Fréttablaðið - 03.11.2020, Page 11
Fyrir ekki svo löngu sté í ræðu-stól Alþingis í umræðum um fjármálaáætlun næstu fimm
ára Oddný Harðardóttir, þing-
maður Samfylkingar, og spurði
Bjarna Benediktsson, formann
Sjálfstæðisf lokksins og fjármála-
ráðherra, út í hinn mikla mun sem
nú er orðinn á örorkugreiðslum og
lægstu launum.
Eins og margoft hefur komið
fram, verður þessu munur orðinn
86 þúsund krónur um næstu ára-
mót, þegar 3,6% hækkun örorku-
greiðslna hefur komið til fram-
kvæmda, sem og hækkun lægstu
launa samkvæmt lífskjarasamn-
ingnum. Örorkugreiðslur ná því
ekki nema um þremur fjórðu af
lágmarkslaunum í þjóðfélaginu.
Svar Bjarna mátti skilja á þann
hátt að það væri bagalegt að samið
hefði verið um svo ríf legar hækk-
anir lægstu launa. En spurningin
sem æpti á okkur væri náttúrulega
hver ætti að borga þetta. Hver ætti
að borga hækkanir almannatrygg-
inga, svo þær hækkuðu í takt við
hækkanir lægstu launa.
Svarið er kannski nær ráðherr-
anum en hann hafði gert sér grein
fyrir.
Í því fjárlagafrumvarpi sem nú
liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir
að til málefna fatlaðs fólks, örorku-
greiðslur þar meðtaldar, verði
varið 79,5 milljörðum. Til málefna
aldraðra 91 milljarði.
Til að hækka greiðslur almanna-
trygginga til móts við lægstu laun
þyrftu þær að hækka um ríf lega
30%. Þá verða þessir tveir liðir á
fjárlögum samtals um 225 millj-
arðar króna, en eru um 170 í dag.
Og hver á að borga?, spyr fjár-
málaráðherra.
Þann 17. febrúar árið 2017, skip-
aði þáverandi fjármálaráðherra
starfshóp, sem skilaði ráðherra
skýrslu 20. júní sama ár.
Hlutverk starfshópsins var að
meta umfang og áhrif skattundan-
skota og skattsvika á íslenskan
þjóðarbúskap. Í niðurstöðum
starfshópsins kemur fram að ekki
liggi fyrir tölur um umfang skatt-
svika hér á landi, en undanfarna
þrjá áratugi hafi þau verið metin
þrjú til sjö prósent af landsfram-
leiðslu árlega. Starfshópurinn segir
í skýrslu sinni, að ef skattsvik eru
metin sem fjögur prósent af lands-
framleiðslu, megi áætla að þau hafi
numið 100 milljörðum árið 2016.
Sama prósentutala fyrir árið
2019 gefur okkur 118 milljarða.
Þar að auki kemur fram í skýrslu
starfshópsins, að ætla megi að
íslenska ríkið verði af um sex
milljörðum árlega vegna undan-
skota í tengslum við af landsfélög.
Árið 2019 urðum við því sem þjóð
af eitt hundrað tuttugu og fjórum
milljörðum vegna skattsvika. Í fjár-
lögum fyrir árið 2019 var heildar
upphæð til almannatrygginga rétt
um 150 milljarðar. Því sem skotið
var undan skatti það árið hefði
fjármagnað nær 80% af útgjöldum
okkar til almannatrygginga. Starfs-
hópurinn valdi að skoða neðri
mörkin. Munum að í skýrslunni
segir að talið sé að undanskot nemi
þremur til sjö prósentum. Og hvað
gerist ef við reiknum nú sjö pró-
sent? Jú, þá greiða skattundanskot
öll útgjöld til almannatrygginga
samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
2019, og rétt um 63 milljarðar eru
eftir í eitthvað annað. Til að setja
þá tölu í samhengi er í fjárlaga-
frumvarpi ársins 2021 áætlaðir til
samgöngumála 56 milljarðar.
Og ráðherra spyr hver á að
borga?
Stjórn Hins íslenska náttúru-fræðifélags fagnar löngu tíma-bærum áformum um uppbygg-
ingu Náttúruminjasafns Íslands á
Seltjarnarnesi. Áformin voru kynnt
í greinargerð starfshóps á vegum
Lilju Alfreðsdóttur mennta- og
menningarmálaráðherra og má
finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs,
með 300 milljóna króna framlagi til
undirbúningsvinnu á verkefninu.
Náttúruminjasafn Íslands er
skilgetið af kvæmi Hins íslenska
náttúrufræðifélags, eins elsta starf-
andi félags landsins. Í stofnlögum
þess frá 1889 segir: „Aðaltilgangur
félagsins er sá, að koma upp sem
fullkomnustu náttúrugripasafni
á Íslandi, sem sé eign landsins og
geymt í Reykjavík.
Saga Náttúrugripasafnsins var
rakin á sýningu Þjóðmenningar-
hússins, á aldarafmæli þess í mars
2009, en rétt er að hnykkja á henni
á þessum tímamótum.
Hið íslenska náttúrufræðifé-
lag átti og rak náttúrugripasafn
í Reykjavík frá 1889-1947, lengst
af með stuðningi ríkisins og sýn-
ingaraðstöðu í Safnahúsinu við
Hverfisgötu, eða fram til 1960. Árið
1947 af henti félagið ríkinu safn-
kost sinn til eignar ásamt myndar-
legum byggingarsjóði fyrir nýju
safnahúsi. Íslenska ríkið rak Nátt-
úrugripasafnið upp frá þessu og
sett voru lög um það árið 1951. Var
þarna lagður grunnur að Náttúru-
fræðistofnun Íslands sem var form-
lega stofnuð með endurskoðun
laganna árið 1965 og safnið fært
undir hana. Sýningin var starfrækt
í húsakynnum Náttúrufræðistofn-
unar við Hlemm frá 1967 til 2008 er
sýningunni var lokað.
Lok sýningarinnar á Hlemmi
hélst í hendur við f lutning Nátt-
úrufræðistofnunar til Garðabæjar
og þeirrar ákvörðunar stjórnvalda
að setja á stofn Náttúruminjasafn
Íslands með sérlögum árið 2007.
Þó þrettán ár séu liðin frá stofnun
Náttúruminjasafnsins er það fyrst
nú, með áformum um uppbyggingu
Náttúruhúss á Seltjarnarnesi, að
það sér fyrir endann á langvarandi
húsnæðisvanda Náttúruminja-
safnsins, sem hefur ekki enn eign-
ast aðstöðu undir starfsemi sína.
Á 100 ára afmæli lýðveldisins,
þann 1. desember 2018 urðu ákveð-
in tímamót þegar Náttúruminja-
safnið opnaði sína fyrstu sýningu,
„Vatnið í náttúru Íslands“, í 350
m2 leigurými á 2. hæð í Perlunni.
Sýningunni hefur verið tekið afar
vel og hún hlotið alþjóðleg hönn-
unarverðlaun. Var aðsókn umfram
væntingar fyrsta sýningarárið
þegar um 200 þúsund gestir heim-
sóttu sýninguna. Áhugi á þjónustu
Náttúruminjasafnsins er augljós-
lega mikill og endurspeglar vel
þann fróðleiksþorsta og hug sem
Íslendingar og gestir landsins hafa
til náttúru Íslands.
Lagt hefur verið til að Náttúru-
minjasafn Íslands taki við húsnæði
sem upphaf lega var reist undir
Lækningaminjasafn við Safnatröð
5 á Seltjarnarnesi. Ráðgert er að
ljúka við lagfæringar á húsnæðinu
á næstu tveimur árum og gera það
samtímis tilbúið undir starfsemi
og sýningarhald Náttúruminja-
safnsins. Staðsetning Náttúruhúss
á Seltjarnarnesi er einkar hentug: í
faðmi náttúrunnar, í miklu nábýli
við sjávarsíðuna og hið margbreyti-
lega lífríki sem þar er að finna, auk
þess sem útsýni frá safninu er stór-
brotið bæði til suðurs og norðurs.
Samkvæmt greinargerð mennta-
og menningarmálaráðuneytisins
er áætlaður kostnaður við að ljúka
byggingu húsnæðisins á Seltjarnar-
nesi undir starfsemi Náttúruminja-
safnsins um 650 milljónir króna
auk 100 milljóna króna sem þarf í
viðbætur á kjallara hússins. Ef allt
gengur eftir verður hægt að hefj-
ast handa með því fjármagni sem
áætlað er til verksins á næsta ári
og vonir eru bundnar við áfram-
haldandi fjármögnun til næstu ára
svo hægt sé að ljúka verkinu á til-
settum tíma. Komið hefur fram að
þó húsnæðið sé afar hentugt þá er
það ekki nægilega stórt fyrir hina
umfangsmiklu starfsemi Nátt-
úruminjasafnsins. Smekkleg og
hógvær útfærsla á stækkun hús-
næðisins, sem yrði að mestu leyti
neðanjarðar og því lítt sýnileg,
hefur þegar verið teiknuð upp og
væri án efa hagkvæmt að ráðast
þegar í hana samhliða undirbún-
ingi fyrir f lutning safnsins í hið
nýja húsnæði.
Að þessu sögðu fögnum við
þessum mikla áfanga og þökkum
ríkisstjórninni en þá einkum Lilju
Alfreðsdóttur menntamálaráð-
herra, og ekki síður Seltjarnar-
nesbæ og íbúum þar, fyrir að standa
með þessum framförum. Verkefnin
á sviði Náttúruminjasafnsins eru
ærin. Safnið er eitt af höfuðsöfnum
íslenska ríkisins og ber samkvæmt
lögum að miðla fróðleik og þekk-
ingu um náttúruna, nýtingu nátt-
úruauðlinda og náttúruvernd til
skóla og almennings með sýninga-
haldi og öðrum hætti. Umræðan
um slakan árangur íslenskra barna
í náttúrufræðum er hávær og á
tímum loftslagsbreytinga hefur
skilningur og þekking almenn-
ings á gangverki náttúrunnar aldr-
ei verið brýnni. Náttúruminja-
safnið telst til grunnstoða íslenska
menntaker f isins og skal vera
leiðandi í fræðslu um náttúru og
umhverfismál. Í því skyni starfa
safnakennarar á vegum safnsins
sem sinna einkum skólahópum.
Brýnt er fyrir safnið að komast
sem fyrst í nýtt, viðunandi húsnæði
þar sem hægt verður að bjóða upp
á fjölbreyttara sýningahald en nú
er og veita skólabörnum fjölþættari
fræðslu í málefnum náttúrunnar.
Hið íslenska náttúrufræðifé-
lag hvetur ráðherra mennta- og
menningarmála, ríkisstjórnina
og Alþingi allt til dáða, enda um
brýnt þjóðhagsmál að ræða sem
jafnt núlifandi einstaklingar og
komandi kynslóðir munu njóta
góðs af. Af öllum gögnum máls-
ins að að dæma mun þjóðin loks
eignast glæsilegt höfuðsafn í nátt-
úrufræðum. Það væri í anda þess
sem stórhuga náttúrufræðingar
stefndu að fyrir rúmum 130 árum
síðan. Látum þennan draum verða
að veruleika í þetta sinn, við eigum
það öll skilið.
Til að setja þá tölu í sam-
hengi er í fjárlagafrumvarpi
ársins 2021 áætlaðir til sam-
göngumála 56 milljarðar.
Og ráðherra spyr hver á að
borga?
Hið íslenska náttúru-
fræðifélag hvetur ráðherra
mennta- og menningarmála,
ríkisstjórnina og Alþingi
allt til dáða, enda um brýnt
þjóðhagsmál að ræða sem
jafnt núlifandi einstaklingar
og komandi kynslóðir munu
njóta góðs af. Af öllum
gögnum málsins að að dæma
mun þjóðin loks eignast
glæsilegt höfuðsafn í nátt-
úrufræðum.
Glæsilegt Náttúruhús
á Nesinu
Ester Rut
Unnsteinsdóttir
formaður HÍN
Hver á að borga?
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ
Áform um friðlýsingu
Umhverfisstofnun, ásamt samstarfshóp sem vinnur að undir búningi
friðlýsingar, kynnir hér með áform um stofnun þjóðgarðs á sunnan
verðum Vestfjörðum, skv. 47. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Svæðið nær meðal annars til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar,
Vatnsfjarðar og Hrafns eyrar.
Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita ein
stakt svæði fyrir komandi kynslóðir. Með friðlýsingunni verður
til heilstætt svæði sem hefur að geyma ómetanlegar náttúru og
menningarminjar og sögu.
Áform um friðlýsingar eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. nátt
úruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á fram
kvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með
2. janúar 2021. Athugasemdum við áformin má skila á vef
Umhverfis stofnunar, með tölvupósti á ust@ust.is eða með pósti til
Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Samhliða auglýsingu um áform um friðlýsingu er óskað eftir til
lögum að nafni fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð.
Frekari upplýsingar um ýmis mál tengd friðlýsingunni, t.d.
náttúru- og menningarminjar, samgöngu- og innviðamál,
umsjón, stjórnun, samfélagsleg áhrif o.fl. má finna á vefsíðu
hennar, umhverfisstofnun.is/tjodgardurvestfirdir
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0