Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 34
Mikilvægis­ greining á heimsmark­ miðunum fyrir ákveðinn atvinnugeira. Sumir sérfræðingar halda því fram að heimsmark-mið Sameinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun (SDGs) sé einungis útópískur draumur. Hins vegar hefur Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) meðal annarra talið þetta einn helsta i leiðarvísi mannkyns til þess að komast í gegnum margþættar raunir 21. aldarinnar. „Heimsmarkmiðin saman- standa alls af 17 markmiðum, 169 undirmarkmiðum og 232 mæli- kvörðum en hvernig má velja viðeigandi heimsmarkmið til þess að styðja framþróun, f lýta vegferðinni í átt að sjálf bærni og á sama tíma huga að fjárhags- og rekstrarlegri sjálf bærni fyrir- tækja?“ segja þeir Bjarni Herrera, framkvæmdastjóri og Hafþór Ægir verkfræðingur. Þeir eru meðeig- endur fyrirtækisins CIRCULAR. „Heimsmarkmiðin voru upp- haflega hugsuð sem metnaðarfull markmið fyrir stjórnvöld til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir. Fyrirtæki hafa hins vegar í stigvaxandi mæli áttað sig á vægi sínu í vegferðinni að sjálf- bærni, sem og tækifærum þeim tengdum til virðisaukningar. Því hafa sífellt f leiri fyrirtæki leitast eftir því að innleiða og velja sér markmið, sem getur þó stundum reynst f lókið,“ útskýrir Bjarni. Mikilvægi, áhættur og við­ skiptamöguleikar „Lykillinn að innleiðingu heims- markmiðanna meðal fyrirtækja liggur í meðvitund og forgangsröð- un lykiláhættuþátta tengdum UFS (umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir, e. ESG). Þá sér- staklega þeim þáttum sem eiga helst við starfsemi, virðiskeðju og hagsmunaaðila fyrirtækisins, það er eiga sérstaklega við atvinnu- geira þess. Sú meðvitund og forgangsröðun getur því verið grundvöllur að ákvarðanatöku um forgang heims- Arðsköpun og heimsmarkmiðin Að velja heimsmarkmið eftir mikilvægum UFS þáttum út frá grunnrekstri getur aukið hina þre­ földu rekstrarafkomu, fyrir umhverfið, samfélagið og arðsköpun. Öll fyrirtæki geta tekið þátt. markmiða fyrirtækisins. Mikilvæg (e. material) heimsmarkmið verða þannig mælikvarði á hæfni, með- vitund og skuldbindingu fyrir- tækisins til þess að stýra mögu- legum neikvæðum og jákvæðum áhrifum þess á þau heimsmarkmið sem valin voru,“ upplýsa þeir. Hin þrefalda rekstrarafkoma „Fyrirtæki geta mögulega hagnast á því að hafa heildræna og sterka UFS-stefnu tengda atvinnugeir- anum ásamt aðgerðaáætlun með mælanlegum markmiðum og mikilvægum heimsmarkmiðum. Ávinningur í kjölfar þess getur verið á borð við hagnaðaraukn- ingu, kostnaðarhagræði, laðað að og haldið í hæfileikaríkt starfsfólk, betra samtal við eftirlitsaðila og aukinn hagnað innri fjárfestinga. Öll fyrirtæki hafa bæði getu og tök á því að velja viðeigandi heims- markmið fyrir starfsemi sína. Með því að fylgja fyrrnefndri aðferðar- fræði geta þau komið í veg fyrir græn- eða regnbogaþvott og þess í stað aukið hina þreföldu rekstr- arafkomu (e. triple bottom line), það er fyrir umhverfið, samfélagið og arðsköpun.“ Mannvit hefur lagt það til grundvallar í sínu starfi að vinna sem mest með heimsmarkmiðin. „Í raun má hæglega segja að í okkar daglegum störfum vinnum við með fjórtán af sautján heimsmarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna. En við leggjum mikla áherslu á að vinna með heimsmarkmiðin í allri þjónustu sem við veitum okkar viðskipta- vinum. Þá er lykilatriði að starfs- fólk okkar þekki markmiðin vel,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálf bærniverkfræðingur hjá Mannviti. „Við höfum unnið með heims- markmiðin innanhúss frá því árið 2017. Í byrjun árs 2019 tóku allir starfsmenn Mannvits þátt í vinnu- stofum þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru kynnt og allir fengu fræðslu um þau. Starfsfólk okkar er því meðvitað um heimsmarkmiðin í sínu starfi,“ bætir hún við. Heimsmarkmið í fóstur „Við settum okkur að auki enn skýrari markmið að hlúa að heimsmarkmiðunum með því að „setja þau í fóstur“ til hópa starfsfólks. Þetta eykur vitundar- vakningu innan vinnustaðarins og þekkingu starfsfólks á heims- markmiðunum. Við viljum halda áfram með þetta verkefni til þess að viðhalda vitundarvakningunni því sjálf bærni er ekki eitthvað sem við náum að uppfylla, heldur eitthvað sem við vinnum sífellt betur að og bætum okkur í eftir því sem á líður. Því þó svo við séum komin vel á veg, þá er þetta eilíf vegferð og það má alltaf gera betur,“ segir Sandra. Sandra og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, sérfræðingur í umhverfismálum, vinna bæði að því að þjónusta fyrirtæki, stofnan- ir og sveitarfélög af ýmsu tagi við að innleiða og samræma heims- markmið Sameinuðu þjóðanna við stefnu og rekstur þessara aðila. „Við höfum reynslu og þekkingu til þess að vinna markvisst að því að innleiða heimsmarkmiðin inn í stefnu fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á skilvirkan hátt,“ segir Rúnar. Stefnumótun og vinnustofur á grundvelli markmiðanna Mannvit hefur unnið náið með bæði Kópavogsbæ og Lands- virkjun undanfarið, en bæði hafa unnið mikið með sjálf bærni, sem samræmist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum hversu mikilvægt það er að starfs- fólk þekki heimsmarkmiðin svo að vinnan skili sér í raunveru- legri innleiðingu markmiðanna í stefnu og rekstur fyrirtækja og stofnana. Þá höfum við aðstoðað aðra, eins og til dæmis Lands- virkjun og Kópavog í slíkri stefnu- mótunarvinnu,“ segir Sandra. „Í tilfelli Landsvirkjunar héldum við vinnustofur með starfsfólki fyrirtækisins. Mark- miðið var að stuðla að frekari innleiðingu heimsmarkmiðanna í alla starfsemi Landsvirkjunar. Í vinnustofunum fékk starfsfólk tækifæri til þess að skilgreina hvernig það vinnur að heims- markmiðunum dagsdaglega innan Landsvirkjunar, hvernig það skilar sér inn í fyrirtækið og hvað það er sem fyrirtækið eigi að leggja áherslu á. Út úr ferlinu kom ítarleg skýrsla sem við skiluðum inn á borð til Landsvirkjunar sem vinnur nú í því að máta sig enn betur við heimsmarkmiðin. Þegar fyrirtækið tilkynnir svo hvaða markmið séu í forgangi þá getur starfsfólk þekkt sinn hluta í þess- ari vinnu,“ segir Sandra. Stefnumótun í aðalskipu­ lagi Kópavogsbæjar Hjá Kópavogsbæ var nálgunin frábrugðin. „Kópavogur hefur unnið að heimsmarkmiðunum í nokkurn tíma og hefur bæjar- stjórn Kópavogs samþykkt að innleiða heimsmarkmiðin í stefnu Kópavogsbæjar. Við vorum fengin til þess að koma að endurskoðun aðalskipulags bæjarfélagsins. Þau vildu fá okkar sýn á hvernig hægt væri að innleiða heimsmarkmiðin í auknum mæli í stefnumótun aðalskipulags. Verkefnið stendur þannig að búið er að fara í gegnum vinnustofur. Þá unnum við með þremur hópum, það er starfs- mönnum á umhverfissviði, hags- munaaðilum og bæjarfulltrúum og fórum í grunnkaf la aðalskipu- lags sem snúa að byggð, grunn- kerfi, samgöngum, umhverfi og samfélagi. Út úr þessu kom mikil- vægisgreining um mikilvægustu málefnin með tilliti til sjálf bærni og var sú niðurstaða tengd við heimsmarkmiðin. Í tilfelli byggðar voru þrjú heimsmarkmið talin mikilvægust í þeim málaf lokki. En í tilfelli hinna fjögurra grunnkaf lanna voru fimm heimsmarkmið valin til grundvallar. Nánari rýni var svo unnin með tilliti til heims- markmiðanna. Sett voru ný markmið en einnig fékkst stað- festing á þeim markmiðum sem Kópavogsbær hefur stefnt að í núgildandi aðalskipulagi. Þessi nýju markmið voru enn fremur tengd við þá mælikvarða og hug- búnað sem Kópavogsbær hefur þróað til þess að vakta það góða starf sem þau hafa nú þegar unnið að. Þannig verður betur en áður hægt að fylgjast með og mæla frammistöðu aðalskipulags með tilliti til sjálf bærni í Kópavogi,“ segir Rúnar. Áþreifanleg markmið Markmið Mannvits er að inn- leiða heimsmarkmiðin í daglegan rekstur, bæði innanhúss og hjá viðskiptavinum sínum. „Það getur verið hjálplegt að fá inn aðila eins og okkur til þess að hjálpa til við nýja stefnumótun í sam- ræmi við heimsmarkmiðin. Það getur reynst mörgum erfitt að ná utan um hugtakið sjálf bærni og að innleiða sjálf bærni inn í sinn rekstur. En með skilgreiningu og samhengi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður strax auðveldara að ná utan um hug- takið og sjá hvernig markmiðin samræmast stefnu hvers fyrir- tækis fyrir sig. Auk þess er afar hjálplegt fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitar- félög að nýta sér þjónustu eins og þá sem Mannvit býður upp á, og fá aðstoð við að skilgreina þau heimsmarkmið sem viðkomandi aðili vinnur nú þegar eftir, sem og hvað má gera til þess að rekstur- inn samræmist enn betur heims- markmiðunum. „Með því að setja heimsmarkmiðin í samhengi þá verða þau áþreifanlegri bæði fyrir stjórnendur fyrirtækja sem og starfsfólk, og þá verður ósjálfrátt auðveldara að vinna eftir þeim og innleiða þau í auknum mæli í dagleg störf og rekstur,“ segir Sandra. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Mannvits, mannvit.is Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. Sími: 422­3000 Markmiðin hluti af daglegum rekstri Starfsemi verkfræðistofunnar Mannvits er fjölbreytt. Ásamt því að veita þjónustu um byggingu mannvirkja, vinnur Mannvit með fyrirtækjum og stofnunum við innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ. Sandra og Rúnar þjónusta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög af ýmsu tagi við að innleiða heimsmarkmið SÞ við rekstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 16 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.