Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 2
Fugl í búri Það er myrkur og það er frost. Svarthöfði situr í eldhúsinu og horfir á raka safnast saman á eldhús- rúðunni og breytast í poll. Hann veit að hann ætti að opna gluggann og lofta út, en til hvers? Hvers vegna ætti loftið hér inni að fá að verða ferskara heldur en loftið í samfélaginu í dag? Við erum öll lokuð inni eins og þessi raki. Samfélagið frosið, horfurnar myrkur. Í nótt fékk Svarthöfði mar- tröð. Þórólfur Guðnason var að elta Svarthöfða á Mýrdals- sandi með sína ísköldu hlekki. Vildi hann hafa bíllyklana af Svarthöfða svo að Svarthöfði væri enn meira innilokaður í lífinu. Svarthöfði hrökk upp með andfælum og þurfti í snatri að þurrka burt eitt eilífðar smá- tár áður en frúin sá til hans. Bankinn er að hækka vexti. Óvissa á vinnumarkaði held- ur mörgum andvaka. Ofan á þetta er farið að dimma og frysta. Ísköldu hlekkir veirunnar hafa tjóðrað okkur föst. Og það er ekkert spenn- andi í sjónvarpinu. Það er auðvelt að liggja undir sæng og velta sér upp úr sjálfsvorkunninni. Allt sem við áður höfðum sem hefur verið tekið af okkur. Frelsið fótum troðið og efna- hagurinn myrtur úr launsátri veirunnar. Svarthöfði hefði í venjulegu árferði verið farinn á eyðslu- fyllerí í útlöndum til að slaka á og undirbúa jólin. En ekki í ár. Svarthöfði er lítill fugl í búri og enginn veit hvar lykl- arnir eru. Ó, aumingja Svarthöfði. Mikið er hans böl. Svarthöfði fær sér annan sopa af rótsterku togara- kaffinu. Nei, nú er komið gott af þessu væli. Nú er bóluefni fram undan. Nú er tíminn til að horfa fram á við og byrja að hlakka til. Ekki til jólanna heldur til þess að lifa eðlilegu lífi aftur. Kannski ekki alveg eðlilegu samt. Kannski núna með því að missa hluta af frelsi sínu getur Svarthöfði lært að meta það betur þegar hann fær það til baka. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segja þeir víst. Það er þó hægt að gleðjast yfir því að hér hefur frelsið ekki tapast fyrir fullt og allt. Við þurftum bara að- eins að líta af því til að leyfa fullorðna fólkinu að taka ákvarðanir fyrir okkur því við vorum of upptekin af sjálfum okkur til að gera það sjálf. Eins og páfagaukar að rífast við eigin spegilmynd. Kannski var draumur Svarthöfða ekkert martröð. Kannski var þetta bara birt- ingarmynd af því hvað Svart- höfði á erfitt með að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Að þurfa að rétta öðrum bíllyklana. Það er aldrei auðvelt að vera farþegamegin í eigin lífi. En það kennir manni kannski að kunna betur að meta þau for- réttindi að fá að keyra. Við geymum jú fugla í búri svo þeir fari sér ekki að voða. Svarthöfði þarf bara að ein- beita sér að því að vera þolin- móður og reyta ekki af sér flugfjaðrirnar í einhverju sjálfsvorkunnarkasti. Því sá dagur nálgast óðfluga að hann fái að hefja sig til flugs að nýju. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Kynþokkafullt kæruleysi N ú þýðir lítið annað en að finna hæfilegt kæruleysi í miðjum faraldri nákvæmra sóttvarnalaga. Sjálf sveiflast ég á milli þess að leyfa mér rauðvínsglas og stóra smá-köku og agressífra útihlaupa um Vesturbæinn til að fá útrás fyrir streit- una og hræðsluna við að enda sem Covid-jólakúla. Í forsíðuviðtali blaðsins í dag ræða Viktoría Her- manns og Sóli Hólm um óbilandi framkvæmdagleði Sóla og sérlegt jafnaðargeð Viktoríu. Þau virðast hafa fundið hæfilega mikið kæruleysi til þess að sætta sig við sturtuleysi í eitt og hálft ár og þvottavélar- laust heimili með fjögur börn. Það er auðvitað ekki þægilegt en þau hafa áttað sig á því að við erum lítið annað en vaninn og það má vel venja sig á minna án þess að lifa minna. Þau hafa heilsuna sína, barnalánið og fljótlega gröfulausan garð. Ástin er í forgrunni, óhreinatauið og sparslið í bakgrunni. Það er ljúfur lærdómur sem vert er að hafa í huga. Það er fátt minna aðlaðandi en streita og tilætlunarsemi. Við getum líklega öll gefið aðeins eftir, sætt okkur við minna og í staðinn lifað meira. Tekið aðeins minna til, bakað aðeins meira. Farið í betri kjólinn af engri ástæðu og reynt að skilja kvíða og pirring eftir úti í frostinu. Við þurfum á allri okkar hjarta- hlýju að halda. Eldri kona gaf mér fokkmerki í Síðumúlanum þar sem ég sá hana ekki standa við akbraut þar sem ég kom keyrandi. Ég var í þungum þönkum eftir erfiðan dag. Ég átti auðvitað að stoppa fyrir henni en fokkmerkið kom mér samt mikið á óvart. Það er ekki það sem ég á við með kæruleysi. Ég sé frekar fyrir mér mandarínur og grjónagraut, jólapeysu og samverustund á kostnað þrifa og erinda sem þarf svo kannski alls ekkert að reka. Faraldurinn hefur þó kennt manni það að fastar ferðir í Ikea og Costco eru líklega ekki nauðsynlegar. Eiginlega bara alls ekki. Þó ég vilji auðvitað taka fram að það sé komið mikið af jóla- skrauti í Costco og útlensku sælgæti sem fólk alið upp á eyju verður fimm ára við að komast í tæri við. Ég er mögulega með kassa af Lindt-súkkulaðihrein- dýrum úti í bílskúr. Og einhverjum kremum sem ég veit ekki alveg hvað gera en voru í flottum kassa og á tilboði. En slík kaup eru þó á undanhaldi. En ímyndið ykkur ef ég hefði verið í jólapeysu þegar konan gaf mér fokkmerkið, hlaupið út og sagt: „Ég veit. Þetta er glatað ástand.“ Gefið henni skrítið krem eða súkkulaðihreindýr og brunað í burtu. Kannski væri hún þá alveg hætt að gefa fólki fokkmerki? n Eldri kona gaf mér fokkmerki í Síðumúlanum. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GETTY Katrín Edda er véla- og orkuverkfræðingur sem býr í Þýskalandi. Hún er einnig vinsæl á Instagram, @katrin­ edda, og æfir CrossFit af kappi. Hún deilir með okkur fimm uppáhalds CrossFit- æfingunum sínum. 1 Snörun Flókin æfing en þegar maður kemst upp á lag með tæknina er svo gaman að ná fram- förum eins og með aðrar ólympískar lyftingar. 2 Handstöðuarmbeygjur Ég elska allt með handstöðu og vildi helst hafa handstöðu- armbeygjur í öllum WODum. 3 Double unders Uppáhalds cardio-æfingin án efa. Einhvern veginn áreynslulaust en reynir samt á. 4 Réttstöðulyfta Finnst reyndar allar æfingar með stöng skemmtilegar en réttstöðulyfta er í ákveðnu uppáhaldi. 5 Burpees Mjög auðveld í framkvæmd, þú ert bara að leggjast á brjóstkassann og standa upp og hoppa svo maður getur einhvern veginn alltaf haldið áfram. Þetta er svona æfing sem maður elskar að hata. CROSSFIT-ÆFINGAR 2 EYJAN 20. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.