- ig aðgengilegir eftir að útsendingu lýkur. Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson verður tekin til skoðunar í fyrsta þætti laugardaginn 31. október kl. 13.30. Hjalti les úr glæ- nýrri bók sinni og spjallar um hana við Guðrúnu Láru. Ofurhetjan í Kópavogi Dauðabókin er ný bók Stefáns Mána um lögreglumann-inn vinsæla Hörð Grímsson. Að þessu s i n n i r a n n s k a r Hörður óhugnanleg morð á ung- mennum. „Þessi bók er búin að vera nokkuð lengi í vinnslu hjá mér. Þarna er morðingi eða morðingjar á sveimi sem notfæra sér samfélagsmiðla til að villa á sér heimildir og ná sambandi við unglinga. Af stað fer ákveðinn leikur þar sem manns- líf eru í húfi,“ segir Stefán Máni. „Hörður á erfitt með að ná til ung- mennanna og fá þau til að opna sig og segja hvað sé í gangi. Fyrir vikið verður hann ennþá meiri risaeðla, ákveðið kynslóðabil kemur í ljós og mikil togstreita verður.“ Ekki kemur á óvart að Stefán Máni á létt með að lýsa ung- mennum. Hann hefur skrifað tvær ungmennabækur, Úlfshjarta og Nóttin langa. Dauðabókin er ekki ungmennabók heldur harðsoðinn krimmi sem ungt fólk mun þó örugglega hafa ánægju af að lesa eins og þeir eldri. Stefán Máni segir hugarheim ungmenna heilla sig. „Þá er maður ungur og ómótaður og móttæki- legur fyrir öllu. Ég er mjög hrifinn af unglingabíómyndum og unglinga- bókum. Ákveðið hömluleysi, frelsi og kraftur fylgir unga fólkinu. Eftir að ég varð þetta fullorðinn þá er ákveðin áskorun að skrifa um ungt fólk og ná til yngri lesenda. Það var hressandi að skrifa þessa bók.“ Á jarðsprengjusvæði Dauðabókin er áttunda bók Stefáns Mána um Hörð Grímsson en þegar kemur að innri tíma sagnanna er hún sú fjórða. „Bækurnar eru skrif- aðar í skrýtinni röð frá höfundarins hendi. Núna fer ég með Hörð aftur til fortíðar. Í Svartagaldri fór ég svo aftur til upphafsins en sú bók fjallar um það hvernig Hörður Grímsson varð að rannsóknarlögreglumanni. Seinasta bókin í tímalínu Harðar er Grimmd og einhvern daginn kemur bók sem gerist á eftir henni.“ Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvað bækurnar um Hörð verða margar segir Stefán Máni að hann hafi óljósa hugmynd um það. Hann segir að ekki hafi farið fram- hjá sér hversu marga aðdáendur Hörður á. „Hann er gríðarlega vin- sæll og fólki stendur alls ekki sama um hann. Ég elska hann líka og mér finnst alltaf gaman að skrifa um hann. Mér finnst skemmtilegt hvernig samband hefur þróast milli Harðar, lesenda og mín. Það hefur orðið til ástarþríhyrningur.“ Þegar Stefán Máni er spurður hvort hann hafi íhugað að láta fara illa fyrir Herði eða jafnvel bara drepa hann þegir hann stutta stund en segir síðan: „Það verður bara að koma í ljós með tímanum hvernig fer fyrir Herði. Ég segi sem minnst enda erum við komin inn á jarð- sprengjusvæði.“ Að gleyma sér í bókum Um það að senda frá sér bók á COVID-tímum segir hann: „Það er alltaf mjög gaman að gefa út bók. Þetta eru auðvitað hundleiðinlegir tímar en ég finn á fólki að það er alveg til að setjast niður og gleyma sér aðeins í bókum og hugsa um eitthvað allt annað en það sem er í fréttum. Ég les alltaf mikið en er farinn að auka lesturinn og hlusta minna á fréttir. Ég er nýbyrjaður á Gauksins gal, fyrstu bókinni í seríu J. K. Rowling um Cormoran Strike og það er rosagaman.“ Mannslíf í húfi á netinu Stefán Máni sendir frá sér áttundu bókina um lögreglumann- inn Hörð Grímsson. Krimmi um morð á ungmennum. Það var hressandi að skrifa þessa bók, segir rithöfundurinn Stefán Máni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Bók Camillu Läck-berg, Silfurvængir, er í efsta sæti á met- sölulista Eymundsson, eins og í síðustu viku. Í öðru sæti er Dauðabókin eftir Stefán Mána en þar er lögreglumaðurinn Hörður Grímsson í aðalhlutverki og í þriðja sæti er Gata mæðr- anna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Bókin sem fékk Íslensku barnabóka- verðlaunin, Vampírur, vesen og annað tilfallandi, eftir Rut Guðna- dóttur er í því fjórða. Margrét Jóna Guðbergsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson, segir bóksölu hafa verið nokkuð góða undanfarið. Nýút- komin innbundin skáld- verk seljast betur en í fyrra og það er aukning í kiljum í verslununum, fyrir utan flugstöðina. Barnabækur eru á svipuðu róli og venjulega en allt þetta ár hefur verið mikil aukning í alls konar verkefna/lestrar/reikn- ingskennslubókum fyrir börn. Prjóna- og handavinnubækur selj- ast síðan vel. Margrét segir að fleiri kaupi nú bækur á netinu en áður. Góð bóksala LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.