Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.11.2020, Qupperneq 2
COVID-19 Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á hjúkrunarheimilinu Mörk, segir það mikið áfall að hafa fengið sím- tal þess efnis að heimilismaður á Mörk hefði smitast af kórónaveir- unni. Viðbragðsteymi sýkingavarna fyrir hjúkrunarheimili hafi verið virkjað þegar í stað og öll hæðin, þar sem sá smitaði bjó, hafi verið sett í sóttkví. „Við höfum tvisvar þurft að grípa til svipaðra aðgerða þegar upp kom smit hjá starfsmanni og síðan aðstandanda fyrr á árinu. Við vorum því vel undirbúin til að takast á við þetta og vonandi verður hægt að komast í veg fyrir frekari smit,“ segir Ragnhildur. Talin var þörf á því að sá smitaði yrði lagður inn á Landspítalann til eftirlits og var viðkomandi f luttur þangað í gærkvöldi. Strangar heim- sóknartakmarkanir hafa verið í gildi frá 6. október og aðspurð segir Ragnhildur finna fyrir að heimilis- fólk á Mörk sé orðið afar þreytt á ástandinu. „Því er ekki að neita. Í fyrstu bylgjunni þá var um eins konar átak að ræða að sigrast á veirunni, sem við gerðum tímabundið. Núna eru liðnir átta mánuðir og ekki útséð með hvenær ástandið lagast. Maður finnur því vissulega fyrir því að fólk er orðið lúið en það kemur ekki til greina að gefast upp,“ segir Ragn- hildur. – bþ Maður finnur því vissulega fyrir því að fólk er orðið lúið en það kemur ekki til greina að gefast upp. Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar á hjúkrunarheim- ilinu Mörk Flugbíll við Tækniskólann Eitthvað virtist hann máttlaus og hjálparvana fólksbíllinn sem hífður var upp á vörubílspall við Tækniskólann á Skólavörðuholti í Reykjavík í gær. Hann hefur sjálfsagt verið á leið í aðhlynningu á viðeigandi stað. Kannski er vetrarbyrjunin að fara illa í hann eins og oft gerist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Lögregluminjasafnið ætlar að koma á fót sýningu á næsta ári. Verður það í annað sinn sem almenningur fær að sjá gripi lögreglunnar frá fyrri tíð. Sýning var 2003 í tilefni af 200 ára afmæli íslensku lögreglunnar. Árið 2016 stofnuðu núverandi og fyrrverandi lögreglumenn félag um starfsemina. Guðmundur Fylkis- son, einn stjórnarmanna félagsins, vonast til að sýningin verði í Firð- inum í Hafnarfirði. Verið sé að safna styrkjum. Til þess að af verði þurfi veirufaraldurinn að ganga niður. Munirnir eru bæði frá embætt- unum og einkasöfnum og enn hafa ekki allir kassar verið opnaðir. Til er endurgerð af fyrsta lögreglubún- ingnum, frá 1803, en elsti munurinn er skjöldur frá árinu 1918 merktur Politi upp á danska vísu. Hann var í eigu lögreglumannsins Sigurðar Hólmsteins Jónssonar. Meðal annara athyglisverðra hluta má nefna fjörutíu ára gamlan búnað til fíkniefnaprófunar frá Keflavíkurflugvelli, hlerunarbún- að, talstöðvar, handjárn og mynda- vél til að hengja undir f lugvélar frá stríðsárunum. Einnig mikið af búningum, höttum, húfum, orðum og blístrum. Margir af þessum gripum væru nú glataðir ef sjö lögreglumenn, þeir Karl Hjartarson, Friðrik G. Gunn- arsson, Sævar Finnbogason, Sævar Þ. Jóhannesson, Guðmundur Guð- jónsson, Þórður Jónsson og Svavar G. Jónsson, hefðu ekki varðveitt þá. „Það leynist margt forvitnilegt, til dæmis lítil kylfa sem er jafnframt táragasbyssa. Hún er með einka- leyfi frá 1929 en enginn vissi neitt um hana,“ segir Guðmundur. „En síðan var ég á ferðinni á Siglufirði og þar leyndust tvær eins. Þessar kylfur voru þá notaðar til að fást við ólátaseggi á síldarárunum.“ Annað er borðfánastöng sem lögreglumenn fengu í gjöf fyrir að „gefa“ aukavinnu sína í tengslum við lýðveldishátíðina árið 1944. Lögreglumenn kunnu stjóra sínum Agnari Koefoed Hansen litlar þakkir fyrir þetta, enda kaupið lágt, vinnan ærin og hafði marga hlakk- að til að fá aukapeninga í vasann. „Við eigum tvær fánastangir, en sagan segir að margir hafi hent sínum af því þeir voru svo reiðir.“ Verið er að kanna möguleika á að sýna skotvopn, en þá eru gerðar meiri öryggiskröfur. Nefnir Guð- mundur til dæmis númeraða Colt .38 skammbyssu, af þeirri gerð sem afhentar voru Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra, og f leiri ráða- mönnum í seinni heimsstyrjöld. Áðurnefndur Sævar Þ. Jóhannes- son hjá tæknideildinni, fékk Leir- finn til varðveislu, en hann var afhentur Þjóðminjasafninu án sam- ráðs við Sævar. „Við erum þó fegin að hann sé til sýnis því þetta á ekki að vera ofan í kössum í geymslum,“ segir Guðmundur. Félagið ræður yfir nokkrum bílum og vélhjólum sem hafa sum hver verið lánuð til safna víða um land. Þá á félagið ógrynni ljós- mynda, myndbanda og filma sem verið er að færa á stafrænt form. Guðmundur hvetur fólk til að hafa samband ef lögreglutengdir munir leynast í kassa uppi á háalofti. kristinnhaukur@frettabladid.is Sýning á dýrgripum úr Lögregluminjasafninu Verið er að safna styrkjum til að Lögregluminjasafnið geti komið á fót sýn- ingu á gömlum gripum lögreglunnar. Meðal annars byssum, hlerunarbúnaði, fíkniefnaprófunarbúnaði, byssum og kylfu sem jafnframt var táragasbyssa. Guðmundur Fylkisson með muni úr sögu lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þessar kylfur voru notaðar til að fást við ólátaseggi. Guðmundur Fylkisson aðalvarð- stjóri Bílar Þ R I Ð J U D A G U R 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Kia Sorento er nú kom-inn í sinni fjórðu kyn-slóð síðan að bíllinn kom fyrst á markað árið 2002. Bílablaðamaður Fréttablaðsins hefur fylgst með þróun hans frá upphafi og óhætt er að segja að bíllinn er sportlegur útlits og ólíkur fyrirrennurum sínum. 4 Lengi getur gott batnað  VW ID.3 gerir flesta hluti vel Myndin í kýrauganu 6 8 Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is og fáið nánari upplýsingar. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. SÉRBLAÐ fylgir Fréttablaðinu í dag COVID-19 Vísindamenn við MIT- háskólann í Bandaríkjunum hafa hannað sérstakt gervigreindarforrit sem getur greint einstaklinga með COVID-19 byggt á hvernig hósti þeirra hljómar. Samkvæmt BBC greinir manns- eyrað ekki hljóðið í hóstanum sem sker úr um hvort að um sýktan ein- stakling sé að ræða. Tilraunir leiddu í ljós rétta greiningu í 98,5 prósentum tilvika. Skipti engu þótt sjúklingar væru einkennalausir. „Sjúkdómurinn virðist hafa áhrif á hvernig við búum til hljóð,“ segir vísindamaðurinn Brian Subirana. – bþ App sem greinir COVID-19 Skimun fyrir COVID-19. Símtalið áfall fyrir Mörkina 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.